Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 15:31 Birgir var þingmaður í 21 ár en forseti Alþingis í þrjú ár. Myndin er tekin á síðasta þingfundinum sem hann stýrði. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis hefur leyst út réttindi til málflutnings og gerir ráð fyrir að nýta sér þau. Í auglýsingu sýslumanns sem gefin var út í dag segir að embættið hafi afhent Birgi réttindi sín til málflutnings og þau séu nú virk. Birgir gaf ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember í fyrra eftir 21 ár á þingi. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þá lengi hafa íhugað að gefa ekki kost á sér á ný. „Ég er búin að leysa út réttindin og geri ráð fyrir að nota þau í framtíðinni en ætla ekki að segja meira um það á þessu stigi. Maður er að stíga skref fyrir skref inn í nýja tilveru eftir langan tíma í pólitík,“ segir Birgir í samtali við blaðamann. Hvað hann hyggst gera með réttindin muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því.“ Þótti komið gott Athygli vakti síðasta haust þegar Birgir greindi frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar. „Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé aldrei sjálfgefið að maður fari í framboð til Alþingis en hef engu að síður gert það sjö sinnum. Ég hef alltaf þurft að hugsa mig um í hvert skipti,“ sagði Birgir í október. „Fyrstu viðbrögð hjá mér voru einhvern veginn þau að taka bara slaginn áfram. En svo hins vegar liðu einhverjir dagar og þá fór maður að velta fyrir sér, út frá manns eigin forsendum, hvort að hugsanlega væri þetta komið gott eftir 21 ár á Alþingi og núna síðustu þrjú árin sem forseti Alþingis.“ Lögmennska Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í auglýsingu sýslumanns sem gefin var út í dag segir að embættið hafi afhent Birgi réttindi sín til málflutnings og þau séu nú virk. Birgir gaf ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember í fyrra eftir 21 ár á þingi. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þá lengi hafa íhugað að gefa ekki kost á sér á ný. „Ég er búin að leysa út réttindin og geri ráð fyrir að nota þau í framtíðinni en ætla ekki að segja meira um það á þessu stigi. Maður er að stíga skref fyrir skref inn í nýja tilveru eftir langan tíma í pólitík,“ segir Birgir í samtali við blaðamann. Hvað hann hyggst gera með réttindin muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því.“ Þótti komið gott Athygli vakti síðasta haust þegar Birgir greindi frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar. „Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé aldrei sjálfgefið að maður fari í framboð til Alþingis en hef engu að síður gert það sjö sinnum. Ég hef alltaf þurft að hugsa mig um í hvert skipti,“ sagði Birgir í október. „Fyrstu viðbrögð hjá mér voru einhvern veginn þau að taka bara slaginn áfram. En svo hins vegar liðu einhverjir dagar og þá fór maður að velta fyrir sér, út frá manns eigin forsendum, hvort að hugsanlega væri þetta komið gott eftir 21 ár á Alþingi og núna síðustu þrjú árin sem forseti Alþingis.“
Lögmennska Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40
Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent