Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bene­dikt nýr skóla­meistari VMA

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Benedikt Barðason í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Verður nýr skóla­meistari á Húsa­vík

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Halldór Jón Gíslason í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Sig­ríður tekur við for­mennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017.

Innlent
Fréttamynd

Stólaleikur í Svörtu­loftum

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Seðlabanka Íslands. Breytingar eru þó þess eðlis að enginn hættir og enginn nýr kemur til starfa, heldur skipta þrír stjórnendur aðeins um stóla.

Viðskipti innlent