Fresta opnun landamæra og framlengja takmarkanir Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 12:06 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hann sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hægt verði á enduropnun breskra landamæra og ferðatakmarkanir og smitvarnir verði framlengdar til minnst 8. ágúst. Enn sé útbreiðsla nýju kórónuveirunnar of mikil þar í landi. Nýsmituðum fer nú fjölgandi í Bretlandi og er það í fyrsta sinn frá því í maí. Þegar hefur verið dregið úr félagsforðun í Bretlandi og virðist það hafa leitt til fjölgunar smitaðra. Undanfarna daga hafa um 4.200 manns greinst smitaðir á dag en fyrir viku síðan voru þeir 2.800, samkvæmt frétt BBC. Alls hafa minnst 303.913 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur. Minnst 46.084 hafa dáið. Johnson sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Auk þess að framlengja núverandi takmarkanir hafa reglur varðandi grímur verið hertar. Bretum ber nú að vera með grímur alls staðar innandyra á almannafæri. Eins og í söfnum, kvikmyndahúsum og bænahúsum. Ráðherrann varaði þó við því að til greina kæmi að herða takmarkanir aftur á nýjan leik. „Ég vil ekki þurfa að segja fólki að verja minni tíma með vinum sínum. En ef fólk hlýðir ekki reglunum og hagar sér skynsamlega, gætum við þurft að ganga lengra,“ sagði Johnson á upplýsingafundi í dag. Þá hvatti hann Breta til að ferðast innanlands í sumar. Boris Johnson encourages people to still take staycations in the UK, despite increasing restrictions. More here: https://t.co/j6kjF0M8Gi pic.twitter.com/6lSWswLkt0— SkyNews (@SkyNews) July 31, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29 Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50 Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hægt verði á enduropnun breskra landamæra og ferðatakmarkanir og smitvarnir verði framlengdar til minnst 8. ágúst. Enn sé útbreiðsla nýju kórónuveirunnar of mikil þar í landi. Nýsmituðum fer nú fjölgandi í Bretlandi og er það í fyrsta sinn frá því í maí. Þegar hefur verið dregið úr félagsforðun í Bretlandi og virðist það hafa leitt til fjölgunar smitaðra. Undanfarna daga hafa um 4.200 manns greinst smitaðir á dag en fyrir viku síðan voru þeir 2.800, samkvæmt frétt BBC. Alls hafa minnst 303.913 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur. Minnst 46.084 hafa dáið. Johnson sagði markmið þessara seinkana vera að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og ná tökum á faraldrinum á nýjan leik. Auk þess að framlengja núverandi takmarkanir hafa reglur varðandi grímur verið hertar. Bretum ber nú að vera með grímur alls staðar innandyra á almannafæri. Eins og í söfnum, kvikmyndahúsum og bænahúsum. Ráðherrann varaði þó við því að til greina kæmi að herða takmarkanir aftur á nýjan leik. „Ég vil ekki þurfa að segja fólki að verja minni tíma með vinum sínum. En ef fólk hlýðir ekki reglunum og hagar sér skynsamlega, gætum við þurft að ganga lengra,“ sagði Johnson á upplýsingafundi í dag. Þá hvatti hann Breta til að ferðast innanlands í sumar. Boris Johnson encourages people to still take staycations in the UK, despite increasing restrictions. More here: https://t.co/j6kjF0M8Gi pic.twitter.com/6lSWswLkt0— SkyNews (@SkyNews) July 31, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29 Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50 Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ótengdum bannað að hittast víða í Englandi Ótengdu fólki hefur nú verið bannað að hittast innandyra í Manchesterborg, austurhluta Lancashire og í Vestur Yorkshire á Englandi. 31. júlí 2020 08:29
Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28. júlí 2020 16:50
Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45
Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. 23. júlí 2020 07:26