Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar 14. mars 2025 13:03 Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta? Í byrjun vikunnar fannst maður í Gufuneskirkjugarði sem lést skömmu síðar vegna áverka sem honum voru að sögn veittir eftir fjárkúgun og ofbeldi. Af fréttum að dæma tilheyra sakborningar málsins svokölluðum tálbeituhópi, sem stendur saman af ungu fólki sem hafa á undanförnum vikum tekið sér lögin í eigin hendur og útdeilt refsingum í nafni þess sem stundum er kallað hefndarréttlæti (e. vigilante justice). Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar - eins og birtist í þessu máli. Í lok vikunnar lýsti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, því svo yfir eftir að hafa tapað bótamáli gegn íslenska ríkinu að hún væri „löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“ Auðvitað eru þetta tveir aðskildir atburðir en allt verður til úr einhverju. Það skiptir máli hvernig fólk sem á að vita betur talar um réttarkerfið okkar. Þar eru tapsárir ráðherrar síst undanskildir. Dómsmál eru í flestum tilfellum flutt fyrir opnum tjöldum og röksemdir dómstóla birtar opinberlega. Þetta er grundvallarregla í lýðræðisríki sem þjónar þeim tilgang að tryggja gagnsæjan og réttlátan framgang réttvísinnar. Telji ráðherrann sig hafa eitthvað um dómsniðurstöðuna að segja ber honum að gæta þess að tjáningin samræmist stöðu hans í samfélaginu eða einfaldlega leita endurskoðunar með áfrýjun. Palladómar um réttarkerfið í heild sinni frá ráðamönnum þjóðarinnar - sem einhver kann að treysta - grafa undan trausti og geta ýtt undir glundroða. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Dómstólar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta? Í byrjun vikunnar fannst maður í Gufuneskirkjugarði sem lést skömmu síðar vegna áverka sem honum voru að sögn veittir eftir fjárkúgun og ofbeldi. Af fréttum að dæma tilheyra sakborningar málsins svokölluðum tálbeituhópi, sem stendur saman af ungu fólki sem hafa á undanförnum vikum tekið sér lögin í eigin hendur og útdeilt refsingum í nafni þess sem stundum er kallað hefndarréttlæti (e. vigilante justice). Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar - eins og birtist í þessu máli. Í lok vikunnar lýsti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, því svo yfir eftir að hafa tapað bótamáli gegn íslenska ríkinu að hún væri „löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“ Auðvitað eru þetta tveir aðskildir atburðir en allt verður til úr einhverju. Það skiptir máli hvernig fólk sem á að vita betur talar um réttarkerfið okkar. Þar eru tapsárir ráðherrar síst undanskildir. Dómsmál eru í flestum tilfellum flutt fyrir opnum tjöldum og röksemdir dómstóla birtar opinberlega. Þetta er grundvallarregla í lýðræðisríki sem þjónar þeim tilgang að tryggja gagnsæjan og réttlátan framgang réttvísinnar. Telji ráðherrann sig hafa eitthvað um dómsniðurstöðuna að segja ber honum að gæta þess að tjáningin samræmist stöðu hans í samfélaginu eða einfaldlega leita endurskoðunar með áfrýjun. Palladómar um réttarkerfið í heild sinni frá ráðamönnum þjóðarinnar - sem einhver kann að treysta - grafa undan trausti og geta ýtt undir glundroða. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar