Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 09:35 Þingmaðurinn Mike Waltz, frá Flórída, verður þjóðaröryggisráðgjafi Trumps. Hann segir einnig að mikilvægt sé fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau eignist Grænland. Getty/Andrew Harnik Mike Waltz, þingmaður Repúblikanaflokksins og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir Grænland mikilvægt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bæði Rússar og Kínverjar væru að láta að sér kveða á norðurslóðum og á Grænlandi mætti þar að auki finna mikið af auðlindum. Þetta sagði Waltz í viðtali á Fox News í gærkvöldi þar sem hann sagði Rússa ætla sér að verða „kóngar“ norðurslóða. Þeir ættu einhverja sextíu ísbrjóta og sumir þeirra væru kjarnorkuknúnir, á meðan Bandaríkjamenn ættu tvo og eldur hefði nýverið kviknað í öðrum þeirra. „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir. Þetta snýst um það að íshellan er að hörfa, Kínverjar eru að dæla út ísbrjótum og eru að fara þarna einnig. Svo þetta snýst um olíu og gas. Þetta er um þjóðaröryggi okkar. Þetta snýst um sjaldgæfa málma,“ sagði Waltz. Trump hefur hótað því að beita Dani háum tollum, láti þeir Grænland ekki af hendi, og neitaði að útiloka hernaðaríhlutun til að ná tökum á eyjunni. Í viðtalinu í gær sagði Waltz Dani geta verið góða bandamenn en ekki væri hægt að koma fram við Grænland sem einhverskonar útkjálka og benti á að landið væri á vesturhveli jarðar. Waltz hélt því einnig fram að rúmlega fjögurra klukkustunda heimsókn Donald Trump yngri til Grænlands á dögunum hefði sýnt fram á að allir 56 þúsund íbúar Grænlands væru spenntir fyrir mögulegri inngöngu í Bandaríkin. 👀 Trumps kommende national sikkerhedsrådgiver, Rep Mike Waltz👇 pic.twitter.com/X6K30y4iDt— Mads Dalgaard Madsen (@dalgaard_mads) January 9, 2025 CNN segir Trump-liða hafa komið þeim skilaboðum til Kaupmannahafnar að forsetanum verðandi væri alvara um það að eignast Grænland. Blendnar tilfinningar í Grænlandi Grænlenski miðillinn KNR segir heimsókn Trump yngri til Grænlands á þriðjudaginn hafa vakið blendnar tilfinningar þar í landi. Viðtöl blaðamanna við fólk bendi til þess að einhverjir séu spenntir fyrir því að ganga í Bandaríkin en fleiri vilji halda tengslum við Danmörku eða að Grænland verði sjálfstætt ríki. Einn viðmælandi KNR sagðist hafa áhyggjur af því að það eina sem Trump vildi í Grænlandi væri auðlindir landsins. Þá hefði hann áhyggjur af því að sökum smæðar grænlensku þjóðarinnar myndi menning hennar og tungumál hverfa mjög fljótt. Annar kvartaði yfir því hvað vörur frá Danmörku væru orðnar dýrar og það gæti breyst með inngöngu í Bandaríkjunum. Annars sagðist ekki treysta Dönum. Mögulega gæti hann treyst Trump betur. Sjá einnig: Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, segir ummæli Trumps vera alvarleg en mikilvægt sé að sýna stillingu. KNR hefur eftir honum að hann skilji áhyggjur Grænlendinga en styrkur þeirra liggi í samstöðu. Þá ítrekaði hann að Bandaríkin, auk annarra ríkja á norðurslóðum, hefðu komist að samkomulagi um að norðurslóðir ættu að vera „lágspennusvæði“. Þess vegna teldi hann ummæli Trump vera mjög óviðeigandi. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. 8. janúar 2025 21:30 Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Þetta sagði Waltz í viðtali á Fox News í gærkvöldi þar sem hann sagði Rússa ætla sér að verða „kóngar“ norðurslóða. Þeir ættu einhverja sextíu ísbrjóta og sumir þeirra væru kjarnorkuknúnir, á meðan Bandaríkjamenn ættu tvo og eldur hefði nýverið kviknað í öðrum þeirra. „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir. Þetta snýst um það að íshellan er að hörfa, Kínverjar eru að dæla út ísbrjótum og eru að fara þarna einnig. Svo þetta snýst um olíu og gas. Þetta er um þjóðaröryggi okkar. Þetta snýst um sjaldgæfa málma,“ sagði Waltz. Trump hefur hótað því að beita Dani háum tollum, láti þeir Grænland ekki af hendi, og neitaði að útiloka hernaðaríhlutun til að ná tökum á eyjunni. Í viðtalinu í gær sagði Waltz Dani geta verið góða bandamenn en ekki væri hægt að koma fram við Grænland sem einhverskonar útkjálka og benti á að landið væri á vesturhveli jarðar. Waltz hélt því einnig fram að rúmlega fjögurra klukkustunda heimsókn Donald Trump yngri til Grænlands á dögunum hefði sýnt fram á að allir 56 þúsund íbúar Grænlands væru spenntir fyrir mögulegri inngöngu í Bandaríkin. 👀 Trumps kommende national sikkerhedsrådgiver, Rep Mike Waltz👇 pic.twitter.com/X6K30y4iDt— Mads Dalgaard Madsen (@dalgaard_mads) January 9, 2025 CNN segir Trump-liða hafa komið þeim skilaboðum til Kaupmannahafnar að forsetanum verðandi væri alvara um það að eignast Grænland. Blendnar tilfinningar í Grænlandi Grænlenski miðillinn KNR segir heimsókn Trump yngri til Grænlands á þriðjudaginn hafa vakið blendnar tilfinningar þar í landi. Viðtöl blaðamanna við fólk bendi til þess að einhverjir séu spenntir fyrir því að ganga í Bandaríkin en fleiri vilji halda tengslum við Danmörku eða að Grænland verði sjálfstætt ríki. Einn viðmælandi KNR sagðist hafa áhyggjur af því að það eina sem Trump vildi í Grænlandi væri auðlindir landsins. Þá hefði hann áhyggjur af því að sökum smæðar grænlensku þjóðarinnar myndi menning hennar og tungumál hverfa mjög fljótt. Annar kvartaði yfir því hvað vörur frá Danmörku væru orðnar dýrar og það gæti breyst með inngöngu í Bandaríkjunum. Annars sagðist ekki treysta Dönum. Mögulega gæti hann treyst Trump betur. Sjá einnig: Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, segir ummæli Trumps vera alvarleg en mikilvægt sé að sýna stillingu. KNR hefur eftir honum að hann skilji áhyggjur Grænlendinga en styrkur þeirra liggi í samstöðu. Þá ítrekaði hann að Bandaríkin, auk annarra ríkja á norðurslóðum, hefðu komist að samkomulagi um að norðurslóðir ættu að vera „lágspennusvæði“. Þess vegna teldi hann ummæli Trump vera mjög óviðeigandi.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. 8. janúar 2025 21:30 Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. 8. janúar 2025 21:30
Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53