Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 15:31 Birgir var þingmaður í 21 ár en forseti Alþingis í þrjú ár. Myndin er tekin á síðasta þingfundinum sem hann stýrði. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis hefur leyst út réttindi til málflutnings og gerir ráð fyrir að nýta sér þau. Í auglýsingu sýslumanns sem gefin var út í dag segir að embættið hafi afhent Birgi réttindi sín til málflutnings og þau séu nú virk. Birgir gaf ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember í fyrra eftir 21 ár á þingi. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þá lengi hafa íhugað að gefa ekki kost á sér á ný. „Ég er búin að leysa út réttindin og geri ráð fyrir að nota þau í framtíðinni en ætla ekki að segja meira um það á þessu stigi. Maður er að stíga skref fyrir skref inn í nýja tilveru eftir langan tíma í pólitík,“ segir Birgir í samtali við blaðamann. Hvað hann hyggst gera með réttindin muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því.“ Þótti komið gott Athygli vakti síðasta haust þegar Birgir greindi frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar. „Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé aldrei sjálfgefið að maður fari í framboð til Alþingis en hef engu að síður gert það sjö sinnum. Ég hef alltaf þurft að hugsa mig um í hvert skipti,“ sagði Birgir í október. „Fyrstu viðbrögð hjá mér voru einhvern veginn þau að taka bara slaginn áfram. En svo hins vegar liðu einhverjir dagar og þá fór maður að velta fyrir sér, út frá manns eigin forsendum, hvort að hugsanlega væri þetta komið gott eftir 21 ár á Alþingi og núna síðustu þrjú árin sem forseti Alþingis.“ Lögmennska Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Í auglýsingu sýslumanns sem gefin var út í dag segir að embættið hafi afhent Birgi réttindi sín til málflutnings og þau séu nú virk. Birgir gaf ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember í fyrra eftir 21 ár á þingi. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þá lengi hafa íhugað að gefa ekki kost á sér á ný. „Ég er búin að leysa út réttindin og geri ráð fyrir að nota þau í framtíðinni en ætla ekki að segja meira um það á þessu stigi. Maður er að stíga skref fyrir skref inn í nýja tilveru eftir langan tíma í pólitík,“ segir Birgir í samtali við blaðamann. Hvað hann hyggst gera með réttindin muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því.“ Þótti komið gott Athygli vakti síðasta haust þegar Birgir greindi frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar. „Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé aldrei sjálfgefið að maður fari í framboð til Alþingis en hef engu að síður gert það sjö sinnum. Ég hef alltaf þurft að hugsa mig um í hvert skipti,“ sagði Birgir í október. „Fyrstu viðbrögð hjá mér voru einhvern veginn þau að taka bara slaginn áfram. En svo hins vegar liðu einhverjir dagar og þá fór maður að velta fyrir sér, út frá manns eigin forsendum, hvort að hugsanlega væri þetta komið gott eftir 21 ár á Alþingi og núna síðustu þrjú árin sem forseti Alþingis.“
Lögmennska Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40
Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07