Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 21:28 Frá blaðamannafundinum á Hilton í morgun. Vísir Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira