Ísland, þvert á flokka kærir þrjú fyrir hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2025 12:28 Sigfús segir rétt að „Góða fólkið“ fái að kenna á eigin meðölum; Ísland, þvert á flokka hefur nú kært Ásu Berglindi, Grím Atlason og Sigrúnu Þulu fyrir hatursorðræðu. vísir Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, samtök sem hafa nú í tvígang komið saman og mótmælt stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum, segir að tekin hafi verði ákvörðun um að kæra þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði eða hatursorðræðu. „Einn þeirra er þingmaður. Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingu. Hún sagði þennan hóp sem var á Austurvelli 31. maí, en hún er þingkona Samfylkingarinnar þessi unga kona, og vildi nýta tjáningarfrelsið ætti að íhuga að finna sinn eigin fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki sem hann geti boðið,“ segir Sigfús í samtali við Vísi. Sigfús segir að í framhaldinu hafi Ása Berglind sagt að enginn megi óvirða þjóðfánann hvorki í orði eða verki. „Að okkur sé ekki heimilt að nota þjóðfánann og ala á kynþáttamisrétti? Íslenski fáninn væri áberandi þar sem rasistar komu fram. Þetta teljum við hatursorðræðu. Þetta er heill þingmaður.“ Alvarlegt að framkvæmdastjóri Geðhjálpar saki aðra um fasisma Svo er það Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar sem fær kæru frá Íslandi, þvert á flokka. „Já, hann fór ófögrum orðum um ungan dreng, Brynjar Barkarson, ClubDub-drenginn sjálfan. Þá orðræðu má finna hér og þar, hann sagði svo margt. Hann vísaði meðal annars til myndar af tölunni 18, fjöldi hefðu mætt á túnblett og klappað fyrir þessu fjandsamlega samsærissulli. Þá segir hann líka að hann virðist nokkuð vel skólaður í nýnasisma. Eins og þú kannski veist vinnur Grímur Atlason hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Grímur skrifaði pistil á Facebook sem sjá má hér að ofan sem fékk gríðarlegar undirtektir og mikla dreifingu. Telja óásættanlegt að setja fánann í rasískt samhengi Og svo er ein kæra til. Sigfús segir að þau viti í raun ekki mikið um þá konu en hún fari um samfélagsmiðla og troði illsakir við mann og annan. „Hún er Sigrún Þula Jónsdóttir, ég veit ekki hvort hún er ung eða gömul en hún hafði að mínu mati ekki mjög fögur orð á síðu sinni á Facebook. Hún fær þetta á sig núna. Hún sagði að Sigfús væri svona eðalrasisti, gamall karl með erlenda konu, sem borgaði fyrir að giftast sér! En hann hati flóttafólk. Sko, það er óþarfi að draga konuna mína inn í þetta og óþarfi að uppnefna fólk. En þetta fór víða.“ Að sögn Sigfúsar er lögmaður samtakanna Logi Kjartansson. Sigfús segist auðvitað vita hvernig þessi mál fari oft fyrir dómsstólum, og er þá að vísa til þess að dómsstólar hygli oft fólki sem kemur úr ákveðinni átt. En það sé kominn tími til að þau fái að kynnast eigin meðölum. „Maður hefur lesið Sigrúnu Þulu en hún fer um víðan völl, síðast í gær var hún með munnsöfnuð um erlenda konu. Hún hefði gott af því að svara fyrir þetta. Það tók okkur smá stund að ákveða þetta, en hvernig þetta fer og hvert þetta leiðir er næsta vers.“ En er Ísland þvert á flokka ekki að beita sömu meðölum og það þykist vera að gagnrýna, sem sagt þöggun með fulltingi hins opinbera - dómsstóla? „Ekki margir sem hafa sett sig á móti orðræðu sem Góða fólkið hefur um hina. Það var tekin ákvörðun um að þau fengju að skoða eigin meðöl.“ Við virðum fánann Að sögn Sigfúsar er búið að leggja málin inn sem sakamálakröfur, þetta hafi farið inn á föstudag og þar fari þetta í hefðbundið ferli. „Við sjáum hvert það leiðir. Það er öllum heimilt að nota fánann,“ segir Sigfús. Ekki sé rétt að hann sé merki þessa hóps. Við virðum fánann og teljum að það eigi að flagga honum sem mest, hann er okkar allra. Hann hefur lotið í lægra haldi fyrir fáeinum öðrum aðilum en við viljum halda honum á loft. Og vonum að honum verði flaggað sem víðast á morgun.“ Spurður um mætingu á þessa tvo fundi sem hafa verið haldnir segir Sigfús að menn séu ekki á eitt sáttir, menn töldu þetta svipað eða ívið fleiri. „Hópurinn dreifðist gríðarlega. Það voru einhverjar myndir teknar og mönnum ber ekki saman. En við teljum að það hafi verið ekki færri, ívið fleiri ef eitthvað. Við viljum að á okkur verði hlustað og tekið mark á því sem við erum að tala fyrir. En menn hafa verið feimnir að láta þá skoðun sína í ljós.“ Lögreglu að ákveða hver viðurlögin eru Til stendur að halda áfram með mótmælafundi, á hálfsmánaðarfresti. „Við erum í sumarfrístíma, útskriftartíma. Við viljum gefa fólki færi á að leyfa fólki að koma og verða sjáanleg aftur í lok mánaðarins.“ Kröfurnar sem settar eru fram á hendur þremenningunum liggja ekki fyrr. Sigfús segir þau ekki vera á höttunum eftir peningum frá þeim. „Bara að þau beri einhverja ábyrgð á því sem þau segja. Krafan er eiginlega að þau sæti refsingu sem er samkvæmt lagaákvæðum. Að lögreglan taki ummælin til rannsóknar og löggjafarvaldið taki í kjölfarið ákvörðun um hvað megi heita tilhlýðileg krafa um refsingu fyrir dómi.“ Innflytjendamál Tjáningarfrelsi Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Sigfús Aðalsteinsson: Trömpistinn sem vill bjarga Íslandi Sigfús Aðalsteinsson varð ungur forstöðumaður á leikskóla en hætti eftir að hafa dregið sér fé og keypti skemmtistað í miðbænum. Hann er í dag fasteignasali en leiðir einnig fjöldahreyfingu þjóðernissinna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til Íslands. 14. júní 2025 09:02 „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Tónlistartvíeykið ClubDub er komið á endastöð, eftir sjö ára farsælt samstarf. Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson náðu miklum vinsældum, bæði fyrir og eftir stofnun ClubDub. Brynjar segist enn vera vinur Arons, sem hafi talið að þeir ættu ekki að tjá sig um viðkvæm samfélagsmál. Brynjar hefur að undanförnu látið til sín taka í umræðu um útlendingamál. 4. júní 2025 12:39 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
„Einn þeirra er þingmaður. Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingu. Hún sagði þennan hóp sem var á Austurvelli 31. maí, en hún er þingkona Samfylkingarinnar þessi unga kona, og vildi nýta tjáningarfrelsið ætti að íhuga að finna sinn eigin fána því íslenski fáninn er sannarlega ekki merki sem hann geti boðið,“ segir Sigfús í samtali við Vísi. Sigfús segir að í framhaldinu hafi Ása Berglind sagt að enginn megi óvirða þjóðfánann hvorki í orði eða verki. „Að okkur sé ekki heimilt að nota þjóðfánann og ala á kynþáttamisrétti? Íslenski fáninn væri áberandi þar sem rasistar komu fram. Þetta teljum við hatursorðræðu. Þetta er heill þingmaður.“ Alvarlegt að framkvæmdastjóri Geðhjálpar saki aðra um fasisma Svo er það Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar sem fær kæru frá Íslandi, þvert á flokka. „Já, hann fór ófögrum orðum um ungan dreng, Brynjar Barkarson, ClubDub-drenginn sjálfan. Þá orðræðu má finna hér og þar, hann sagði svo margt. Hann vísaði meðal annars til myndar af tölunni 18, fjöldi hefðu mætt á túnblett og klappað fyrir þessu fjandsamlega samsærissulli. Þá segir hann líka að hann virðist nokkuð vel skólaður í nýnasisma. Eins og þú kannski veist vinnur Grímur Atlason hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Grímur skrifaði pistil á Facebook sem sjá má hér að ofan sem fékk gríðarlegar undirtektir og mikla dreifingu. Telja óásættanlegt að setja fánann í rasískt samhengi Og svo er ein kæra til. Sigfús segir að þau viti í raun ekki mikið um þá konu en hún fari um samfélagsmiðla og troði illsakir við mann og annan. „Hún er Sigrún Þula Jónsdóttir, ég veit ekki hvort hún er ung eða gömul en hún hafði að mínu mati ekki mjög fögur orð á síðu sinni á Facebook. Hún fær þetta á sig núna. Hún sagði að Sigfús væri svona eðalrasisti, gamall karl með erlenda konu, sem borgaði fyrir að giftast sér! En hann hati flóttafólk. Sko, það er óþarfi að draga konuna mína inn í þetta og óþarfi að uppnefna fólk. En þetta fór víða.