Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 22:47 Flokksformenn bítast nú um hvert einasta atkvæði, enda styttist óðum í kosningadag. vísir/vilhelm Í nýrri kosningaspá Metils, sem tekur mið af nýjum fylgiskönnunum Maskínu og Prósent er Sjálfstæðisflokki spáð betra gengi en áður. Píratar næðu inn manni samkvæmt spánni, en ekki Vinstri græn eða Sósíalistaflokkur. Kosningaspá Metils hefur vakið nokkurra athygli. Líkan Metils byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Nýjustu kannanir í spánni eru kannanir Maskínu og Prósent sem birtust í dag.metill Á vef Metils segir að nýjustu kannanir hafi áhrif á kosningaspána. „Sömuleiðis hefur áhrif að fimm dagar eru frá síðustu uppfærslu líkansins og þar sem færri dagar eru til kosninga minnkar óvissan í líkaninu og vægi skoðanakannana eykst í spánni en vægi sögulegra gagna minnkar á móti. Helstu tíðindin í nýjustu uppfærslunni eru þau að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er spáð mestu fylgi, með 18% fylgi að miðgildi. Fylgi Viðreisnar gefur aðeins eftir, en þau mælast þó með 16% fylgi í miðgildisspánni. Flokkur fólksins heldur áfram að sækja aukið fylgi og er með 14% að miðgildi.“ Þingsætaspá.metill Líklegast að sjö flokkar nái þingmönnum inn Mesta spennan sé tengd 5% þröskuldinum, en flokkar sem ná því fylgi á landsvísu eiga rétt á jöfnunarþingmönnum. „Bæði Píratar og Sósíalistar hafa aukið líkur sínar á því að ná yfir þröskuldinn frá síðustu uppfærslu. Þó hvorugur flokkurinn mælist yfir 5% í miðgildisspánni (miðgildisspá Pírata er 5% eftir námundun) eru nokkrar líkur á að annar eða báðir flokkar nái þingmönnum. Líklegasta útkoman samkvæmt nýjustu spá er að sjö flokkar nái þingmönnum, en á því eru um það bil helmings líkur samkvæmt tölfræðilíkaninu okkar,“ segir á vef Metils. Mögulegar ríkisstjórnir.metill Helstu óvissuatriðin í líkaninu á lokametrunum tengist Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. „Sósíalistaflokkurinn hefur aðeins boðið fram til þings einu sinni áður og því hefur líkanið minni upplýsingar um sögulegar mælingar á fylgi flokksins. Fylgi Miðflokksins hefur sveiflast mikið allt kjörtímabilið og því er vítt óvissubil um miðgildisspá flokksins. Sú óvissa kann að tengjast þeim fjölda kjósenda sem er að gera upp hug sinn milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þessar fylgissveiflur hafa auðvitað áhrif á þingmannafjölda og möguleg stjórnarmynstur líkt og sjá má neðar á síðunni. Alþingiskosningarnar 2024 verða æsispennandi og alls óvíst hver stendur uppi með pálmann í höndunum. Við stefnum að lokauppfærslu á kosningaspá Metils annað kvöld, þegar síðustu fylgiskannanir hafa verið birtar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02 Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Kosningaspá Metils hefur vakið nokkurra athygli. Líkan Metils byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Nýjustu kannanir í spánni eru kannanir Maskínu og Prósent sem birtust í dag.metill Á vef Metils segir að nýjustu kannanir hafi áhrif á kosningaspána. „Sömuleiðis hefur áhrif að fimm dagar eru frá síðustu uppfærslu líkansins og þar sem færri dagar eru til kosninga minnkar óvissan í líkaninu og vægi skoðanakannana eykst í spánni en vægi sögulegra gagna minnkar á móti. Helstu tíðindin í nýjustu uppfærslunni eru þau að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er spáð mestu fylgi, með 18% fylgi að miðgildi. Fylgi Viðreisnar gefur aðeins eftir, en þau mælast þó með 16% fylgi í miðgildisspánni. Flokkur fólksins heldur áfram að sækja aukið fylgi og er með 14% að miðgildi.“ Þingsætaspá.metill Líklegast að sjö flokkar nái þingmönnum inn Mesta spennan sé tengd 5% þröskuldinum, en flokkar sem ná því fylgi á landsvísu eiga rétt á jöfnunarþingmönnum. „Bæði Píratar og Sósíalistar hafa aukið líkur sínar á því að ná yfir þröskuldinn frá síðustu uppfærslu. Þó hvorugur flokkurinn mælist yfir 5% í miðgildisspánni (miðgildisspá Pírata er 5% eftir námundun) eru nokkrar líkur á að annar eða báðir flokkar nái þingmönnum. Líklegasta útkoman samkvæmt nýjustu spá er að sjö flokkar nái þingmönnum, en á því eru um það bil helmings líkur samkvæmt tölfræðilíkaninu okkar,“ segir á vef Metils. Mögulegar ríkisstjórnir.metill Helstu óvissuatriðin í líkaninu á lokametrunum tengist Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. „Sósíalistaflokkurinn hefur aðeins boðið fram til þings einu sinni áður og því hefur líkanið minni upplýsingar um sögulegar mælingar á fylgi flokksins. Fylgi Miðflokksins hefur sveiflast mikið allt kjörtímabilið og því er vítt óvissubil um miðgildisspá flokksins. Sú óvissa kann að tengjast þeim fjölda kjósenda sem er að gera upp hug sinn milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þessar fylgissveiflur hafa auðvitað áhrif á þingmannafjölda og möguleg stjórnarmynstur líkt og sjá má neðar á síðunni. Alþingiskosningarnar 2024 verða æsispennandi og alls óvíst hver stendur uppi með pálmann í höndunum. Við stefnum að lokauppfærslu á kosningaspá Metils annað kvöld, þegar síðustu fylgiskannanir hafa verið birtar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02 Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59