Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 12:23 Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi. Vísir/vilhelm Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi. Jóhann hefur ekki upplýsingar um hvort þeir nýsmituðu séu tengdir öðrum smituðum. Þó megi í það minnsta leiða að því líkum að tengsl séu fyrir hendi hjá þeim tveimur sem voru í sóttkví er þeir greindust. Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi og greint verði frekar frá henni á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að smituðum væri nú að fjölga að hluta til vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Þetta innanlandssmit sem við erum að horfa á kemur til að einhverju leyti vegna þess að við höfum slakað á okkar persónulegu sóttvörnum. Það er stóra málið fyrir alla núna. Það er handþvottur og sprittun, þessi tveggja metra fjarlægð og þetta sem við höfum oft talað um. Ekki faðmast, ekki heilsast með handabandi. Nú er þetta stóra málið,“ segir Víðir. Er hætt við að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga? „Aðgerðirnar miðast að því að hefta þetta og hluti þeirra sem greindust í dag voru þegar í sóttkví, sem segir að þetta beri nokkurn árangur nú þegar. Þannig að við erum að haldaþessu áfram næstu dagana. Það er erfitt að segja, við settum þessar reglur til tveggja vikna vegna þess að við teljum að það sé tíminn sem gæti tekið að ná utan um þetta,“ segir Víðir. Alls eru 50 nú í einangrun á landinu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þá greindust þrír með veiruna á landamærunum í gær; einn er með virkt smit, einn með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 287 eru í sóttkví og fjölgar um 72 síðan í gær. Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp taka gildi á hádegi í dag. Þar með verða fjöldamörk samkomubanns lækkuð í hundrað og tveggja metra reglunni komið aftur á. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi. Jóhann hefur ekki upplýsingar um hvort þeir nýsmituðu séu tengdir öðrum smituðum. Þó megi í það minnsta leiða að því líkum að tengsl séu fyrir hendi hjá þeim tveimur sem voru í sóttkví er þeir greindust. Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi og greint verði frekar frá henni á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að smituðum væri nú að fjölga að hluta til vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Þetta innanlandssmit sem við erum að horfa á kemur til að einhverju leyti vegna þess að við höfum slakað á okkar persónulegu sóttvörnum. Það er stóra málið fyrir alla núna. Það er handþvottur og sprittun, þessi tveggja metra fjarlægð og þetta sem við höfum oft talað um. Ekki faðmast, ekki heilsast með handabandi. Nú er þetta stóra málið,“ segir Víðir. Er hætt við að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga? „Aðgerðirnar miðast að því að hefta þetta og hluti þeirra sem greindust í dag voru þegar í sóttkví, sem segir að þetta beri nokkurn árangur nú þegar. Þannig að við erum að haldaþessu áfram næstu dagana. Það er erfitt að segja, við settum þessar reglur til tveggja vikna vegna þess að við teljum að það sé tíminn sem gæti tekið að ná utan um þetta,“ segir Víðir. Alls eru 50 nú í einangrun á landinu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þá greindust þrír með veiruna á landamærunum í gær; einn er með virkt smit, einn með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 287 eru í sóttkví og fjölgar um 72 síðan í gær. Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp taka gildi á hádegi í dag. Þar með verða fjöldamörk samkomubanns lækkuð í hundrað og tveggja metra reglunni komið aftur á. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08
Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41
Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23