Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2025 12:53 Prófessor í heimskautarétti varar stjórnvöld við því að taka ummælum Trumps um Grænlands af léttúð. Getty/Johnstone Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. Það var á blaðamannafundi á heimili Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, sem hann lét þau orð falla að hann gæti ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að komast yfir landsvæði Grænlands. Trump sagði að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. Það hafi hann fengið að heyra um langa hríð. Þá sagði hann að ef Danmörk myndi streitast á móti fyrirætlunum sínum myndi hann beita efnahagslegum þvingunum. Hvernig sló það þig þegar þú heyrðir verðandi forseta Bandaríkjanna tala með þessum hætti? „Þetta byrjaði allt þegar Trump var forseti, eða í fyrri ríkisstjórn hans. Hann talaði um að kaupa Grænland en viðbrögðin frá Danmörku og Grænlandi voru mjög skýr; Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar sögðust þó vera opnir fyrir því að ræða við vini og buðu upp á viðskiptasambönd en það væri aðeins Grænlendinga að stjórna,“ sagði Rachael Lorna Johnstone, prófessor í heimskautarétti við HA og háskólann á Grænlandi. Hún hafi ekki tekið því af mikilli alvöru þegar Trump hafi sagst vilja kaupa Grænland en nú hafi orðið áherslubreyting á orðræðu Trumps. „Ég hjó eftir því að hann talaði ekki um að kaupa Grænland heldur að Bandaríkin þurfi eignarhald og stjórn yfir Grænlandi, ekkert um kaup og ekkert um samband og samstarf.“ Áherslubreytingin lýtur ekki síst að því að útiloka ekki að beita hervaldi á Grænlandi. „Þetta er risastórt mál og við eigum að taka þetta af alvöru. Grænland er í NATO en ekki í Evrópusambandinu en sem hluti af konungsríki Danmerkur eru mjög sterk tengsl við Evrópusambandið.“ Kosningaár er runnið upp á Grænlandi. „Það verða kosningar á Grænlandi eigi síðar en 6. apríl en Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði í nýársávarpi sínu um framtíð Grænlands að það yrðu tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands.“ Grænland Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Það var á blaðamannafundi á heimili Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, sem hann lét þau orð falla að hann gæti ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að komast yfir landsvæði Grænlands. Trump sagði að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. Það hafi hann fengið að heyra um langa hríð. Þá sagði hann að ef Danmörk myndi streitast á móti fyrirætlunum sínum myndi hann beita efnahagslegum þvingunum. Hvernig sló það þig þegar þú heyrðir verðandi forseta Bandaríkjanna tala með þessum hætti? „Þetta byrjaði allt þegar Trump var forseti, eða í fyrri ríkisstjórn hans. Hann talaði um að kaupa Grænland en viðbrögðin frá Danmörku og Grænlandi voru mjög skýr; Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar sögðust þó vera opnir fyrir því að ræða við vini og buðu upp á viðskiptasambönd en það væri aðeins Grænlendinga að stjórna,“ sagði Rachael Lorna Johnstone, prófessor í heimskautarétti við HA og háskólann á Grænlandi. Hún hafi ekki tekið því af mikilli alvöru þegar Trump hafi sagst vilja kaupa Grænland en nú hafi orðið áherslubreyting á orðræðu Trumps. „Ég hjó eftir því að hann talaði ekki um að kaupa Grænland heldur að Bandaríkin þurfi eignarhald og stjórn yfir Grænlandi, ekkert um kaup og ekkert um samband og samstarf.“ Áherslubreytingin lýtur ekki síst að því að útiloka ekki að beita hervaldi á Grænlandi. „Þetta er risastórt mál og við eigum að taka þetta af alvöru. Grænland er í NATO en ekki í Evrópusambandinu en sem hluti af konungsríki Danmerkur eru mjög sterk tengsl við Evrópusambandið.“ Kosningaár er runnið upp á Grænlandi. „Það verða kosningar á Grænlandi eigi síðar en 6. apríl en Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði í nýársávarpi sínu um framtíð Grænlands að það yrðu tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands.“
Grænland Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19