Viðskipti innlent

Stefán Örn nýr eig­andi hjá Rétti

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Örn Stefánsson.
Stefán Örn Stefánsson.

Stefán Örn Stefánsson hefur gengið í hóp eigenda hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners.

Í tilkynningu segir að Stefán hafi starfað sem lögmaður hjá Rétti frá árinu 2019 og sérhæft sig í ráðgjöf sem tengist fyrirtækjarekstri, svo sem fjármögnunum, kaupum og sölum á fyrirtækjum. Þá hafi hann hlotið viðurkenningu frá erlenda matsfyrirtækinu Legal500 fyrir störf sín á því sviði.

„Stefán útskrifaðist sem Mag. Jur. frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2018 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2020 auk þess sem hann lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2023. Áður en hann hóf störf hjá Rétti starfaði hann sem lögfræðingur hjá KPMG,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×