Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun