Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 15:31 Birgir var þingmaður í 21 ár en forseti Alþingis í þrjú ár. Myndin er tekin á síðasta þingfundinum sem hann stýrði. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis hefur leyst út réttindi til málflutnings og gerir ráð fyrir að nýta sér þau. Í auglýsingu sýslumanns sem gefin var út í dag segir að embættið hafi afhent Birgi réttindi sín til málflutnings og þau séu nú virk. Birgir gaf ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember í fyrra eftir 21 ár á þingi. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þá lengi hafa íhugað að gefa ekki kost á sér á ný. „Ég er búin að leysa út réttindin og geri ráð fyrir að nota þau í framtíðinni en ætla ekki að segja meira um það á þessu stigi. Maður er að stíga skref fyrir skref inn í nýja tilveru eftir langan tíma í pólitík,“ segir Birgir í samtali við blaðamann. Hvað hann hyggst gera með réttindin muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því.“ Þótti komið gott Athygli vakti síðasta haust þegar Birgir greindi frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar. „Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé aldrei sjálfgefið að maður fari í framboð til Alþingis en hef engu að síður gert það sjö sinnum. Ég hef alltaf þurft að hugsa mig um í hvert skipti,“ sagði Birgir í október. „Fyrstu viðbrögð hjá mér voru einhvern veginn þau að taka bara slaginn áfram. En svo hins vegar liðu einhverjir dagar og þá fór maður að velta fyrir sér, út frá manns eigin forsendum, hvort að hugsanlega væri þetta komið gott eftir 21 ár á Alþingi og núna síðustu þrjú árin sem forseti Alþingis.“ Lögmennska Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Í auglýsingu sýslumanns sem gefin var út í dag segir að embættið hafi afhent Birgi réttindi sín til málflutnings og þau séu nú virk. Birgir gaf ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember í fyrra eftir 21 ár á þingi. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þá lengi hafa íhugað að gefa ekki kost á sér á ný. „Ég er búin að leysa út réttindin og geri ráð fyrir að nota þau í framtíðinni en ætla ekki að segja meira um það á þessu stigi. Maður er að stíga skref fyrir skref inn í nýja tilveru eftir langan tíma í pólitík,“ segir Birgir í samtali við blaðamann. Hvað hann hyggst gera með réttindin muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því.“ Þótti komið gott Athygli vakti síðasta haust þegar Birgir greindi frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar. „Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé aldrei sjálfgefið að maður fari í framboð til Alþingis en hef engu að síður gert það sjö sinnum. Ég hef alltaf þurft að hugsa mig um í hvert skipti,“ sagði Birgir í október. „Fyrstu viðbrögð hjá mér voru einhvern veginn þau að taka bara slaginn áfram. En svo hins vegar liðu einhverjir dagar og þá fór maður að velta fyrir sér, út frá manns eigin forsendum, hvort að hugsanlega væri þetta komið gott eftir 21 ár á Alþingi og núna síðustu þrjú árin sem forseti Alþingis.“
Lögmennska Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40
Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07