Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 13:59 Þyrilvængjan Ingenuity á yfirborði Mars. Könnunarjeppinn Perseverance tók myndina 5. apríl 2021. NASA/JPL-Caltech/ASU Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala. Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Bill Nelson, fráfarandi yfirmaður NASA, sagðist í gær hafa stöðvað upprunalegu áætlunina fyrir nokkrum mánuðum, þegar ljóst varð að kostnaðurinn myndi aukast svo mikið og að tafir yrðu á því svo ekki yrði hægt að koma sýnunum til jarðar fyrir árið 2040. Þess í stað er verið að skoða tvær mismunandi leiðir sem kosta eiga sex til tíu milljarða dala en önnur leiðin reiðir á einkafyrirtæki og samstarfsaðila NASA og ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, sem kemur einnig að verkefninu. Samkvæmt yfirlýsingu á vef NASA á að ákveða hvora leiðina skal fara á seinni hluta næsta árs. Haft er eftir Nelson að með því að skoða tvær leiðir í einu sé betur hægt að tryggja að af verkefninu verði og í senn spara peninga. Nelson lætur af störfum eftir nokkra daga en við honum tekur auðjöfurinn Jared Isaacman. Þrjátíu hylki sem þarf að sækja Um er að ræða sýni sem safnað hefur verið með vélmenninu Perseverance. Það hefur verið notað til að safna sýnum í títanumhylki við rannsóknir á undanförnum árum og er vonast til þess að koma þrjátíu slíkum aftur til jarðar. Sýnin hafa að mestu verið tekin í Jezero-gígnum á Mars en hann var fullur af vatni á árum áður. Vonast er til þess að sýnin geti svarað þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. „Þessi sýni gætu breytt skilningi okkar á Mars, alheimi okkar og okkur sjálfum,“ er haft eftir Nelson. Upprunalega var gerður samningur við Nortrop Gumman Systems um að þróa tæknina til að sækja sýnin og koma þeim til jarðarinnar. Þá var ætlunin að skjóta tveimur geimförum til Mars. Annað átti að fara á braut um plánetuna en hitt átti að bera lendingarfar sem lenda átti hjá Perseverance, taka sýnin og skjóta þeim með eldflaug til fyrra geimfarsins. Enn stendur til að notast við tvö geimför. Önnur leiðin sem verið er að skoða snýr að því að lenda fari á Mars með sömu leið og notast var við til að lenda Perseverance. Það er nokkurs konar pallur sem notar eldflaugar til að lenda á yfirborði plánetunnar. Ekki er ljóst hvernig hitt kerfið á að virka að svo stöddu en það yrði þróað af áðurnefndum einkafyrirtækjum. Tölvuuteikning af lendingu Perseverance á Mars.Vísir/NASA
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira