Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur sagt af sér sem sveitarstjóri Reykhólahrepps og lætur af störfum í júní. Ólafur Þór Ólafsson hefur verið ráðinn í hennar stað. Innlent 28.5.2025 20:05
Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Halla Björgvinsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Emblu Medical hf., móðurfélags Össurar. Viðskipti innlent 27.5.2025 08:13
Einar Pálmi verður yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka Einar Pálmi Sigmundsson, sem hefur starfað á fjármálamarkaði í meira en þrjá áratugi, hefur verið ráðinn yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Hann tekur þar við starfinu af Hreiðari Má Hermannssyni sem hætti hjá bankanum fyrr á árinu og tók við forstjórastöðu Eikar. Innherji 26.5.2025 17:10
Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021. Viðskipti innlent 22. maí 2025 14:55
Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Brynja Þrastardóttir hefur verið ráðin í starf yfirmanns markaðseftirlits Nasdaq Iceland en hún tekur við starfinu af Baldvini Inga Sigurðssyni sem hefur horfið til annarra starfa. Viðskipti innlent 22. maí 2025 10:36
Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Terra hefur ráðið Gísla Þór Arnarson sem framkvæmdastjóra þjónustusviðs fyrirtækisins og Jón Garðar Hreiðarsson sem framkvæmdastjóra stefnumótunar og þróunar. Báðir hafa þeir hafið störf hjá Terra. Viðskipti innlent 22. maí 2025 10:18
Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. Viðskipti innlent 22. maí 2025 10:07
Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Haraldur Hilmar Heimisson og Gunnar Örn Erlingsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna við verðbréfamiðlun hjá Arion banka. Viðskipti innlent 22. maí 2025 10:03
Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust ellefu umsóknir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Framhaldsskólans á Húsavík sem auglýstar voru lausar til umsóknar á dögunum. Innlent 21. maí 2025 14:45
Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu, tímabundið til sex mánaða. Innlent 21. maí 2025 14:42
Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Ólafur Thors hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bónus. Viðskipti innlent 21. maí 2025 13:59
Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Guðbjartur Flosason framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf var látinn fara í lok mars en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá blautu barnsbeini. Viðskipti innlent 20. maí 2025 14:19
Biggi ekki lengur lögga Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar. Lífið 19. maí 2025 14:28
Friðrik ráðinn í nýtt starf stefnumótunar hjá fasteignafélaginu Eik Friðrik Ársælsson, sem hefur stýrt lögfræðiráðgjöf Arion undanfarin ár, er að láta þar af störfum og mun taka við nýju starfi stefnumótunar á skrifstofu forstjóra hjá Eik fasteignafélagi. Innherji 15. maí 2025 17:34
Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. Viðskipti innlent 15. maí 2025 13:32
Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans. Innlent 15. maí 2025 12:59
Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Árni Stefánsson hefur látið af störfum sem forstjóri Húsasmiðjunnar. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá félaginu, tekur tímabundið við stöðunni. Viðskipti innlent 15. maí 2025 10:01
Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi. Viðskipti innlent 15. maí 2025 08:34
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Innlent 14. maí 2025 16:37
Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Prófessor í stjórnmálafræði við HA segir skiljanlegt að lögreglustjórinn á Suðurnesjum líti svo á að hann hafi verið rekinn í ljósi viðtekinnar venju. Lögreglustjórinn lét sjálfur af embætti á miðnætti eftir að dómsmálaráðherra sagði honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embættið. Innlent 14. maí 2025 13:32
„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. Innlent 13. maí 2025 20:35
Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ Innlent 13. maí 2025 14:11
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. Innlent 13. maí 2025 13:20
Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Arnar S. Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK sem er nýtt svið innan tæknifyrirtækisins. Viðskipti innlent 13. maí 2025 10:05