Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum. Innlent 15.10.2025 21:11
Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki. Innlent 15.10.2025 20:25
Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins. Innlent 15.10.2025 12:55
Líkamsárás við skemmtistað Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 12. október 2025 07:47
Mætti með hníf í sund og var vísað út Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 11. október 2025 18:31
Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. Innlent 11. október 2025 17:04
Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hávaðasamt unglingasamkvæmi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um þrjá vini var að ræða sem sögðust tapsárir vegna taps fótboltalandsliðsins gegn Úkraínu. Innlent 11. október 2025 09:44
Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Lögregla vísaði manni út af bókasafni í dag en sá var að neyta áfengis á salerni þar innandyra sem, að sögn lögreglu, „samræmist ekki góðum bókasafnsháttum.“ Innlent 10. október 2025 18:02
Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn. Innlent 10. október 2025 07:02
Leit að meintum brennuvargi engu skilað Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu. Innlent 9. október 2025 10:26
Stúlkan komin í leitirnar Stúlka sem lögregla lýsti eftir í gær er komin í leitirnar. Lögregla þakkar veitta aðstoð. Innlent 8. október 2025 10:09
Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga mann við íþróttahús á Seltjarnarnesi og fyrir að ráðast á annan mann á sama stað skömmu áður. Atvikin sem málið varðar munu hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. ágúst 2021. Innlent 8. október 2025 08:01
Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um líkamsárás þar sem sást til blóðugs manns fyrir utan fjölbýlishús. Innlent 8. október 2025 06:05
Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Tveir karlmenn um og yfir tvítugt auk fimm ungmenna hafa verið ákærð fyrir að hafa í hótunum við og ræna ungmenni í Hafnarfirði. Karlmennirnir eru einnig ákærðir fyrir skemmdarverk, líkamsárásir og margt fleira. Innlent 7. október 2025 16:40
Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Innlent 7. október 2025 12:22
Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs. Innlent 7. október 2025 06:17
Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Leigubílstjóri sem var handtekinn um helgina grunaður um alvarlega líkamsárás var starfsmaður Hreyfils. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. Innlent 6. október 2025 22:07
Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. Innlent 6. október 2025 20:30
Rúða brotin og flugeld kastað inn Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Innlent 6. október 2025 17:28
Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Karlmaður var handtekinn aðfaranótt sunnudags fyrir stórfellda líkamsárás gegn konu í Dugguvogi í Reykjavík. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Innlent 6. október 2025 15:04
„Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. Innlent 6. október 2025 13:33
„Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir nauðsynlegt að fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi og segir það ranga leið að eltast við þolendur. Tvær konur voru ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi en engin afskipti voru höfð af kaupendum. Innlent 6. október 2025 12:10
Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrverandi eigandi PPP, hefur freistað þess að fá aftur muni sem lögregla lagði hald á í húsleitum á heimili hans en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 6. október 2025 07:46
Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Tvær konur voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á heimasíðunni City of Love. Konurnar eru báðar kólumbískar og á fertugs- og fimmtugsaldri. Rökstuddur grunur er um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi er ákærður. Samtök kynlífsverkafólks segja tímabært að endurskoða „sænsku leiðina“ á Íslandi. Innlent 6. október 2025 07:32