Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 13:34 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira