Zlatan í uppáhaldi hjá nýliðanum í landsliðinu en felur stælana betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2023 09:00 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir gæti þreytt frumraun sína með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu á Spáni. vísir/hulda margrét Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, er eini nýliðinn í íslenska fótboltalandsliðinu sem keppir á Pinatar-mótinu á Spáni síðar í mánuðinum. Hún er búin að jafna sig að fullu á hnémeiðslunum sem plöguðu hana í fyrra og ætlar sér að keppa á toppi Bestu deildarinnar með Þrótti í sumar. Eftirlætis leikmaður hennar er Svíinn kokhrausti, Zlatan Ibrahimovic. „Ég er fyrst og fremst stolt, mjög þakklát fyrir tækifærið og þetta er ógeðslega mikill heiður að vera kölluð upp í svona sterkt og gott landslið,“ sagði Ólöf í samtali við Vísi. Hún var nokkuð vongóð um að vera valin í landsliðið. „Þetta kom mér alveg á óvart en ég átti alveg von á þessu. Þetta er búið að vera markmið hjá mér og draumur síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að hann sé að rætast,“ sagði Ólöf. Ólöf hefur verið rjúkandi heit í vetur og skorað tíu mörk í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu.vísir/hulda margrét Hún þetta ekki beint fyrir þegar hún fylgdist með Evrópumótinu síðasta sumar í sjónvarpinu, að hún yrði í landsliðinu rúmu hálfu ári seinna, enda glímdi hún við erfið meiðsli þá. Betri eftir meiðslin „Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég bjóst ekkert við því að komast inn í hópinn svona snemma, líka bara eftir meiðslin mín. Mér finnst ég hafa stigið vel upp úr þeim meiðslum. Mér finnst ég hafa komið sterkari til baka, bæði líkamlega og andlega. Ég held ég sé mjög tilbúin fyrir þetta,“ sagði Ólöf. Henni finnst hún vera búin að endurheimta fyrri styrk eftir meiðslin. Ólöf hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað ellefu mörk.vísir/hulda margrét „Já, 99 prósent. Það er alltaf eitt prósent. Ég er á góðu róli og finn það alveg. Hnéð er að verða eins og það varð áður, jafnvel betra. Mér finnst þessi meiðsli hafa gert mig að betri leikmanni,“ sagði Ólöf. Hún er uppalin í Val en var lánuð til ÍA og svo til Þróttar. Hún fann sig vel hjá Laugardalsliðinu og skoraði samtals tólf deildarmörk fyrir það 2020 og 2021. Ólöf gekk svo alfarið í raðir Þróttar í fyrra. Á síðasta tímabili spilaði hún aðeins átta deildarleiki vegna meiðsla og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún segir að félagaskiptin til Þróttar hafi verið heillaskref. Klippa: Viðtal við Ólöfu Sigríði „Allavega mig og Þrótt. Mér líður allavega ótrúlega vel hérna. Við erum á mikilli uppleið og það er gaman að vera partur af því,“ sagði Ólöf. Stefna á toppinn Hún lýgur engu um uppganginn í Þrótti. Liðið vann sér sæti í efstu deild 2019 og endaði í 5. sæti sem nýliði 2020. Tímabilið á eftir var svo það besta í sögu Þróttar. Liðið endaði í 3. sæti og komst í bikarúrslit. Í fyrra urðu Þróttarar svo í 4. sæti. „Að gera betur en seinast. Það er alltaf markmiðið,“ sagði Ólöf aðspurð hvert næsta skref Þróttara yrði. Að hennar mati er Þróttur með lið sem getur blandað sér í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Þróttur hefur endað í efri hluta efstu deildar þrjú tímabil í röð.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Við erum enn ungar. Við erum búnar að vera með ungt lið í fjögur ár en erum búnar að þroskast og dafna svo mikið. Það er alltaf sami kjarninn. Ég held við eigum mjög góða möguleika í allt í sumar.