Mesti samdráttur í sögu evrusvæðisins Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 11:24 Áhrif kórónuveirufaraldursins sjást greinilega á nær auðri Poniente-ströndinni á Benidorm þessa dagana. Veiran og aðgerðir gegn henni eru orsök gríðarlegs efnahagssamdráttar á Spáni og í Evrópu. Vísir/EPA Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. Verst er ástandið á Spáni þar sem hagkerfið skrapp saman um 18,5% frá apríl til júní en það hafði þegar dregist saman um 5,2% á fyrsta fjórðungi. Tölurnar sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í dag eru þær svörtustu frá því að hún byrjaði að taka tölfræði af þessu tagi saman árið 1995. Skýrast þær af þeim efnahagslegu hamförum sem kórónuveiruheimsfaraldurinn og aðgerðir til að stöðva hann hafa valdið í álfunni. Í Evrópusambandinu öllu dróst landframleiðsla saman um 11,9%. Í Frakklandi varð 13,8% samdráttur á tímabilinu. Franska hagstofan telur að botninum hafi verið náð í apríl og hagkerfið braggast aðeins þegar byrjað var að slaka á höftum vegna kórónuveirufaraldursins í maí og júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á Ítalíu var samdrátturinn 12,4% sem var töluvert undir því sem óttast hafði verið. Faraldurinn skall einna fyrst á Ítalíu og af hvað mestum krafti. Þýskaland tilkynnti í gær um mesta samdrátt á einum ársfjórðungi frá því að slíkar mælingar hófust, 10,1%. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. Verst er ástandið á Spáni þar sem hagkerfið skrapp saman um 18,5% frá apríl til júní en það hafði þegar dregist saman um 5,2% á fyrsta fjórðungi. Tölurnar sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í dag eru þær svörtustu frá því að hún byrjaði að taka tölfræði af þessu tagi saman árið 1995. Skýrast þær af þeim efnahagslegu hamförum sem kórónuveiruheimsfaraldurinn og aðgerðir til að stöðva hann hafa valdið í álfunni. Í Evrópusambandinu öllu dróst landframleiðsla saman um 11,9%. Í Frakklandi varð 13,8% samdráttur á tímabilinu. Franska hagstofan telur að botninum hafi verið náð í apríl og hagkerfið braggast aðeins þegar byrjað var að slaka á höftum vegna kórónuveirufaraldursins í maí og júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á Ítalíu var samdrátturinn 12,4% sem var töluvert undir því sem óttast hafði verið. Faraldurinn skall einna fyrst á Ítalíu og af hvað mestum krafti. Þýskaland tilkynnti í gær um mesta samdrátt á einum ársfjórðungi frá því að slíkar mælingar hófust, 10,1%.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33