Mesti samdráttur í sögu evrusvæðisins Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 11:24 Áhrif kórónuveirufaraldursins sjást greinilega á nær auðri Poniente-ströndinni á Benidorm þessa dagana. Veiran og aðgerðir gegn henni eru orsök gríðarlegs efnahagssamdráttar á Spáni og í Evrópu. Vísir/EPA Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. Verst er ástandið á Spáni þar sem hagkerfið skrapp saman um 18,5% frá apríl til júní en það hafði þegar dregist saman um 5,2% á fyrsta fjórðungi. Tölurnar sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í dag eru þær svörtustu frá því að hún byrjaði að taka tölfræði af þessu tagi saman árið 1995. Skýrast þær af þeim efnahagslegu hamförum sem kórónuveiruheimsfaraldurinn og aðgerðir til að stöðva hann hafa valdið í álfunni. Í Evrópusambandinu öllu dróst landframleiðsla saman um 11,9%. Í Frakklandi varð 13,8% samdráttur á tímabilinu. Franska hagstofan telur að botninum hafi verið náð í apríl og hagkerfið braggast aðeins þegar byrjað var að slaka á höftum vegna kórónuveirufaraldursins í maí og júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á Ítalíu var samdrátturinn 12,4% sem var töluvert undir því sem óttast hafði verið. Faraldurinn skall einna fyrst á Ítalíu og af hvað mestum krafti. Þýskaland tilkynnti í gær um mesta samdrátt á einum ársfjórðungi frá því að slíkar mælingar hófust, 10,1%. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. Verst er ástandið á Spáni þar sem hagkerfið skrapp saman um 18,5% frá apríl til júní en það hafði þegar dregist saman um 5,2% á fyrsta fjórðungi. Tölurnar sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í dag eru þær svörtustu frá því að hún byrjaði að taka tölfræði af þessu tagi saman árið 1995. Skýrast þær af þeim efnahagslegu hamförum sem kórónuveiruheimsfaraldurinn og aðgerðir til að stöðva hann hafa valdið í álfunni. Í Evrópusambandinu öllu dróst landframleiðsla saman um 11,9%. Í Frakklandi varð 13,8% samdráttur á tímabilinu. Franska hagstofan telur að botninum hafi verið náð í apríl og hagkerfið braggast aðeins þegar byrjað var að slaka á höftum vegna kórónuveirufaraldursins í maí og júní, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á Ítalíu var samdrátturinn 12,4% sem var töluvert undir því sem óttast hafði verið. Faraldurinn skall einna fyrst á Ítalíu og af hvað mestum krafti. Þýskaland tilkynnti í gær um mesta samdrátt á einum ársfjórðungi frá því að slíkar mælingar hófust, 10,1%.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi og von á svörtum tölum vestanhafs Þýska hagkerfið dróst saman um rúm tíu prósentustig á öðrum ársfjórðungi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins. Þetta er hraðasti samdráttur sem mælist í Þýskalandi frá því að byrjað var að taka slíkar upplýsingar saman fyrir fimmtíu árum. 30. júlí 2020 12:33