Lögmennska

Fréttamynd

Ætlar að leggja til máls­höfðun á hendur ís­lenska ríkinu

Íslenska ríkið hefur hafnað miska- og skaðabótagreiðslu til handa ekkju Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Lögmaður ekkjunnar er Sigurður G. Guðjónsson mun að öllum líkindum leggja til við skjólstæðing sinn að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Ómar fær fyrir ferðina

Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta.

Neytendur
Fréttamynd

Róbert á lista yfir bestu lög­menn Bret­lands

Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur verið valinn á lista yfir bestu lögmenn Bretlands á sviði mannréttinda og þjóðréttar. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem það gerist með íslenskan lögfræðing.

Innlent
Fréttamynd

Tók 38 prósent bótanna og þarf að endur­greiða hundruð þúsunda

Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 400 þúsund krónur vegna óhæfilegrar þóknunar sem hann tók fyrir lögmannsþjónustu vegna uppgjörs slysabóta. Eftir fullnaðaruppgjör við Ómar hélt konan aðeins 62 prósentum af bótum sem vátryggingafélag greiddi henni.

Innlent
Fréttamynd

Hrefna og Unnur til Novum

Hrefna Þórsdóttir og Unnur Edda Sveinsdóttir hafa gengið til liðs við Novum lögfræðiþjónustu. Alls starfa nú sjö lögmenn undir merkjum Novum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ör­lætis­gerningur

Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 20/2023, 21/2023, 22/2023 og 23/2023, frá 27. mars 2024 (71. gr.), segir: Samkvæmt öllu framansögðu fólst í raun í samkomulaginu einhliða ákvörðun fyrrverandi ríkislögreglustjóra um nærri 50% hækkun á grunnlaunum stefnda sem hvorki var í samræmi við kjara- né stofnanasamning.

Skoðun
Fréttamynd

Heimta hundrað milljóna króna tryggingu

Gunnar Hauksson, sem á jörðina Sandeyri á Snæfjallaströnd, hefur lagt fram beiðni um lögbann við sjókvíaeldi Arctic Sea Farm á Sandeyri. Er þetta meðal annars á þeim forsendum að sjókvíaeldið sem heimilað er sé innan hans jarðarmarka.

Innlent
Fréttamynd

Lands­réttur komi fram við á­kæru­valdið eins og lítið barn

„Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. 

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýsa eftir „eig­anda“ fjár­muna

Skiptastjóri veit ekki hvað skal gera með fjármuni sem fundust í búi félags þar sem engin gögn eru til. Geri enginn tilkall til fjármunanna mun skiptastjórinn þurfa sjálfur að velja góðgerðarfélag sem fær peningana.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið greitt Juris hundruð milljóna vegna þjóð­lendu­mála

Á undanförnum tíu árum hefur fjármálaráðuneytið greitt lögmannastofunni Juris slf. 354 milljónir króna vegna þjóðlendismála auk greiðslna vegna lögfræðiaðstoðar. Meðal þekktra eigenda Juris eru Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvarkurs og einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins, Andri Árnason sem varði Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að af­henda reikninga lögmannsstofunnar sem hefur malað gull

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gert að afhenda Frigusi II, sem lengi hefur staðið í stappi við ríkið í Lindarhvolsmálinu svokallaða, reikninga frá lögmannsstofunni Íslögum án yfirstrikana. Frá ársbyrjun 2018 hefur ráðuneytið greitt stofunni áttatíu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Fíll í postulíns­búð? Svig­rúm ríkisins til at­hafna á sam­keppnis­markaði

Þegar ríkisfyrirtæki kaupir eignir eða rekstur þarf að sama skapi að sýna fram á að ákvörðun standist prófið um skynsamlega hegðun markaðsaðila. Ef leiða má að því líkur að eignarhald ríkisins feli í sér einhvers konar forskot, til dæmis að því er varðar fjármögnun kaupanna eða arðsemiskröfu, fellur ríkið á prófinu og þá er um ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins að ræða, að sögn lögmanns og sérfræðings í Evrópurétti.

Umræðan
Fréttamynd

Segir Ómar hafa hótað pari mál­sókn vegna við­tals

Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna.

Innlent
Fréttamynd

Segir les­skilningi fara hrakandi og baunar á for­manninn

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og eigandi Flugbóta.is, gefur lítið fyrir gagnrýni á störf hans þegar mál var höfðað fyrir hönd ungra hjóna, að því er virðist að þeim forspurðum. Máli sínu til stuðnings birtir hann tölvupóstsamskipti við umbjóðendur sína opinberlega á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Heyrðu fyrst frá blaða­manni um dóms­málið og að þau hefðu tapað því

Par sem sótti bætur í gegnum flugbaetur.is vissi hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Formaður lögmannafélagsins segir að slíkt eigi ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur segir að skjólstæðingar beri ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg.

Neytendur
Fréttamynd

Lög­maðurinn John Van De North bætist í hóp eig­enda BBA//Fjeldco

Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem starfrækir meðal annars skrifstofu í Mayfair í London, hefur stækkað teymi sitt þar í borg með því að fá til liðs við sig bandaríska lögmanninn John Van De North. Hann er með áratuga reynslu af ráðgjöf við stór fjármögnunarverkefni og var áður einn eiganda alþjóðlegu lögmannsstofunnar Goodwin í London.

Innherji