Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af meintum dísilþjófum sem er augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti á Facebook-síðu sinni í gær. Aðalvarðstjóri segir málið til skoðunar og getur lítið sem ekkert sagt um uppruna myndefnisins að svo stöddu. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega. Innlent 31.7.2025 12:07
Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir embættið undir allt búið fyrir þjóðhátíð í Eyjum, sem hefst formlega á morgun. Viðbragð hefur verið aukið í öllum deildum lögreglu. Innlent 31.7.2025 11:40
Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi. Innlent 31.7.2025 09:17
Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að skemma bíl í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að hlaupa undan. Hann komst ekki langt og var handtekinn. Innlent 30. júlí 2025 07:29
Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Ökumanni var veitt eftirför í Breiðholti í dag og hann kærður fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Innlent 29. júlí 2025 19:32
Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Innlent 29. júlí 2025 17:46
Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Innlent 29. júlí 2025 15:29
Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um svikapósta, sem berast einstaklingum, sem eru merktir lögreglu, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í póstunum er fjallað um refsiverð brot í tengslum við barnaníð. Innlent 29. júlí 2025 14:37
Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega að sögn fulltrúa í rannsóknardeild. Innlent 29. júlí 2025 12:49
Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 29. júlí 2025 11:27
Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Innlent 29. júlí 2025 11:02
Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29. júlí 2025 06:29
Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Innlent 28. júlí 2025 19:05
Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar að ungri stúlku sem hljóp í veg fyrir húsbíl á föstudaginn síðasta Hjalteyrargötu á Akureyri. Hún lenti á bifreiðinni og féll í götuna en hljóp svo í burt. Innlent 28. júlí 2025 13:42
Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Innlent 28. júlí 2025 13:11
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Innlent 28. júlí 2025 11:20
Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 65 málum á vaktinni í gærkvöldi og nótt og neyddist meðal annars til þess, enn eina ferðina, að vísa tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Innlent 28. júlí 2025 06:36
Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af atvinnubílstjóra í farþegaflutningum sem reyndist undir áhrifum áfengis í dag. Innlent 27. júlí 2025 17:49
Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Lögreglumenn urðu varir við að íslenska fánanum var flaggað á fánastöng í miðbænum eftir miðnætti. Þar sem ekki náðist í neinn í húsinu var fáninn tekinn niður af lögreglu. Einnig var ökumaður leigubíls stöðvaður fyrir að vera ekki með sýnilegar verðmerkingar og höfð afskipti af fimm veitingastöðum. Innlent 27. júlí 2025 07:47
Líkamsárás í farþegaskipi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um líkamsárás í farþegaskipi. Aðilarnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Innlent 26. júlí 2025 19:12
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. Innlent 26. júlí 2025 14:07
Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að sinna í nótt. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna hrað- eða ölvunaraksturs og einn var vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Gleðin var líka víða við völd og fór lögregla í nokkur hávaðaútköll. Innlent 26. júlí 2025 07:49
Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Maður var handtekinn í Garðabæ í dag vegna ólöglegs vopnaburðar, en hann var meðal annars með úðavopn. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Innlent 25. júlí 2025 17:47
Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af tveimur mönnum í tengslum við rannsókn á þjófnaði úr skartgripabúð á miðvikudag. Þeir eru ekki þeir sömu og voru handteknir fyrir sambærilegan þjófnað á mánudag. Innlent 25. júlí 2025 15:18