Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 12:19 Frá vinstri: Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Eva M. Kristjánsdóttir og Kristinn Jónasson. KPMG Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira