Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 15:50 Slökkviliðsmaður að störfum í Palisades. AP/Ethan Swope Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. Gróðureldar af þessu tagi þykja sjaldgæfir í Kaliforníu í janúar og er þetta talið í þriðja sinn sem eldar af þessari stærðargráðu kvikna á þessu tímabili. Þegar mest hefur verið hafa vindhviður á svæðinu náð í 44 metra á sekúndu, samkvæmt fréttum LA Times og hefur það leitt til þess að eldarnir hafa stækkað mjög. Að minnsta kosti tveir eru látnir. Mörg hús eru sögð hafa orðið eldunum að bráð og hafa tugir þúsunda þurft að flýja heimili sín og margir fótgangandi. Skólum hefur verið lokað og AP fréttaveitan segir rúmlega 180 þúsund manns án rafmagns vegna eldanna. Einn eldurinn er sagður fara hratt um hverfi sem kallast Palisades en hljómsveitin Beach Boys gerði það frægt á árum áður. Þaðan hafa frægt fólk eins og Mark Hammill, Mandy Moore og James Woods þurft að flýja heimili sín. This is what’s left of the Pacific Palisades. The mall survived. Most everything else is gone. Homes, apartment complexes… businesses. pic.twitter.com/Vfz721V48J— Jonathan Vigliotti 🐋 (@JonVigliotti) January 8, 2025 Samkvæmt gögnum frá CalFire, heldur utan um skógarelda í Kaliforníu, eru eldarnir fjórir stjórnlausir. Yfirleitt má sjá gögn um það hve stórum hluta eldanna slökkviliðsmenn hafa náð tökum á en að svo stöddu eru þetta hlutfall núll prósent þegar kemur að öllum eldunum. Eftir að fréttin var birt var tölfræðinni varðandi fimmta eldinn breytt. Slökkviliðsmenn áttu að hafa náð fullum tökum á honum en þeir eru nú sagðir hafa misst stjórn á honum. Á vef CalFire má einnig sjá kort af eldunum. Kort af eldunum í Los Angeles.CalFire Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Eldtímabilið svokallaða í Kaliforínu hefur orðið sífellt lengra á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Gróðureldar af þessu tagi þykja sjaldgæfir í Kaliforníu í janúar og er þetta talið í þriðja sinn sem eldar af þessari stærðargráðu kvikna á þessu tímabili. Þegar mest hefur verið hafa vindhviður á svæðinu náð í 44 metra á sekúndu, samkvæmt fréttum LA Times og hefur það leitt til þess að eldarnir hafa stækkað mjög. Að minnsta kosti tveir eru látnir. Mörg hús eru sögð hafa orðið eldunum að bráð og hafa tugir þúsunda þurft að flýja heimili sín og margir fótgangandi. Skólum hefur verið lokað og AP fréttaveitan segir rúmlega 180 þúsund manns án rafmagns vegna eldanna. Einn eldurinn er sagður fara hratt um hverfi sem kallast Palisades en hljómsveitin Beach Boys gerði það frægt á árum áður. Þaðan hafa frægt fólk eins og Mark Hammill, Mandy Moore og James Woods þurft að flýja heimili sín. This is what’s left of the Pacific Palisades. The mall survived. Most everything else is gone. Homes, apartment complexes… businesses. pic.twitter.com/Vfz721V48J— Jonathan Vigliotti 🐋 (@JonVigliotti) January 8, 2025 Samkvæmt gögnum frá CalFire, heldur utan um skógarelda í Kaliforníu, eru eldarnir fjórir stjórnlausir. Yfirleitt má sjá gögn um það hve stórum hluta eldanna slökkviliðsmenn hafa náð tökum á en að svo stöddu eru þetta hlutfall núll prósent þegar kemur að öllum eldunum. Eftir að fréttin var birt var tölfræðinni varðandi fimmta eldinn breytt. Slökkviliðsmenn áttu að hafa náð fullum tökum á honum en þeir eru nú sagðir hafa misst stjórn á honum. Á vef CalFire má einnig sjá kort af eldunum. Kort af eldunum í Los Angeles.CalFire Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Eldtímabilið svokallaða í Kaliforínu hefur orðið sífellt lengra á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira