Andrea, sem er kantmaður, lék alla átján leiki Þróttar í Bestu deildinni í sumar, líkt og í fyrra, og skoraði þrjú mörk í sumar.
Andrea lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki aðeins þrettán ára gömul og samkvæmt vef KSÍ hefur hún alls leikið 135 mótsleiki fyrir Þróttara, og skorað í þeim 34 mörk. Hún hefur einnig skorað tvö mörk í 23 leikjum fyrir yngri landslið Ísland og var í U23-liðinu sem vann A-landslið Eistlands í vináttulandsleik í sumar, í leik sem skráður er A-landsleikur.
Breiðablik, sem endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar og missti af Evrópusæti, heldur því áfram að styrkja sig en fyrr í vetur fékk félagið til sín Katrínu Ásbjörnsdóttur frá Stjörnunni.