Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Edda Rós til Hag­stofunnar

Edda Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri hagtalna hjá Hagstofu Íslands en hún hefur undanfarin tólf ár starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington að umbótaverkefnum á sviði fjármálastöðugleika.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Auður segir skilið við Gímaldið

Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur ákveðið að ljúka störfum hjá Gímaldinu, nýstofnuðum menningarfjölmiðli en hún er annar stofnenda miðilsins. Auður hyggst einbeita sér að skrifum en hún er meðal rithöfunda sem fá listamannalaun í hálft ár á næsta ári.

Menning
Fréttamynd

Lauf­ey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

DiBiasio og Beaudry til Genis

Genis hf. hefur ráðið Stephen DiBiasio til starfa og mun hann stýra alþjóðlegum rekstrar- og markaðsmálum félagsins. Þá hefur Michael Beaudry verið ráðinn til að leiða markaðssókn fæðubótarefnisins Benecta í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þor­björg hættir aftur hjá Sam­tökunum´78

Þorbjörg Þorvaldsdóttir hættir sem samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ´78 um áramótin. Þorbjörg tilkynnir um vistaskiptin í Facebook-færslu í dag. Hún segir óvíst hvað taki við en hún sé afar þakklát að hafa fengið að sinna þessu hlutverki. Þorbjörg segir óvíst hvað taki við umfram áframhaldandi bæjarpólitík en hún hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá því 2021.

Innlent
Fréttamynd

Hall­dór frá ASÍ til ríkis­stjórnarinnar

Halldór Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann leysir af Önnu Rut Kristjánsdóttur sem er í tímabundnu leyfi. Hann hefur undanfarin þrettán ár starfað sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Skipaður for­stöðumaður Staf­rænnar heilsu

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026.

Innlent
Fréttamynd

Páll á­fram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið

Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar.

Innlent