“ Að sögn Sigfúsar er lögmaður samtakanna Logi Kjartansson. Sigfús segist auðvitað vita hvernig þessi mál fari oft fyrir dómsstólum, og er þá að vísa til þess að dómsstólar hygli oft fólki sem kemur úr ákveðinni átt. En það sé kominn tími til að þau fái að kynnast eigin meðölum. „Maður hefur lesið Sigrúnu Þulu en hún fer um víðan völl, síðast í gær var hún með munnsöfnuð um erlenda konu. Hún hefði gott af því að svara fyrir þetta. Það tók okkur smá stund að ákveða þetta, en hvernig þetta fer og hvert þetta leiðir er næsta vers.“ En er Ísland þvert á flokka ekki að beita sömu meðölum og það þykist vera að gagnrýna, sem sagt þöggun með fulltingi hins opinbera - dómsstóla? „Ekki margir sem hafa sett sig á móti orðræðu sem Góða fólkið hefur um hina. Það var tekin ákvörðun um að þau fengju að skoða eigin meðöl.“ Við virðum fánann Að sögn Sigfúsar er búið að leggja málin inn sem sakamálakröfur, þetta hafi farið inn á föstudag og þar fari þetta í hefðbundið ferli. „Við sjáum hvert það leiðir. Það er öllum heimilt að nota fánann,“ segir Sigfús. Ekki sé rétt að hann sé merki þessa hóps. Við virðum fánann og teljum að það eigi að flagga honum sem mest, hann er okkar allra. Hann hefur lotið í lægra haldi fyrir fáeinum öðrum aðilum en við viljum halda honum á loft. Og vonum að honum verði flaggað sem víðast á morgun.“ Spurður um mætingu á þessa tvo fundi sem hafa verið haldnir segir Sigfús að menn séu ekki á eitt sáttir, menn töldu þetta svipað eða ívið fleiri. „Hópurinn dreifðist gríðarlega. Það voru einhverjar myndir teknar og mönnum ber ekki saman. En við teljum að það hafi verið ekki færri, ívið fleiri ef eitthvað. Við viljum að á okkur verði hlustað og tekið mark á því sem við erum að tala fyrir. En menn hafa verið feimnir að láta þá skoðun sína í ljós.“ Lögreglu að ákveða hver viðurlögin eru Til stendur að halda áfram með mótmælafundi, á hálfsmánaðarfresti. „Við erum í sumarfrístíma, útskriftartíma. Við viljum gefa fólki færi á að leyfa fólki að koma og verða sjáanleg aftur í lok mánaðarins.“ Kröfurnar sem settar eru fram á hendur þremenningunum liggja ekki fyrr. Sigfús segir þau ekki vera á höttunum eftir peningum frá þeim. „Bara að þau beri einhverja ábyrgð á því sem þau segja. Krafan er eiginlega að þau sæti refsingu sem er samkvæmt lagaákvæðum. Að lögreglan taki ummælin til rannsóknar og löggjafarvaldið taki í kjölfarið ákvörðun um hvað megi heita tilhlýðileg krafa um refsingu fyrir dómi.“
Innflytjendamál Tjáningarfrelsi Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Sigfús Aðalsteinsson: Trömpistinn sem vill bjarga Íslandi Sigfús Aðalsteinsson varð ungur forstöðumaður á leikskóla en hætti eftir að hafa dregið sér fé og keypti skemmtistað í miðbænum. Hann er í dag fasteignasali en leiðir einnig fjöldahreyfingu þjóðernissinna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til Íslands. 14. júní 2025 09:02 „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Tónlistartvíeykið ClubDub er komið á endastöð, eftir sjö ára farsælt samstarf. Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson náðu miklum vinsældum, bæði fyrir og eftir stofnun ClubDub. Brynjar segist enn vera vinur Arons, sem hafi talið að þeir ættu ekki að tjá sig um viðkvæm samfélagsmál. Brynjar hefur að undanförnu látið til sín taka í umræðu um útlendingamál. 4. júní 2025 12:39 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Sigfús Aðalsteinsson: Trömpistinn sem vill bjarga Íslandi Sigfús Aðalsteinsson varð ungur forstöðumaður á leikskóla en hætti eftir að hafa dregið sér fé og keypti skemmtistað í miðbænum. Hann er í dag fasteignasali en leiðir einnig fjöldahreyfingu þjóðernissinna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til Íslands. 14. júní 2025 09:02
„Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Tónlistartvíeykið ClubDub er komið á endastöð, eftir sjö ára farsælt samstarf. Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson náðu miklum vinsældum, bæði fyrir og eftir stofnun ClubDub. Brynjar segist enn vera vinur Arons, sem hafi talið að þeir ættu ekki að tjá sig um viðkvæm samfélagsmál. Brynjar hefur að undanförnu látið til sín taka í umræðu um útlendingamál. 4. júní 2025 12:39