Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 15:50 Slökkviliðsmaður að störfum í Palisades. AP/Ethan Swope Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. Gróðureldar af þessu tagi þykja sjaldgæfir í Kaliforníu í janúar og er þetta talið í þriðja sinn sem eldar af þessari stærðargráðu kvikna á þessu tímabili. Þegar mest hefur verið hafa vindhviður á svæðinu náð í 44 metra á sekúndu, samkvæmt fréttum LA Times og hefur það leitt til þess að eldarnir hafa stækkað mjög. Að minnsta kosti tveir eru látnir. Mörg hús eru sögð hafa orðið eldunum að bráð og hafa tugir þúsunda þurft að flýja heimili sín og margir fótgangandi. Skólum hefur verið lokað og AP fréttaveitan segir rúmlega 180 þúsund manns án rafmagns vegna eldanna. Einn eldurinn er sagður fara hratt um hverfi sem kallast Palisades en hljómsveitin Beach Boys gerði það frægt á árum áður. Þaðan hafa frægt fólk eins og Mark Hammill, Mandy Moore og James Woods þurft að flýja heimili sín. This is what’s left of the Pacific Palisades. The mall survived. Most everything else is gone. Homes, apartment complexes… businesses. pic.twitter.com/Vfz721V48J— Jonathan Vigliotti 🐋 (@JonVigliotti) January 8, 2025 Samkvæmt gögnum frá CalFire, heldur utan um skógarelda í Kaliforníu, eru eldarnir fjórir stjórnlausir. Yfirleitt má sjá gögn um það hve stórum hluta eldanna slökkviliðsmenn hafa náð tökum á en að svo stöddu eru þetta hlutfall núll prósent þegar kemur að öllum eldunum. Eftir að fréttin var birt var tölfræðinni varðandi fimmta eldinn breytt. Slökkviliðsmenn áttu að hafa náð fullum tökum á honum en þeir eru nú sagðir hafa misst stjórn á honum. Á vef CalFire má einnig sjá kort af eldunum. Kort af eldunum í Los Angeles.CalFire Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Eldtímabilið svokallaða í Kaliforínu hefur orðið sífellt lengra á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Gróðureldar af þessu tagi þykja sjaldgæfir í Kaliforníu í janúar og er þetta talið í þriðja sinn sem eldar af þessari stærðargráðu kvikna á þessu tímabili. Þegar mest hefur verið hafa vindhviður á svæðinu náð í 44 metra á sekúndu, samkvæmt fréttum LA Times og hefur það leitt til þess að eldarnir hafa stækkað mjög. Að minnsta kosti tveir eru látnir. Mörg hús eru sögð hafa orðið eldunum að bráð og hafa tugir þúsunda þurft að flýja heimili sín og margir fótgangandi. Skólum hefur verið lokað og AP fréttaveitan segir rúmlega 180 þúsund manns án rafmagns vegna eldanna. Einn eldurinn er sagður fara hratt um hverfi sem kallast Palisades en hljómsveitin Beach Boys gerði það frægt á árum áður. Þaðan hafa frægt fólk eins og Mark Hammill, Mandy Moore og James Woods þurft að flýja heimili sín. This is what’s left of the Pacific Palisades. The mall survived. Most everything else is gone. Homes, apartment complexes… businesses. pic.twitter.com/Vfz721V48J— Jonathan Vigliotti 🐋 (@JonVigliotti) January 8, 2025 Samkvæmt gögnum frá CalFire, heldur utan um skógarelda í Kaliforníu, eru eldarnir fjórir stjórnlausir. Yfirleitt má sjá gögn um það hve stórum hluta eldanna slökkviliðsmenn hafa náð tökum á en að svo stöddu eru þetta hlutfall núll prósent þegar kemur að öllum eldunum. Eftir að fréttin var birt var tölfræðinni varðandi fimmta eldinn breytt. Slökkviliðsmenn áttu að hafa náð fullum tökum á honum en þeir eru nú sagðir hafa misst stjórn á honum. Á vef CalFire má einnig sjá kort af eldunum. Kort af eldunum í Los Angeles.CalFire Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Eldtímabilið svokallaða í Kaliforínu hefur orðið sífellt lengra á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira