Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 11:40 Ásthildur Lóa á nú í vök að verjast en Róbert Spanó hefur bæst í hóp fjölmargra löglærðra sem vilja gagnrýna ummæli ráðherrans þess efnis að einskis réttlætis sé að vænta frá íslenskum dómsstólum. vísir/vilhelm Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, bætist í hóp fjölmargra sem gagnrýna ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra um dómskerfið harðlega. Þá hefur verið bent á frábær kjör sem ráðherra bauðst hjá bankanum í tengslum við húsnæðismál hennar. Róbert segir að ráðherra verði að gæta að þrískiptingu ríkisvaldsins og að ummæli hennar hæfi alls ekki stöðu hennar. Óverjandi ummæli Ásthildur Lóa sagðist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Eins og Vísir hefur greint frá keyptu þau hjónin húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Róbert Spanó telur þessi ummæli óverjandi: „Enn og aftur þarf að brýna fyrir ráðherrum hér á landi að gæta að því að varðveita þrískiptingu ríkisvaldsins og grafa ekki undan sjálfstæðu dómsvaldi og trúverðugleika þess. Ráðherranum er að sjálfsögðu heimilt að gagnrýna niðurstöður dómstólar með málefnalegum hætti, en ummæli af þessu tagi, þar sem dregið er með almennum hætti í efa að réttlæti fáist fram í íslensku dómskerfi, eru ekki samrýmanleg stöðu ráðherra sem handhafa framkvæmdarvalds,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Róbert bætist þar í hóp fjölmargra, lærðra og leikra, sem hafa gagnrýnt ráðherra vegna ummælanna. Þar má nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins og lögmennina Sigurð Kára Kristjánsson og Sigurð G. Guðjónsson. Fengu frábær kjör hjá bankanum Þá hefur Árni Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, einnig gagnrýnt þátt Ásthildar Lóu og þá í því hvað varðar þau kjör sem henni buðust hjá Arion banka. Vísir ræddi við Árna en hann vísaði í færslu sem hann birtir á X. Þar segir hann fróðlegt að sjá, svart á hvítu, eftir allt saman hvað „ofbeldið“ og öll gífuryrði … „drullið á embættismenn, dómara og kjörna fulltrúa snýst um í raun og veru.“ Árna Helgasyni blöskrar þau kjör sem Ásthildi Lóu buðust hjá bankanum.vísir/vilhelm Árni segir að í stuttu máli sé þetta svona: „Fasteign er keypt árið 2007 á 55 milljónir króna með 30 milljón króna láni. Ekki er greitt af láninu frá 2009 til 2017, eða í 8-9 ár en samt er búið í húsinu allan tímann. Eftir að húsið fer á nauðungarsölu og verður eign bankans, fær ráðherrann og maður hennar samt að kaupa eignina til baka í árslok 2019 á **55 milljónir króna**. Markaðsverð á þessum tíma hefur verið a.m.k. 85-90 milljónir króna og virði svona eigna í dag er að lágmarki 130-140 milljónir.“ Ásthildur Lóa sagði í Facebook-færslu 2016 að í janúar 2009 hafi þau hjónin gert tímabundinn samning við bankann. „Til 10 mánaða upp á fasta greiðslu á mánuði, kr. 170.000. Þegar sá samningur rann út i nóvember sama ár vorum við rukkuð um tæpar 365.000 fyrir mánuðinn. Við ákváðum að borga ekki, enda ekki möguleiki að standa við slíkar greiðslur til lengri tíma.“ Stendur fólki þetta almennt til boða? Árni heldur ódeigur áfram og segir fróðlegt að vita hvort fólki muni standa þetta almennt til boða, það er að búa í húsinu sínu í tæpan áratug án þess að borga af lánum, kæra bankann bak og fyrir vegna nauðungarsölu en fá samt að kaupa eignina til baka á 12 ára gömlu verði. Það er fróðlegt að sjá svart á hvítu eftir allt saman hvað „ofbeldið“ og öll gífuryrðin og drullið á embættismenn, dómara og kjörna fulltrúa snýst um í raun og veru.Í stuttu máli er þetta svona: Fasteign er keypt árið 2007 á 55 milljónir króna með 30 milljón króna láni. Ekki er… pic.twitter.com/40AFHROcbP— Árni Helgason (@arnih) March 13, 2025 „Til að toppa þetta er svo farið í skaðabótamál við ríkið upp á 11 milljónir (heildarkrafan líklega 16-17 milljónir með vöxtum) og þegar málið tapast lætur ráðherra í ríkisstjórn Íslands það út úr sér að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir neinu réttlæti fyrir íslenskum dómstólum!“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Lögmennska Tengdar fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. 13. mars 2025 18:30 „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Róbert segir að ráðherra verði að gæta að þrískiptingu ríkisvaldsins og að ummæli hennar hæfi alls ekki stöðu hennar. Óverjandi ummæli Ásthildur Lóa sagðist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Eins og Vísir hefur greint frá keyptu þau hjónin húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Róbert Spanó telur þessi ummæli óverjandi: „Enn og aftur þarf að brýna fyrir ráðherrum hér á landi að gæta að því að varðveita þrískiptingu ríkisvaldsins og grafa ekki undan sjálfstæðu dómsvaldi og trúverðugleika þess. Ráðherranum er að sjálfsögðu heimilt að gagnrýna niðurstöður dómstólar með málefnalegum hætti, en ummæli af þessu tagi, þar sem dregið er með almennum hætti í efa að réttlæti fáist fram í íslensku dómskerfi, eru ekki samrýmanleg stöðu ráðherra sem handhafa framkvæmdarvalds,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Róbert bætist þar í hóp fjölmargra, lærðra og leikra, sem hafa gagnrýnt ráðherra vegna ummælanna. Þar má nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins og lögmennina Sigurð Kára Kristjánsson og Sigurð G. Guðjónsson. Fengu frábær kjör hjá bankanum Þá hefur Árni Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, einnig gagnrýnt þátt Ásthildar Lóu og þá í því hvað varðar þau kjör sem henni buðust hjá Arion banka. Vísir ræddi við Árna en hann vísaði í færslu sem hann birtir á X. Þar segir hann fróðlegt að sjá, svart á hvítu, eftir allt saman hvað „ofbeldið“ og öll gífuryrði … „drullið á embættismenn, dómara og kjörna fulltrúa snýst um í raun og veru.“ Árna Helgasyni blöskrar þau kjör sem Ásthildi Lóu buðust hjá bankanum.vísir/vilhelm Árni segir að í stuttu máli sé þetta svona: „Fasteign er keypt árið 2007 á 55 milljónir króna með 30 milljón króna láni. Ekki er greitt af láninu frá 2009 til 2017, eða í 8-9 ár en samt er búið í húsinu allan tímann. Eftir að húsið fer á nauðungarsölu og verður eign bankans, fær ráðherrann og maður hennar samt að kaupa eignina til baka í árslok 2019 á **55 milljónir króna**. Markaðsverð á þessum tíma hefur verið a.m.k. 85-90 milljónir króna og virði svona eigna í dag er að lágmarki 130-140 milljónir.“ Ásthildur Lóa sagði í Facebook-færslu 2016 að í janúar 2009 hafi þau hjónin gert tímabundinn samning við bankann. „Til 10 mánaða upp á fasta greiðslu á mánuði, kr. 170.000. Þegar sá samningur rann út i nóvember sama ár vorum við rukkuð um tæpar 365.000 fyrir mánuðinn. Við ákváðum að borga ekki, enda ekki möguleiki að standa við slíkar greiðslur til lengri tíma.“ Stendur fólki þetta almennt til boða? Árni heldur ódeigur áfram og segir fróðlegt að vita hvort fólki muni standa þetta almennt til boða, það er að búa í húsinu sínu í tæpan áratug án þess að borga af lánum, kæra bankann bak og fyrir vegna nauðungarsölu en fá samt að kaupa eignina til baka á 12 ára gömlu verði. Það er fróðlegt að sjá svart á hvítu eftir allt saman hvað „ofbeldið“ og öll gífuryrðin og drullið á embættismenn, dómara og kjörna fulltrúa snýst um í raun og veru.Í stuttu máli er þetta svona: Fasteign er keypt árið 2007 á 55 milljónir króna með 30 milljón króna láni. Ekki er… pic.twitter.com/40AFHROcbP— Árni Helgason (@arnih) March 13, 2025 „Til að toppa þetta er svo farið í skaðabótamál við ríkið upp á 11 milljónir (heildarkrafan líklega 16-17 milljónir með vöxtum) og þegar málið tapast lætur ráðherra í ríkisstjórn Íslands það út úr sér að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir neinu réttlæti fyrir íslenskum dómstólum!“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Lögmennska Tengdar fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. 13. mars 2025 18:30 „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. 13. mars 2025 18:30
„Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2025 16:55