Fyrsti Formúlu 1-ökuþórinn greinist með veiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 13:30 Sergio Pérez endaði í 7. sæti í ungverska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. getty/Peter Fox Mexíkóski ökuþórinn Sergio Pérez er með kórónuveiruna og tekur því ekki þátt í breska kappakstrinum um helgina. Hann er við góða heilsu en er í sóttkví ásamt öðrum sem hann hefur átt náið samneyti við. Pérez er fyrsti ökuþórinn sem greinist með kórónuveiruna síðan keppni í Formúlu 1 hófst á ný fyrr í þessum mánuði. Pérez keppir fyrir Racing Point. Í fyrstu þremur keppnum tímabilsins lenti hann tvisvar sinnum í 6. sæti og einu sinni í því sjöunda. Þjóðverjinn Nico Hülkenberg tekur stöðu Pérez og keppir fyrir Racing Point ásamt Lance Stroll. Hülkenberg þekkir vel til hjá Racing Point en hann keppti fyrir liðið 2012 og 2014-16, þegar það hét Force India. Þeir Pérez kepptu saman 2014-16. BREAKING: Nico Hulkenberg will replace Sergio Perez at the #BritishGP #F1 @HulkHulkenberg @RacingPointF1 pic.twitter.com/hWXZyDlIRN— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Hülkenberg keppti fyrir Renault 2017-19 en yfirgaf liðið eftir síðasta tímabil. Racing Point átti því möguleika á að hóa í hann til að fylla skarð Pérez. Þjóðverjinn tók þátt í æfingu í morgun. Oh, hi there! @HulkHulkenberg #BritishGP @RacingPointF1 pic.twitter.com/7xDpR8MGfz— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Tvær næstu keppnir tímabilsins fara fram á Silverstone-brautinni í Englandi. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er efstur í keppni ökuþóra með 63 stig, fimm stigum á undan félaga sínum hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mexíkóski ökuþórinn Sergio Pérez er með kórónuveiruna og tekur því ekki þátt í breska kappakstrinum um helgina. Hann er við góða heilsu en er í sóttkví ásamt öðrum sem hann hefur átt náið samneyti við. Pérez er fyrsti ökuþórinn sem greinist með kórónuveiruna síðan keppni í Formúlu 1 hófst á ný fyrr í þessum mánuði. Pérez keppir fyrir Racing Point. Í fyrstu þremur keppnum tímabilsins lenti hann tvisvar sinnum í 6. sæti og einu sinni í því sjöunda. Þjóðverjinn Nico Hülkenberg tekur stöðu Pérez og keppir fyrir Racing Point ásamt Lance Stroll. Hülkenberg þekkir vel til hjá Racing Point en hann keppti fyrir liðið 2012 og 2014-16, þegar það hét Force India. Þeir Pérez kepptu saman 2014-16. BREAKING: Nico Hulkenberg will replace Sergio Perez at the #BritishGP #F1 @HulkHulkenberg @RacingPointF1 pic.twitter.com/hWXZyDlIRN— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Hülkenberg keppti fyrir Renault 2017-19 en yfirgaf liðið eftir síðasta tímabil. Racing Point átti því möguleika á að hóa í hann til að fylla skarð Pérez. Þjóðverjinn tók þátt í æfingu í morgun. Oh, hi there! @HulkHulkenberg #BritishGP @RacingPointF1 pic.twitter.com/7xDpR8MGfz— Formula 1 (@F1) July 31, 2020 Tvær næstu keppnir tímabilsins fara fram á Silverstone-brautinni í Englandi. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er efstur í keppni ökuþóra með 63 stig, fimm stigum á undan félaga sínum hjá Mercedes, Valtteri Bottas.
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira