Nik: Við gerðum nóg Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. apríl 2023 22:45 Nik, þjálfari Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö víti sem var of hár tindur fyrir nýliðana FH að klífa og Þróttur sigldi heim sannfærandi sigri, lokatölur 4-1. „Leikurinn var smá sóðalegur (e. sloppy). Maður þekkir FH, þær munu koma með kraft og reyna skapa mistök sem gerðist á kafla í seinni hálfleik. Við gerðum nóg, þetta var ekki okkar besti leikur en það er mikilvægt að ná í þrjú stig, sérstaklega á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.” Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, hóf nýja tímabilið með tvö örugg mörk frá vítapunktinum og glæsilega utanfótastoðsendingu til að gera endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. „Hún getur bæði skapað og skorað, það er það besta við hana að hún hefur báða þessa hæfileika. Framtíðin hennar er mjög, mjög björt. Hún er góð að gera marga hluti með boltann og nú þarf bara að vinna í hvernig hún spilar án boltans. Hún er að læra en það sést hversu mikilvæg sköpunarkarftur og markaskorun hennar er.“ Annar unglingur, Freyja Karín Þorvarðardóttir, kom inn af bekknum í seinni hálfleik og lét svo sannarlega til sín taka, skoraði tvö og var nálægt þrennu. Þessi 19 ára famherji setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur og hefur nú opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið. „Freyja er frábær (e. fantastic). Hún kemur inn á og maður veit að hún gefur alltaf hundrað og tíu prósent. Hún er alltaf á fullu og ef ég er hreinskilinn þá þurftum við það inn í leikinn, smá breytingu og hraða þarna frammi eftir smá meiðsli hjá Tanya.“ “Freyja kom inn á og tók tækifærin vel. Hún hefði kannski átt að skora eitt í viðbót en það góða er að hún komst í sambærilega stöðu seinna og var yfirvegaðri, en það er eitt sem hún hefur verið að vinna í að bæta í vetur svo hún átti skilið þessi tvö mörk.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö víti sem var of hár tindur fyrir nýliðana FH að klífa og Þróttur sigldi heim sannfærandi sigri, lokatölur 4-1. „Leikurinn var smá sóðalegur (e. sloppy). Maður þekkir FH, þær munu koma með kraft og reyna skapa mistök sem gerðist á kafla í seinni hálfleik. Við gerðum nóg, þetta var ekki okkar besti leikur en það er mikilvægt að ná í þrjú stig, sérstaklega á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.” Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, hóf nýja tímabilið með tvö örugg mörk frá vítapunktinum og glæsilega utanfótastoðsendingu til að gera endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. „Hún getur bæði skapað og skorað, það er það besta við hana að hún hefur báða þessa hæfileika. Framtíðin hennar er mjög, mjög björt. Hún er góð að gera marga hluti með boltann og nú þarf bara að vinna í hvernig hún spilar án boltans. Hún er að læra en það sést hversu mikilvæg sköpunarkarftur og markaskorun hennar er.“ Annar unglingur, Freyja Karín Þorvarðardóttir, kom inn af bekknum í seinni hálfleik og lét svo sannarlega til sín taka, skoraði tvö og var nálægt þrennu. Þessi 19 ára famherji setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur og hefur nú opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið. „Freyja er frábær (e. fantastic). Hún kemur inn á og maður veit að hún gefur alltaf hundrað og tíu prósent. Hún er alltaf á fullu og ef ég er hreinskilinn þá þurftum við það inn í leikinn, smá breytingu og hraða þarna frammi eftir smá meiðsli hjá Tanya.“ “Freyja kom inn á og tók tækifærin vel. Hún hefði kannski átt að skora eitt í viðbót en það góða er að hún komst í sambærilega stöðu seinna og var yfirvegaðri, en það er eitt sem hún hefur verið að vinna í að bæta í vetur svo hún átti skilið þessi tvö mörk.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10