
Þróttur Reykjavík

Stelpurnar í Þrótti fengu gjöf frá CrossFit-stjörnum
Fyrir tíu dögum varð Þróttur R. Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem vakti kannski mesta athygli við sigurinn var þó að enginn var mættur til að veita stelpunum verðlaun, en CrossFit-stjörnurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir færðu stelpunum gjöf í gær.

KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar
Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta.

„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“
„Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta.

Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin
Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum.

Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur
Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld.

Eyjamenn og Framarar fengu margra milljóna reikning í bakið
Eyjamenn og Framarar voru krafðir um vel á annan tug milljóna króna eftir að hafa fengið leikmenn án þess að greiða uppeldisbætur til uppeldisfélaga þeirra. Kostnaður ÍBV nam 17 milljónum króna auk lögfræðikostnaðar.

Úrslitaleik Reykjavíkurmótsins frestað vegna óveðurs
Þróttur Reykjavík var 2-0 yfir gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu er flauta þurfti leikinn af vegna veðurs.

Valskonur skoruðu ellefu og Þróttur átta
Þrír leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu í fótbolta í kvöld.

Þróttur heldur áfram að bæta við sig leikmönnum
Sæunn Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Þrótt Reykjavík á lánssamningi frá Haukum. Mun hún leika með liðinu í efstu deild kvenna í knattspyrnu í sumar.

Unnusti leikmanns Þróttar í sumar á góða möguleika á að slá virt met í NFL
T.J. Watt hefur átt frábært tímabil með Pittsburgh Steelers og eftir magnaða frammistöðu í sigri Steelers á Cleveland Browns á mánudagskvöldið er hann kominn í dauðafæri að eignast eitt virtasta metið í NFL-deildinni.

Þróttur sækir sóknarmann úr Kópavogi
Danielle Marcano mun leika með Þrótti Reykjavík í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Hún lék með HK í Lengjudeild kvenna síðasta sumar.

Loksins hús…eða, er það ekki?
„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar.

Þróttur fær besta, efnilegasta og markahæsta leikmann 2. deildar
Freyja Karín Þorvarðardóttir er gengin í raðir Þróttar R. frá sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Þróttara.

Úrslitin réðust á lokaspurningunni
Í Kviss á laugardaginn mættust Þróttur og Fram í 8-liða úrslitunum.

Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal
Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið.

Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“
Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma.

Ian Jeffs tekur við Þrótturum
Ian Jeffs hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar R. til næstu þriggja ára, en Jeffs var aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV í sumar, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars.

Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikastúlkum þrettánda bikarmeistaratitilinn
Breiðablik vann í gær sinn þrettánda bikarmeistaratitil þegar að liðið lagði Þrótt 4-0 í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli.

„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“
Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga.

Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog
Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

„Hún er magnaður leikmaður“
Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur.

Fyrirpartý hjá Blikum og Kötturum sem ætla að setja met í kvöld
Breiðablik og Þróttur mætast á Laugardalsvelli í kvöld í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Stuðningsmenn liðanna ætla að hópast saman tímanlega fyrir leik á viðburðum sem félögin hafa skipulagt.

Allir vinnufélagar fyrirliða Þróttar ætla að mæta á stærsta leik í sögu félagsins
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir að bikarúrslitaleikurinn gegn Breiðabliki sé stærsti leikur í sögu félagsins.

Guðlaugur hættur eftir fall Þróttar úr Lengjudeildinni
Guðlaugur Baldursson mun ekki stýra Þrótti Reykjavík í 2. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hann tók við liðinu síðasta haust en tókst ekki að afstýra hinu óumflýjanlega, eftir tvö ár þar sem Þróttur lifði á lyginni þá féll liðið niður um deild.

Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag
Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag.

Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur R. 6-1 | Engin Evrópyþynnka í Blikum
Breiðablik valtaði yfir Þrótt Reykjavík í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna í dag, lokatölur 6-1. Gefur þessi leikur ekki góð fyrirheit fyrir Þróttara en þessi lið mætast í úrslitum Mjólkurbikarskvenna þann 1. október næstkomandi.

Fram áfram taplaust | Þróttarar fallnir
Það fór fram heil umferð í Lengjudeild karla í dag. ÍBV er öruggt upp, Framarar eygja enn von um að klára tímabilið án tapleiks en það er sorg í Laugardalnum því Þróttarar eru fallnir.

Þróttur heldur í vonina um að halda sæti sínu í Lengjudeildinni
Þróttur R. vann í dag 5-2 stórsigur á föllnum Víkingum frá Ólafsvík í Lengjudeild karla. Sigurinn þýðir að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni þegar að tvær umferðir eru eftir.

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - ÍBV 3-2 | Andrea Rut tryggði Þrótturum nauman sigur
Þróttur hafði betur gegn ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í dag en lokatölur voru 3-2 eftir hörkuleik. Þrátt fyrir tapið er ÍBV þó búið að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili.

Sjáðu hvernig Eyjakonur kváðu falldrauginn í kútinn og öll hin mörkin
ÍBV og Keflavík unnu afar mikilvæga sigra í botnbaráttu Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í gær. Staða Tindastóls er hins vegar orðin afar erfið.