Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Neyðarstjórn borgarinnar kölluð til fundar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur kallað neyðarstjórn borgarinnar til fundar síðar í dag til að fara yfir „þær breytingar á þjónustu og útfærslu hennar“ sem hertar reglur vegna kórónuveirunnar hafa í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Trump ýjar að því að kosningum verði frestað

Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta á­skorunin

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Stöndum saman í þessu“

Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ný innanlandssmit bætast við

Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit.

Innlent
Fréttamynd

Tillögur komnar á borð ráðherra

Tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveirunnar eru komnar á borð heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestif Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill Sóttvarnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er íþyngjandi fyrir alla“

Stjórnendur, íbúar og aðstandendur hjúkrunarheimila hafa áhyggjur þeirri þróun sem orðið hefur í kórónuveirufaraldrinum og þá sérstaklega eftir að takmarkanir hafa verið settar á sumum heimilanna eftir fjölgun nýrra smita hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn

Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum.

Erlent