Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 08:32 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, á fjarfundi með þjóðaröryggisráði sínu í gær. AP/Gavriil Grigorov, Sputnik Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. Umrædd friðaráætlun var skrifuð af bandarískum og rússneskum erindrekum, án aðkomu ráðamanna í Úkraínu eða Evrópu, og hefur verið lýst sem „óskalista“ Pútíns. Greining blaðamanna Guardian bendir til þess að hlutar skjalsins hafi verið þýddir beint úr rússnesku. Sjá einnig: Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Hún er í 28 liðum og þykir halla verulega á Úkraínumenn. Í áætluninni eru þó nokkrir liðir sem Úkraínumenn hafa áður sagt að komi ekki til greina, eins og að gefa eftir landsvæði, og áætlunin þykir óljós hvað varðar öryggisráðstafanir í framtíðinni. Þá eru liðir í áætluninni sem ráðamenn í Evrópu munu eiga erfitt með að sætta sig við. Reuters illustrated how much Ukrainian territory would be handed to Russia under Trump's plan, requiring forces to withdraw from unoccupied Donetsk and Luhansk areas including Sloviansk-Kramatorsk, which would fall under Russian control. pic.twitter.com/AdC9hYw09e— WarTranslated (@wartranslated) November 21, 2025 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skrifi undir áætlunina fyrir næsta fimmtudag. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa gefið til kynna að ef Selenskí skrifi ekki undir gætu þeir stöðvað flæði vopna og upplýsinga frá Bandaríkjunum til Úkraínu. Trump sjálfur sagði við blaðamenn í gær að Selenskí yrði að sætta sig við áætlunina. Í ávarpi til úkraínsku þjóðarinnar sagði Selenskí í gær að Úkraínumenn stæðu frammi fyrir mjög erfiðum kostum. Sagði Evrópumenn ekki átta sig á stöðunni Á áðurnefndum fundi í gærkvöldi sagði Pútín að engin formleg skilaboð varðandi friðaráætlunina hefðu borist til Moskvu. Það taldi hann vera vegna þess að Úkraínumenn og ráðamenn í Evrópu væru mótfallnir tillögunum. „Svo virðist sem Úkraínumenn og bandamenn þeirra í Evrópu séu enn haldnir þeirri tálsýn að hægt sé að sigra Rússland á vígvellinum,“ sagði Pútín samkvæmt RIA fréttaveitunni. Þá bætti hann við að þeir áttuðu sig ekki á því hvað væri að gerast á vígvellinum. „Ef Kænugarður neitar að ræða friðaráætlun Trumps, verða bæði þeir og evrópsku stríðsmangararnir að skilja að það sem gerðist í Kúpíansk muni óhjákvæmilega gerast annars staðar á víglínunni,“ sagði Pútín. Það að bakhjarlar Úkraínu beri ábyrgð á þjáningum Úkranumanna og stríðinu yfir höfuð með því að hafa framlengt það með stuðningi við Úkraínumenn er algengur áróður frá Rússum. Sjá einnig: Sakar Evrópu um stríðsæsingu Rússneski forsetinn lýsti því svo yfir að hann væri að mestu sáttur við stöðuna á víglínunni. Forsvarsmenn rússneska hersins lýstu því yfir á dögunum að þeir hefðu náð fullum tökum á borginni Kúpíansk í Karkívhéraði. Úkraínumenn neita því og segja enn barist um borgina en Rússar hafa reynt að ná henni um nokkuð langt skeið. Rússar hafa sótt fram víða í austurhluta Úkraínu á undanförnum árum en framsókn þeirra hefur verið hæg og mjög kostnaðarsöm. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Evrópusambandið Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30 Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55 Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. 20. nóvember 2025 14:38 Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. 19. nóvember 2025 19:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Umrædd friðaráætlun var skrifuð af bandarískum og rússneskum erindrekum, án aðkomu ráðamanna í Úkraínu eða Evrópu, og hefur verið lýst sem „óskalista“ Pútíns. Greining blaðamanna Guardian bendir til þess að hlutar skjalsins hafi verið þýddir beint úr rússnesku. Sjá einnig: Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Hún er í 28 liðum og þykir halla verulega á Úkraínumenn. Í áætluninni eru þó nokkrir liðir sem Úkraínumenn hafa áður sagt að komi ekki til greina, eins og að gefa eftir landsvæði, og áætlunin þykir óljós hvað varðar öryggisráðstafanir í framtíðinni. Þá eru liðir í áætluninni sem ráðamenn í Evrópu munu eiga erfitt með að sætta sig við. Reuters illustrated how much Ukrainian territory would be handed to Russia under Trump's plan, requiring forces to withdraw from unoccupied Donetsk and Luhansk areas including Sloviansk-Kramatorsk, which would fall under Russian control. pic.twitter.com/AdC9hYw09e— WarTranslated (@wartranslated) November 21, 2025 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skrifi undir áætlunina fyrir næsta fimmtudag. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa gefið til kynna að ef Selenskí skrifi ekki undir gætu þeir stöðvað flæði vopna og upplýsinga frá Bandaríkjunum til Úkraínu. Trump sjálfur sagði við blaðamenn í gær að Selenskí yrði að sætta sig við áætlunina. Í ávarpi til úkraínsku þjóðarinnar sagði Selenskí í gær að Úkraínumenn stæðu frammi fyrir mjög erfiðum kostum. Sagði Evrópumenn ekki átta sig á stöðunni Á áðurnefndum fundi í gærkvöldi sagði Pútín að engin formleg skilaboð varðandi friðaráætlunina hefðu borist til Moskvu. Það taldi hann vera vegna þess að Úkraínumenn og ráðamenn í Evrópu væru mótfallnir tillögunum. „Svo virðist sem Úkraínumenn og bandamenn þeirra í Evrópu séu enn haldnir þeirri tálsýn að hægt sé að sigra Rússland á vígvellinum,“ sagði Pútín samkvæmt RIA fréttaveitunni. Þá bætti hann við að þeir áttuðu sig ekki á því hvað væri að gerast á vígvellinum. „Ef Kænugarður neitar að ræða friðaráætlun Trumps, verða bæði þeir og evrópsku stríðsmangararnir að skilja að það sem gerðist í Kúpíansk muni óhjákvæmilega gerast annars staðar á víglínunni,“ sagði Pútín. Það að bakhjarlar Úkraínu beri ábyrgð á þjáningum Úkranumanna og stríðinu yfir höfuð með því að hafa framlengt það með stuðningi við Úkraínumenn er algengur áróður frá Rússum. Sjá einnig: Sakar Evrópu um stríðsæsingu Rússneski forsetinn lýsti því svo yfir að hann væri að mestu sáttur við stöðuna á víglínunni. Forsvarsmenn rússneska hersins lýstu því yfir á dögunum að þeir hefðu náð fullum tökum á borginni Kúpíansk í Karkívhéraði. Úkraínumenn neita því og segja enn barist um borgina en Rússar hafa reynt að ná henni um nokkuð langt skeið. Rússar hafa sótt fram víða í austurhluta Úkraínu á undanförnum árum en framsókn þeirra hefur verið hæg og mjög kostnaðarsöm.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Evrópusambandið Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30 Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55 Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. 20. nóvember 2025 14:38 Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. 19. nóvember 2025 19:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30
Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55
Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. 20. nóvember 2025 14:38
Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. 19. nóvember 2025 19:48