Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2025 15:08 Lögregluþjónninn sagði manninum að sýna hendur sýnar, ellegar yrði hann skotinn. Skjáskot Lögregluþjónn í Akron í Ohio í Bandaríkjunum er til rannsóknar eftir að hafa skotið ölvaðan mann fimmtán sinnum. Það gerði hann innan við 25 sekúndum eftir að hafa mætt á vettvang í kjölfar aðvörunar um ölvaðan mann sem væri mögulega vopnaður. Maðurinn, sem heitir Horey Philips og er 36 ára gamall, lifði af en nú er talið að hann hafi ekki verið vopnaður og upptaka úr vestismyndavél lögregluþjónsins sýnir hann ekki halda á byssu. Á myndbandinu, sem áhugasamir geta fundið hér ásamt upptöku af símtali til neyðarlínunnar þar sem kona sagði Philips vopnaðan, má sjá og heyra þegar lögregluþjónninn skipar Philips að taka hendur úr vösum og leggjast í jörðina, annars yrði hann skotinn. Innan við 25 sekúndum eftir að hann steig úr bíl sínum skaut lögregluþjónninn ítrekað í átt að Philips. Óljóst er hve oft hann hæfði Philips en í frétt CBS News segir að hann hafi verið alvarlega særður eftir skothríðina. Hann er sagður meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Sjá má á myndbandinu að Philips ítrekaði eftir að hann var skotinn að hann hefði ekki verið með byssu og fundu lögregluþjónar ekki byssu á honum. Á meðan Philips lá í jörðinni kallaði lögregluþjónninn á hann og sagði honum að taka hendur úr vösum sínum, ellegar yrði hann skotinn aftur. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBS News, þar sem fjallað er um málið og myndefni sýnt. Atvikið átti sér stað þann 11. nóvember um klukkan níu að kvöldi til. Lögreglunni barst símtal frá konu sem sagðist vera barþjónn og sagðist hún hafa vísað Philips út og hann væri nú fyrir utan barinn með byssu og hefði reynt að skjóta inn um gluggann. Konan sagði að það hefði þó ekki heppnast. Engin byssa fannst á vettvangi og til rannsóknar er hvort Philips hafi mögulega losað sig við byssu áður en lögregluþjón bar að garði. Samkvæmt frétt USA Today hefur fjölskylda mannsins fordæmt lögregluþjóninn vegna málsins og kvartað yfir því að hann hafi ekki gert nokkra tilraun til að draga úr spennu. Móðir Philips segist ekki skilja af hverju lögreglan reyndi ekki einu sinni að tala við hann. Lögreglan segir atvikið til rannsóknar og að til standi að endurskoða þjálfun varðandi samskipti og tilraunir til að draga úr spennu. Borgarstjóri Akron hefur slegið á sömu strengi og sagt að lært verði af atvikinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Horey Philips og er 36 ára gamall, lifði af en nú er talið að hann hafi ekki verið vopnaður og upptaka úr vestismyndavél lögregluþjónsins sýnir hann ekki halda á byssu. Á myndbandinu, sem áhugasamir geta fundið hér ásamt upptöku af símtali til neyðarlínunnar þar sem kona sagði Philips vopnaðan, má sjá og heyra þegar lögregluþjónninn skipar Philips að taka hendur úr vösum og leggjast í jörðina, annars yrði hann skotinn. Innan við 25 sekúndum eftir að hann steig úr bíl sínum skaut lögregluþjónninn ítrekað í átt að Philips. Óljóst er hve oft hann hæfði Philips en í frétt CBS News segir að hann hafi verið alvarlega særður eftir skothríðina. Hann er sagður meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Sjá má á myndbandinu að Philips ítrekaði eftir að hann var skotinn að hann hefði ekki verið með byssu og fundu lögregluþjónar ekki byssu á honum. Á meðan Philips lá í jörðinni kallaði lögregluþjónninn á hann og sagði honum að taka hendur úr vösum sínum, ellegar yrði hann skotinn aftur. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBS News, þar sem fjallað er um málið og myndefni sýnt. Atvikið átti sér stað þann 11. nóvember um klukkan níu að kvöldi til. Lögreglunni barst símtal frá konu sem sagðist vera barþjónn og sagðist hún hafa vísað Philips út og hann væri nú fyrir utan barinn með byssu og hefði reynt að skjóta inn um gluggann. Konan sagði að það hefði þó ekki heppnast. Engin byssa fannst á vettvangi og til rannsóknar er hvort Philips hafi mögulega losað sig við byssu áður en lögregluþjón bar að garði. Samkvæmt frétt USA Today hefur fjölskylda mannsins fordæmt lögregluþjóninn vegna málsins og kvartað yfir því að hann hafi ekki gert nokkra tilraun til að draga úr spennu. Móðir Philips segist ekki skilja af hverju lögreglan reyndi ekki einu sinni að tala við hann. Lögreglan segir atvikið til rannsóknar og að til standi að endurskoða þjálfun varðandi samskipti og tilraunir til að draga úr spennu. Borgarstjóri Akron hefur slegið á sömu strengi og sagt að lært verði af atvikinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira