Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Þór tekinn við völdum á Sel­tjarnar­nesi

Ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar var staðfest á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar bæjarins. Hann tekur við störfum af af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir tuttugu ára starf í bæjarstjórn, þar af í þrettán ár sem bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­varpi Jóns frestað fram á haust

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðasamstarf mikilvægt á tímum stríðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Hún segir að alþjóðasamstarf sé lykillinn að hagsæld og að litlar líkur séu á því að friður verði rofinn í kringum okkur.

Innlent
Fréttamynd

Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingra­för Fram­sóknar að mati Hildar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Leggjum raun­veru­lega á­herslu á skaða­minnkun

Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta.

Skoðun
Fréttamynd

Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg

Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin.

Innlent
Fréttamynd

Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þver­tekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Al­freðs­dóttur, menningar- og við­skipta­ráð­herra, fyrir gagn­rýni sína á Ís­lands­banka­málið. Hann segir málið vera storm í vatns­glasi.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­bíla­vandinn verður að leysast

Í tæplega þrjátíu ár hafa stjórnvöld haft þak á leyfum til að veita leigubílaþjónustu. Þrátt fyrir fólksfjölgun, og gríðarlega fjölgun ferðamanna, hefur fjölgun leyfa alls ekki náð að mæta aukinni eftirspurn.

Skoðun
Fréttamynd

Uppbygging efst á dagskrá í Hafnarfirði

Áhersla verður lögð á uppbyggingu í miðbænum og á hafnarsvæðinu á komandi kjörtímabili samkvæmt málefnasamning Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks sem skrifað var undir í Hellisgerði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti myndaður í Norðurþingi

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn undirrituðu í dag málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna í Norðurþingi. Flokkarnir hlutu samtals fimm fulltrúa af níu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

Kynna nýjan meirihluta í Grindavík

Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu málefnasamning um verkefni og samstarf í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mynduðu nýjan meiri­hluta í Fjalla­byggð

A-listi Jafnaðarfólks og óháðra hefur myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar með Sjálfstæðisflokknum. Oddvitar flokkanna skrifuðu undir meirihlutasamning í dag en Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með I-lista Betri Fjallabyggðar á seinasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

D'Hondt haukur í horni xD í Garðabæ

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bar sig vel eftir sveitarstjórnarkosningar þrátt fyrir tap flokksins víðs vegar um landið. Bjarni nefndi höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til vitnis um sterka stöðu flokksins en þá stöðu getur Bjarni meðal annars þakkað D'Hondt.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. 

Innlent
Fréttamynd

Ás­dís verður bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verður bæjarstjóri Kópavogs samkvæmt nýjum málefnasamningi flokksins við Framsókn.

Innlent