Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 20:30 Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira