Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 22:00 Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er gríman óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Vísir/Getty Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju á hádegi á morgun. Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er hún óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um notkun á hlífðargrímum. Þar er jafnframt áréttað að hlífðargríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna sem skal viðhafa; handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Hlífðargrímurnar koma þó ekki í stað tveggja metra reglunnar. Í leiðbeiningunum er farið yfir hvar skal nota grímurnar. Fólk skal nota hlífðargrímur í öllu áætlunarflugi, farþegaferjum ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk og í öðrum almenningssamgöngum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að viðhalda fjarlægð milli einstaklinga. „Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mínútur eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu,“ segir í leiðbeiningunum. Þannig er ekki skylda að nota grímu í Strætó nema fyrirtækið ákveði að halda sig við þær reglur sem gefnar voru út í dag. Einnota grímur skulu notaðar að hámarki í fjórar klukkustundir og þá skal henda grímunni í almennt sorp. Mikilvægt er að þvo hendur eða spritta eftir snertingu við grímuna. Einnig er hægt að nota margnota grímur úr taui en að lágmarki skal þvo þær daglega. Hafið í huga: Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu Einnota gríma sem notuð er oftar en einu sinni gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu Hlífðargríma sem hylur ekki bæði nef og munn gerir ekkert gagn Hlífðargríma sem er höfð á enni eða undir höku gerir ekkert gagn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju á hádegi á morgun. Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er hún óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um notkun á hlífðargrímum. Þar er jafnframt áréttað að hlífðargríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna sem skal viðhafa; handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Hlífðargrímurnar koma þó ekki í stað tveggja metra reglunnar. Í leiðbeiningunum er farið yfir hvar skal nota grímurnar. Fólk skal nota hlífðargrímur í öllu áætlunarflugi, farþegaferjum ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk og í öðrum almenningssamgöngum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að viðhalda fjarlægð milli einstaklinga. „Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mínútur eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu,“ segir í leiðbeiningunum. Þannig er ekki skylda að nota grímu í Strætó nema fyrirtækið ákveði að halda sig við þær reglur sem gefnar voru út í dag. Einnota grímur skulu notaðar að hámarki í fjórar klukkustundir og þá skal henda grímunni í almennt sorp. Mikilvægt er að þvo hendur eða spritta eftir snertingu við grímuna. Einnig er hægt að nota margnota grímur úr taui en að lágmarki skal þvo þær daglega. Hafið í huga: Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu Einnota gríma sem notuð er oftar en einu sinni gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu Hlífðargríma sem hylur ekki bæði nef og munn gerir ekkert gagn Hlífðargríma sem er höfð á enni eða undir höku gerir ekkert gagn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira