Áminning Höskuldar stendur Árni Sæberg skrifar 2. júní 2025 13:12 Höskuldur Þórhallsson í ræðustól Alþingis. Vísir/Daníel Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson fór fýluferð í dómsal þegar hann reyndi að fá áminningu frá Úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt. Hann var áminntur fyrir að halda eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og að villa um fyrir úrskurðarnefndinni. Dómur var kveðinn upp í máli Höskuldar Þórs á hendur Magnúsi Traustasyni, einum erfingjanna, sem Höskuldur Þór stefndi til ógildingar áminningarinnar. Þáði sex milljónir fyrir skiptin Vísir fjallaði á sínum tíma ítarlega um áminningu Höskuldar en hann var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Helsta eignin í búinu var íbúð gömlu konunnar í Reykjavík. Þrátt fyrir að eignir væru ekki margar tók vinnan við skiptin um eitt og hálft ár. Tillaga að skiptum var samþykkt í janúar 2022. Höskuldur greiddi hins vegar ekki erfðafjárskatt til sýslumanns fyrr en rúmu ári síðar eftir að erfingjarnir kvörtuðu undan störfum hans til úrskurðarnefndar lögmanna. Kom þá í ljós að sein skil á erfðafjárskattinum hefði verið dropinn sem fyllti mælinn hjá einum erfingjanna. Fram kemur í úrskurðinum að öll systkinin nema eitt væru ósátt við störf skiptastjórans. Gerði eitt þeirra, áðurnefndur Magnús, athugasemd við skráðan tímafjölda Höskuldar við störf, sem leiddi til sex milljóna króna þóknunar. Fékk að halda þóknuninni Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun vegna þóknunar hefði borist nokkrum vikum of seint. Skiptin hefðu verði samþykkt rúmlega ári áður en kvörtun barst. Höskuldur hélt því þóknun sinni. Hins vegar áminnti nefndin Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum . Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Þá hnaut nefndin um það að Höskuldur hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun sonar hinnar látnu var send nefndinni. Nefndin upplýsir að Höskuldur hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að hann hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin Höskuld þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Stefndi erfingjanum til ógildingar Höskuldur ákvað að stefna Magnúsi fyrir héraðsdóm til þess að freista þess að fá áminningunni hnekkt, í samræmi við lög. Hann sagði í samtali við Vísi í mars að honum þætti leitt að það væri eina leiðin sem væri honum fær í málinu. Magnús sagði í samtali við vísi vegna stefnunnar að hann væri rasandi hissa á því að þurfa að halda uppi vörnum í málinu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að Höskuldur hafi í fyrsta lagi haldið því fram að úrskurðarnefndin hafði farið út fyrir valdssvið sitt, enda bæri að bera ágreining um skipti dánarbúa undir dómstóla. Dómurinn féllst ekki á þá málsástæðu Höskuldar, né heldur aðrar málsástæður hans fyrir frávísun málsins frá nefndinni. Hefðu átt að veita andmælarétt Þá segir að Höskuldur hafi byggt á því að úrskurðarnefndin hefði brotið gegn ýmsum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Þar á meðal með því að hafa ekki veitt honum andmælarétt vegna saka sem á hann hafi verið bornar niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar hvaðþaðvarðar að hann hafi veitt rangar upplýsingar og reynt að blekkja nefndina í svörum sínum við meðferð málsins. Dómurinn félls á það með Höskuldi að brotið hefði verið á rétti hans til andmæla hvað það varðar en ekki að nefndin hafi brotið aðrar málsmeðferðarreglur. Loks hafi Höskuldur byggt á því að nefndin hefði komist að efnislega rangri niðurstöðu. Hann hafi talið sig ekki hafa brotið gegn lögum eða siðareglum lögmanna, enda hafi mistök hvað varðaði skil á erfðafjárskatt stafað frá embætti sýslumanns, sem ekki hafi sinnt lagalegri skyldu sinni með því að senda honum ekki tilkynningu um álagningu erfðafjárskatts Sýknaður af öllum kröfum Í dóminum segir að það hafi verið mat dómsins að Höskuldur gæti hvað þetta varðar ekki skýlt sér á bak við meint mistök sýslumanns enda hafi skylda til greiðslu erfðafjárskattsins hvílt á honum. Í lögum um skipti á dánarbúum sé hvergi getið um skyldu sýslumanns til að tilkynna skiptastjóra beint um endanlega álagningu erfðafjárskatts. Því verði ekki fallist á það með Höskuldi að sú háttsemi hans að standa ekki skil á framangreindum skatti fyrr en tæpu ári eftir að skiptum á búinu lauk, feli ekki í sér brot á ákvæði laganna. Því væri ekki fallist á þá málsástæðu Höskuldar að úrskurðurinn sé efnislega rangur. Því var Magnús sýknaður af öllum kröfum Höskuldar og áminningin stendur. Þá var Höskuldur dæmdur til að greiða Magnúsi eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Lögmennska Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í máli Höskuldar Þórs á hendur Magnúsi Traustasyni, einum erfingjanna, sem Höskuldur Þór stefndi til ógildingar áminningarinnar. Þáði sex milljónir fyrir skiptin Vísir fjallaði á sínum tíma ítarlega um áminningu Höskuldar en hann var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Helsta eignin í búinu var íbúð gömlu konunnar í Reykjavík. Þrátt fyrir að eignir væru ekki margar tók vinnan við skiptin um eitt og hálft ár. Tillaga að skiptum var samþykkt í janúar 2022. Höskuldur greiddi hins vegar ekki erfðafjárskatt til sýslumanns fyrr en rúmu ári síðar eftir að erfingjarnir kvörtuðu undan störfum hans til úrskurðarnefndar lögmanna. Kom þá í ljós að sein skil á erfðafjárskattinum hefði verið dropinn sem fyllti mælinn hjá einum erfingjanna. Fram kemur í úrskurðinum að öll systkinin nema eitt væru ósátt við störf skiptastjórans. Gerði eitt þeirra, áðurnefndur Magnús, athugasemd við skráðan tímafjölda Höskuldar við störf, sem leiddi til sex milljóna króna þóknunar. Fékk að halda þóknuninni Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun vegna þóknunar hefði borist nokkrum vikum of seint. Skiptin hefðu verði samþykkt rúmlega ári áður en kvörtun barst. Höskuldur hélt því þóknun sinni. Hins vegar áminnti nefndin Höskuld fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum . Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Þá hnaut nefndin um það að Höskuldur hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun sonar hinnar látnu var send nefndinni. Nefndin upplýsir að Höskuldur hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að hann hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin Höskuld þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Stefndi erfingjanum til ógildingar Höskuldur ákvað að stefna Magnúsi fyrir héraðsdóm til þess að freista þess að fá áminningunni hnekkt, í samræmi við lög. Hann sagði í samtali við Vísi í mars að honum þætti leitt að það væri eina leiðin sem væri honum fær í málinu. Magnús sagði í samtali við vísi vegna stefnunnar að hann væri rasandi hissa á því að þurfa að halda uppi vörnum í málinu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að Höskuldur hafi í fyrsta lagi haldið því fram að úrskurðarnefndin hafði farið út fyrir valdssvið sitt, enda bæri að bera ágreining um skipti dánarbúa undir dómstóla. Dómurinn féllst ekki á þá málsástæðu Höskuldar, né heldur aðrar málsástæður hans fyrir frávísun málsins frá nefndinni. Hefðu átt að veita andmælarétt Þá segir að Höskuldur hafi byggt á því að úrskurðarnefndin hefði brotið gegn ýmsum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Þar á meðal með því að hafa ekki veitt honum andmælarétt vegna saka sem á hann hafi verið bornar niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar hvaðþaðvarðar að hann hafi veitt rangar upplýsingar og reynt að blekkja nefndina í svörum sínum við meðferð málsins. Dómurinn félls á það með Höskuldi að brotið hefði verið á rétti hans til andmæla hvað það varðar en ekki að nefndin hafi brotið aðrar málsmeðferðarreglur. Loks hafi Höskuldur byggt á því að nefndin hefði komist að efnislega rangri niðurstöðu. Hann hafi talið sig ekki hafa brotið gegn lögum eða siðareglum lögmanna, enda hafi mistök hvað varðaði skil á erfðafjárskatt stafað frá embætti sýslumanns, sem ekki hafi sinnt lagalegri skyldu sinni með því að senda honum ekki tilkynningu um álagningu erfðafjárskatts Sýknaður af öllum kröfum Í dóminum segir að það hafi verið mat dómsins að Höskuldur gæti hvað þetta varðar ekki skýlt sér á bak við meint mistök sýslumanns enda hafi skylda til greiðslu erfðafjárskattsins hvílt á honum. Í lögum um skipti á dánarbúum sé hvergi getið um skyldu sýslumanns til að tilkynna skiptastjóra beint um endanlega álagningu erfðafjárskatts. Því verði ekki fallist á það með Höskuldi að sú háttsemi hans að standa ekki skil á framangreindum skatti fyrr en tæpu ári eftir að skiptum á búinu lauk, feli ekki í sér brot á ákvæði laganna. Því væri ekki fallist á þá málsástæðu Höskuldar að úrskurðurinn sé efnislega rangur. Því var Magnús sýknaður af öllum kröfum Höskuldar og áminningin stendur. Þá var Höskuldur dæmdur til að greiða Magnúsi eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Lögmennska Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira