Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir aðra hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissini, Ölmu Möller og Óskari Reykdalssyni á fundi dagsins. Vísir/Arnar Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira