Mesti samdráttur í sögu evrusvæðisins Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 11:24 Áhrif kórónuveirufaraldursins sjást greinilega á nær auðri Poniente-ströndinni á Benidorm þessa dagana. Veiran og aðgerðir gegn henni eru orsök gríðarlegs efnahagssamdráttar á Spáni og í Evrópu. Vísir/EPA Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. Verst er ástandið á Spáni þar sem hagkerfið skrapp saman um 18,5% frá apríl til júní en það hafði þegar dregist saman um 5,2% á fyrsta fjórðungi. Tölurnar sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í dag eru þær svörtustu frá því að hún byrjaði að taka tölfræði af þessu tagi saman árið 1995. Skýrast þær af þeim efnahagslegu hamförum sem kórónuveiruheimsfaraldurinn og aðgerðir til að stöðva hann hafa valdið í álfunni. Í Evrópusambandinu öllu dróst landframleiðsla saman um 11,9%. Í Frakklandi varð 13,8% samdráttur á tímabilinu. Franska hagstofan telur að botninum hafi verið náð í apríl og hagkerfið braggast aðeins þegar byrjað var að slaka á höftum vegna kórónuveirufaraldursins í maí og júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á Ítalíu var samdrátturinn 12,4% sem var töluvert undir því sem óttast hafði verið. Faraldurinn skall einna fyrst á Ítalíu og af hvað mestum krafti. Þýskaland tilkynnti í gær um mesta samdrátt á einum ársfjórðungi frá því að slíkar mælingar hófust, 10,1%. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. Verst er ástandið á Spáni þar sem hagkerfið skrapp saman um 18,5% frá apríl til júní en það hafði þegar dregist saman um 5,2% á fyrsta fjórðungi. Tölurnar sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í dag eru þær svörtustu frá því að hún byrjaði að taka tölfræði af þessu tagi saman árið 1995. Skýrast þær af þeim efnahagslegu hamförum sem kórónuveiruheimsfaraldurinn og aðgerðir til að stöðva hann hafa valdið í álfunni. Í Evrópusambandinu öllu dróst landframleiðsla saman um 11,9%. Í Frakklandi varð 13,8% samdráttur á tímabilinu. Franska hagstofan telur að botninum hafi verið náð í apríl og hagkerfið braggast aðeins þegar byrjað var að slaka á höftum vegna kórónuveirufaraldursins í maí og júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á Ítalíu var samdrátturinn 12,4% sem var töluvert undir því sem óttast hafði verið. Faraldurinn skall einna fyrst á Ítalíu og af hvað mestum krafti. Þýskaland tilkynnti í gær um mesta samdrátt á einum ársfjórðungi frá því að slíkar mælingar hófust, 10,1%.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33