“ Ótrúlega gaman að spila með henni Í vetur hefur Þróttur endurheimt Katie Cousins sem var einn albesti leikmaður efstu deildar 2021. „Allir sem koma inn í liðið gefa okkur aukakraft og Katie Cousins er frábær. Það er ótrúlega gaman að spila með henni og ég get ekki beðið eftir því að fá hana aftur,“ sagði Ólöf. Tekur það góða frá öðrum Ekki stóð á svari er hún var spurð hvaða framherja hún liti helst upp til. „Mjög margir. Maður tekur það besta frá hverjum og einum en ég myndi segja að Zlatan væri í miklu uppáhaldi. Hann er flottur og með flott hugarfar,“ sagði Ólöf. Alls hefur Ólöf skorað átján mörk í 39 leikjum í efstu deild.vísir/hulda margrét En eru svipaðir stælar í henni og Svíanum? „Jaa, ég er ekkert að sýna það of mikið. Hann er kannski með aðeins meiri stæla en ég. Ég tek bara það góða úr Zlatan og geri það að mínu,“ sagði Ólöf að endingu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stolt, mjög þakklát fyrir tækifærið og þetta er ógeðslega mikill heiður að vera kölluð upp í svona sterkt og gott landslið,“ sagði Ólöf í samtali við Vísi. Hún var nokkuð vongóð um að vera valin í landsliðið. „Þetta kom mér alveg á óvart en ég átti alveg von á þessu. Þetta er búið að vera markmið hjá mér og draumur síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að hann sé að rætast,“ sagði Ólöf. Ólöf hefur verið rjúkandi heit í vetur og skorað tíu mörk í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu.vísir/hulda margrét Hún þetta ekki beint fyrir þegar hún fylgdist með Evrópumótinu síðasta sumar í sjónvarpinu, að hún yrði í landsliðinu rúmu hálfu ári seinna, enda glímdi hún við erfið meiðsli þá. Betri eftir meiðslin „Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég bjóst ekkert við því að komast inn í hópinn svona snemma, líka bara eftir meiðslin mín. Mér finnst ég hafa stigið vel upp úr þeim meiðslum. Mér finnst ég hafa komið sterkari til baka, bæði líkamlega og andlega. Ég held ég sé mjög tilbúin fyrir þetta,“ sagði Ólöf. Henni finnst hún vera búin að endurheimta fyrri styrk eftir meiðslin. Ólöf hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað ellefu mörk.vísir/hulda margrét „Já, 99 prósent. Það er alltaf eitt prósent. Ég er á góðu róli og finn það alveg. Hnéð er að verða eins og það varð áður, jafnvel betra. Mér finnst þessi meiðsli hafa gert mig að betri leikmanni,“ sagði Ólöf. Hún er uppalin í Val en var lánuð til ÍA og svo til Þróttar. Hún fann sig vel hjá Laugardalsliðinu og skoraði samtals tólf deildarmörk fyrir það 2020 og 2021. Ólöf gekk svo alfarið í raðir Þróttar í fyrra. Á síðasta tímabili spilaði hún aðeins átta deildarleiki vegna meiðsla og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún segir að félagaskiptin til Þróttar hafi verið heillaskref. Klippa: Viðtal við Ólöfu Sigríði „Allavega mig og Þrótt. Mér líður allavega ótrúlega vel hérna. Við erum á mikilli uppleið og það er gaman að vera partur af því,“ sagði Ólöf. Stefna á toppinn Hún lýgur engu um uppganginn í Þrótti. Liðið vann sér sæti í efstu deild 2019 og endaði í 5. sæti sem nýliði 2020. Tímabilið á eftir var svo það besta í sögu Þróttar. Liðið endaði í 3. sæti og komst í bikarúrslit. Í fyrra urðu Þróttarar svo í 4. sæti. „Að gera betur en seinast. Það er alltaf markmiðið,“ sagði Ólöf aðspurð hvert næsta skref Þróttara yrði. Að hennar mati er Þróttur með lið sem getur blandað sér í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Þróttur hefur endað í efri hluta efstu deildar þrjú tímabil í röð.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Við erum enn ungar. Við erum búnar að vera með ungt lið í fjögur ár en erum búnar að þroskast og dafna svo mikið. Það er alltaf sami kjarninn. Ég held við eigum mjög góða möguleika í allt í sumar.“ Ótrúlega gaman að spila með henni Í vetur hefur Þróttur endurheimt Katie Cousins sem var einn albesti leikmaður efstu deildar 2021. „Allir sem koma inn í liðið gefa okkur aukakraft og Katie Cousins er frábær. Það er ótrúlega gaman að spila með henni og ég get ekki beðið eftir því að fá hana aftur,“ sagði Ólöf. Tekur það góða frá öðrum Ekki stóð á svari er hún var spurð hvaða framherja hún liti helst upp til. „Mjög margir. Maður tekur það besta frá hverjum og einum en ég myndi segja að Zlatan væri í miklu uppáhaldi. Hann er flottur og með flott hugarfar,“ sagði Ólöf. Alls hefur Ólöf skorað átján mörk í 39 leikjum í efstu deild.vísir/hulda margrét En eru svipaðir stælar í henni og Svíanum? „Jaa, ég er ekkert að sýna það of mikið. Hann er kannski með aðeins meiri stæla en ég. Ég tek bara það góða úr Zlatan og geri það að mínu,“ sagði Ólöf að endingu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Sjá meira