Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 14:50 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skúli Þór Gunnsteinsson lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður sömuleiðis. Kristín Edwald heldur áfram störfum fyrir nefndina. Margrét og Flosi, sem koma inn í nefndina, hafa verið varamenn í nefndinni undanfarin fjögur ár. Ábendingar frá almennum borgurum Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin tekur við kærum á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans og tekur til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Flosi Hrafn er tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands en Kristín af Lögmannafélaginu. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands. Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skúli Þór Gunnsteinsson lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður sömuleiðis. Kristín Edwald heldur áfram störfum fyrir nefndina. Margrét og Flosi, sem koma inn í nefndina, hafa verið varamenn í nefndinni undanfarin fjögur ár. Ábendingar frá almennum borgurum Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin tekur við kærum á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans og tekur til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Flosi Hrafn er tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands en Kristín af Lögmannafélaginu. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.
Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira