Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar 29. nóvember 2024 15:32 Í komandi kosningum leggur Sjálfstæðisflokkurinn frammi áherslu á málefni sem snúa að hag heimila, atvinnulíf og framtíðarsýn landsins. Við setjum skynsamlegar lausnir í forgang sem létta undir með fólki og styrkja innviði samfélagsins, hvort sem það snýr að lánakjörum, sköttum eða mikilvægum málaflokkum eins og orkumálum og málefnum hælisleitenda. Lægri vextir og betri lánakjör Vextir eru farnir að lækka, og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Markmið okkar er að íslensk heimili og fyrirtæki fái að njóta sambærilegra kjara og þekkist á Norðurlöndunum. Með því skapast meira svigrúm fyrir fjárfestingar, hvort sem það er í eigin húsnæði eða nýsköpun. Til að styðja við þessa vegferð leggjum við áherslu á raunhæfar lausnir fyrir húsnæðiskaup. Við viljum: Afnema stimpilgjöld á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Framlengja og hækka heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Skapa hvata fyrir foreldra með því að leyfa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar í þágu barna, allt að 2 milljónum króna. Skattkerfið til endurskoðunar Við viljum kerfi sem hvetur til verðmætasköpunar og vinnu, en ekki letur. Með því að: Hækka efsta þrep tekjuskatts úr 1,2 milljónum í tvöföld meðallaun, gefst fólki tækifæri til að taka að sér fleiri verkefni án þess að verða fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Við höfum skýra stefnu fyrir barnafólk, með 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Styrkir innviðir og ávinningur fyrir þjóðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð árangri í orkumálum þrátt fyrir hindranir. Hvammsvirkjun og Búrfellslundur eru á áætlun, leyfisveitingar hafa verið einfaldaðar og Landsnet er með stór verkefni í undirbúningi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt rafmagn og stuðla að grænni framtíð. Á sama tíma höfum við gripið til aðgerða í málefnum hælisleitenda. Með breytingum á útlendingalögum hefur áætlaður kostnaður í málaflokknum lækkað um 10 milljarða. Þessar breytingar eru til hagsbóta fyrir bæði íslenska skattgreiðendur og kerfið sjálft. Heildarsýn fyrir betri framtíð Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxtastig, heldur einnig skapa samfélag sem leggur áherslu á frelsi, framtak og sjálfbærni. Með því að styrkja efnahag heimilanna, bæta innviði og lækka opinberan kostnað erum við að leggja grunn að bjartari framtíð fyrir Ísland. Þetta eru kosningar sem snúast ekki bara um hvað við getum gert, heldur hvað við höfum þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skynsemi og úthald er framtíðin í okkar höndum. Setjum því X við D á laugardaginn Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum leggur Sjálfstæðisflokkurinn frammi áherslu á málefni sem snúa að hag heimila, atvinnulíf og framtíðarsýn landsins. Við setjum skynsamlegar lausnir í forgang sem létta undir með fólki og styrkja innviði samfélagsins, hvort sem það snýr að lánakjörum, sköttum eða mikilvægum málaflokkum eins og orkumálum og málefnum hælisleitenda. Lægri vextir og betri lánakjör Vextir eru farnir að lækka, og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Markmið okkar er að íslensk heimili og fyrirtæki fái að njóta sambærilegra kjara og þekkist á Norðurlöndunum. Með því skapast meira svigrúm fyrir fjárfestingar, hvort sem það er í eigin húsnæði eða nýsköpun. Til að styðja við þessa vegferð leggjum við áherslu á raunhæfar lausnir fyrir húsnæðiskaup. Við viljum: Afnema stimpilgjöld á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Framlengja og hækka heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Skapa hvata fyrir foreldra með því að leyfa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar í þágu barna, allt að 2 milljónum króna. Skattkerfið til endurskoðunar Við viljum kerfi sem hvetur til verðmætasköpunar og vinnu, en ekki letur. Með því að: Hækka efsta þrep tekjuskatts úr 1,2 milljónum í tvöföld meðallaun, gefst fólki tækifæri til að taka að sér fleiri verkefni án þess að verða fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Við höfum skýra stefnu fyrir barnafólk, með 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Styrkir innviðir og ávinningur fyrir þjóðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð árangri í orkumálum þrátt fyrir hindranir. Hvammsvirkjun og Búrfellslundur eru á áætlun, leyfisveitingar hafa verið einfaldaðar og Landsnet er með stór verkefni í undirbúningi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt rafmagn og stuðla að grænni framtíð. Á sama tíma höfum við gripið til aðgerða í málefnum hælisleitenda. Með breytingum á útlendingalögum hefur áætlaður kostnaður í málaflokknum lækkað um 10 milljarða. Þessar breytingar eru til hagsbóta fyrir bæði íslenska skattgreiðendur og kerfið sjálft. Heildarsýn fyrir betri framtíð Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxtastig, heldur einnig skapa samfélag sem leggur áherslu á frelsi, framtak og sjálfbærni. Með því að styrkja efnahag heimilanna, bæta innviði og lækka opinberan kostnað erum við að leggja grunn að bjartari framtíð fyrir Ísland. Þetta eru kosningar sem snúast ekki bara um hvað við getum gert, heldur hvað við höfum þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skynsemi og úthald er framtíðin í okkar höndum. Setjum því X við D á laugardaginn Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun