Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 16:12 Formaður félags pípulagningameistara, sem einnig á sæti á framboðslista Miðflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutum á hvolf í nýlegri grein um iðnnám. Grein hans er í besta falli mjög misvísandi en mér er ljúft og skylt að svara henni málefnalega. Engar áætlanir eða aðgerðir hafa verið í þá átt að slá af þeim kröfum sem við gerum til þess starfsfólks sem sinnir ákveðnum störfum, þá síst iðnaðarmönnum. Ég hef engu breytt varðandi kröfur á undanförnum árum þó ég hafi einfaldað ferla almennt svo fólk sem hingað kemur og starfar með nám að baki sem sálfræðingar, læknar eða iðnaðarmenn geti starfað hér á landi. Ferlið hefur verið gert rafrænt og skýrt svo að fólk fái svör hvað því vantar upp á í stað þess að fá aðeins neitun frá kerfinu. Við höfðum áður fengið athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA um að kerfið okkar uppfyllti ekki kröfur um skýrleika - hvergi væri að finna leiðbeiningar né upplýsingar á einum stað um kröfurnar sem eru gerðar til viðurkenningar á menntun eða hæfi, né um ferlið. Um það snerust breytingarnar. Málið sem um ræðir snýst um pólskan pípulagningameistara sem lauk iðnmeistaraprófi samkvæmt þeim reglum sem gilda í heimalandinu og sótti um meistarabréf hér á landi. Umsóknin fór hefðbundna leið frá ENIC NARIC (E/N) skrifstofunni til IÐUNNAR-fræðsluseturs (þar sem fulltrúar SI sitja - þar eru fagaðilarnir sem leggja mat) sem veitti jákvæða umsögn um erindið. E/N afgreiddi erindið skv. þeirri niðurstöðu. Síðar var beðið um breytingu á því án rökstuðnings. Ráðherra stígur ekki inn í slíkt og hefur ekki heimildir til þess fyrr en það koma efnislegar athugasemdir og kæra, þá kemur það til meðferðar til ráðuneytisins. Ekki er hægt að tjá sig nánar um einstök mál. Ég hef alltaf staðið með iðnmenntun og iðnaðarmönnum og ætla því ekki að sitja undir ámælum um annað. Eitt fyrsta frumvarpið mitt sem óbreyttur þingmaður var að greiða leið iðnmenntaðra í háskóla, til þess að eyða þeirri mýtu foreldra að börnin þeirra þyrftu stúdentspróf til að geta menntað sig meira. Ég hef alltaf verið skýr um hve mikilvægt er að menntakerfið svari eftirspurninni eftir iðnnámi og að menntakerfið mennti fyrir samfélagið og ekki síst atvinnulífið, að eldri nemendur fái pláss í kvöld- og helgarnámsskeiðum og svo framvegis. Það er partur af menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli, ekki síst fyrir harðduglegt vinnandi fólk. Það fólk situr nú undir ámæli frá Samfylkingunni sem vill skattleggja það meira en nú þegar er gert. Formaður Félags pípulagningarmanna ætti að frekar að verja kröftum sínum í að verjast þeim skattahækkunum sem kunna að vera framundan ef vinstri menn setjast hér við völd. Það eru gild rök fyrir því að píparar, smiður, rafvirkjar, hárgreiðslumeistarar, bakarar og aðrir iðnaðarmenn stofni einkahlutafélag utan um þjónustu sína eða rekstur. Við skulum gera fólki kleift að skapa, taka áhættu og ná árangri í störfum sínum. Við eigum fyrst og fremst að bera virðingu fyrir vinnandi fólki og mikilvægu framlagi þess til samfélagsins. En ekki boða „plön” sem þeim er síðan ætlað að greiða fyrir með hærri sköttum. Til þess þurfum við ríkisstjórn á hægrivæng stjórnmálanna og eina leiðin til þess er að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærri á laugardaginn. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Formaður félags pípulagningameistara, sem einnig á sæti á framboðslista Miðflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutum á hvolf í nýlegri grein um iðnnám. Grein hans er í besta falli mjög misvísandi en mér er ljúft og skylt að svara henni málefnalega. Engar áætlanir eða aðgerðir hafa verið í þá átt að slá af þeim kröfum sem við gerum til þess starfsfólks sem sinnir ákveðnum störfum, þá síst iðnaðarmönnum. Ég hef engu breytt varðandi kröfur á undanförnum árum þó ég hafi einfaldað ferla almennt svo fólk sem hingað kemur og starfar með nám að baki sem sálfræðingar, læknar eða iðnaðarmenn geti starfað hér á landi. Ferlið hefur verið gert rafrænt og skýrt svo að fólk fái svör hvað því vantar upp á í stað þess að fá aðeins neitun frá kerfinu. Við höfðum áður fengið athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA um að kerfið okkar uppfyllti ekki kröfur um skýrleika - hvergi væri að finna leiðbeiningar né upplýsingar á einum stað um kröfurnar sem eru gerðar til viðurkenningar á menntun eða hæfi, né um ferlið. Um það snerust breytingarnar. Málið sem um ræðir snýst um pólskan pípulagningameistara sem lauk iðnmeistaraprófi samkvæmt þeim reglum sem gilda í heimalandinu og sótti um meistarabréf hér á landi. Umsóknin fór hefðbundna leið frá ENIC NARIC (E/N) skrifstofunni til IÐUNNAR-fræðsluseturs (þar sem fulltrúar SI sitja - þar eru fagaðilarnir sem leggja mat) sem veitti jákvæða umsögn um erindið. E/N afgreiddi erindið skv. þeirri niðurstöðu. Síðar var beðið um breytingu á því án rökstuðnings. Ráðherra stígur ekki inn í slíkt og hefur ekki heimildir til þess fyrr en það koma efnislegar athugasemdir og kæra, þá kemur það til meðferðar til ráðuneytisins. Ekki er hægt að tjá sig nánar um einstök mál. Ég hef alltaf staðið með iðnmenntun og iðnaðarmönnum og ætla því ekki að sitja undir ámælum um annað. Eitt fyrsta frumvarpið mitt sem óbreyttur þingmaður var að greiða leið iðnmenntaðra í háskóla, til þess að eyða þeirri mýtu foreldra að börnin þeirra þyrftu stúdentspróf til að geta menntað sig meira. Ég hef alltaf verið skýr um hve mikilvægt er að menntakerfið svari eftirspurninni eftir iðnnámi og að menntakerfið mennti fyrir samfélagið og ekki síst atvinnulífið, að eldri nemendur fái pláss í kvöld- og helgarnámsskeiðum og svo framvegis. Það er partur af menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli, ekki síst fyrir harðduglegt vinnandi fólk. Það fólk situr nú undir ámæli frá Samfylkingunni sem vill skattleggja það meira en nú þegar er gert. Formaður Félags pípulagningarmanna ætti að frekar að verja kröftum sínum í að verjast þeim skattahækkunum sem kunna að vera framundan ef vinstri menn setjast hér við völd. Það eru gild rök fyrir því að píparar, smiður, rafvirkjar, hárgreiðslumeistarar, bakarar og aðrir iðnaðarmenn stofni einkahlutafélag utan um þjónustu sína eða rekstur. Við skulum gera fólki kleift að skapa, taka áhættu og ná árangri í störfum sínum. Við eigum fyrst og fremst að bera virðingu fyrir vinnandi fólki og mikilvægu framlagi þess til samfélagsins. En ekki boða „plön” sem þeim er síðan ætlað að greiða fyrir með hærri sköttum. Til þess þurfum við ríkisstjórn á hægrivæng stjórnmálanna og eina leiðin til þess er að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærri á laugardaginn. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun