Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar 28. nóvember 2024 16:51 Trúin á manninn og frelsisþrá hans er í öndvegi í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í því felst frelsi einstaklingsins og óbilandi trú á að hægt sé að skapa öllum jöfn tækifæri til að ná langt, óháð uppruna og efnahag. Um leið vill flokkurinn tryggja afkomu og verja velferð allra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Meðal annarra orða, styðja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Gæta þess jafnframt að enginn komist á vonarvöl, hvort heldur sem er vegna sjúkdóma eða fátæktar. Áhersla Sjálfstæðismanna er einmitt að hjálpa þeim sem lenda í hremmingum til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Það er bjargföst trú mín, sem og annarra Sjálfræðismanna, að leiðin að betra samfélagi sé sú að skapa jöfn tækifæri fyrir alla. Þannig eigi allir sem sýna frumkvæði og dugnað að fá til þess brautargengi. Með jöfnum tækifærum fyrir alla leysum við mun meiri orku úr læðingi heldur en með jafnri og fyrirhyggjulausri útdeilingu á gæðum úr sameiginlegum sjóðum. Árangurríkasta leiðin til jöfnuðar felst því ekki í að deila út veraldlegum gæðum í blindni, heldur miklu frekar að skapa jafnan grunnvöll til að einstaklingurinn fái notið sín í krafti dugnaðar og elju. Margir „jafnaðarmenn“ telja til að mynda austur úr ríkissjóði leiða af sér hagsæld. Margsannað er að svo er ekki. Það er því einmitt fólk sem lifir í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem eru hinir sönnu „jafnaðamenn“ og sannarlega flytur trúin á mátt og megin einstaklingsins fjöll. Í umræðunni gleymist oft að verðmætasköpun hvílir á fólkinu og vilja þess til verka ásamt fyrirtækjum sem það drífur áfram og rekur. Það þarf því að standa vörð um einstaklinginn. Þess vegna standa grunngildi Sjálfstæðisflokksins fyrir árangursríkari jafnaðarmennsku heldur en jafnaðarmennska vinstrimanna. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Trúin á manninn og frelsisþrá hans er í öndvegi í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í því felst frelsi einstaklingsins og óbilandi trú á að hægt sé að skapa öllum jöfn tækifæri til að ná langt, óháð uppruna og efnahag. Um leið vill flokkurinn tryggja afkomu og verja velferð allra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Meðal annarra orða, styðja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Gæta þess jafnframt að enginn komist á vonarvöl, hvort heldur sem er vegna sjúkdóma eða fátæktar. Áhersla Sjálfstæðismanna er einmitt að hjálpa þeim sem lenda í hremmingum til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Það er bjargföst trú mín, sem og annarra Sjálfræðismanna, að leiðin að betra samfélagi sé sú að skapa jöfn tækifæri fyrir alla. Þannig eigi allir sem sýna frumkvæði og dugnað að fá til þess brautargengi. Með jöfnum tækifærum fyrir alla leysum við mun meiri orku úr læðingi heldur en með jafnri og fyrirhyggjulausri útdeilingu á gæðum úr sameiginlegum sjóðum. Árangurríkasta leiðin til jöfnuðar felst því ekki í að deila út veraldlegum gæðum í blindni, heldur miklu frekar að skapa jafnan grunnvöll til að einstaklingurinn fái notið sín í krafti dugnaðar og elju. Margir „jafnaðarmenn“ telja til að mynda austur úr ríkissjóði leiða af sér hagsæld. Margsannað er að svo er ekki. Það er því einmitt fólk sem lifir í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem eru hinir sönnu „jafnaðamenn“ og sannarlega flytur trúin á mátt og megin einstaklingsins fjöll. Í umræðunni gleymist oft að verðmætasköpun hvílir á fólkinu og vilja þess til verka ásamt fyrirtækjum sem það drífur áfram og rekur. Það þarf því að standa vörð um einstaklinginn. Þess vegna standa grunngildi Sjálfstæðisflokksins fyrir árangursríkari jafnaðarmennsku heldur en jafnaðarmennska vinstrimanna. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun