Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 22:47 Flokksformenn bítast nú um hvert einasta atkvæði, enda styttist óðum í kosningadag. vísir/vilhelm Í nýrri kosningaspá Metils, sem tekur mið af nýjum fylgiskönnunum Maskínu og Prósent er Sjálfstæðisflokki spáð betra gengi en áður. Píratar næðu inn manni samkvæmt spánni, en ekki Vinstri græn eða Sósíalistaflokkur. Kosningaspá Metils hefur vakið nokkurra athygli. Líkan Metils byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Nýjustu kannanir í spánni eru kannanir Maskínu og Prósent sem birtust í dag.metill Á vef Metils segir að nýjustu kannanir hafi áhrif á kosningaspána. „Sömuleiðis hefur áhrif að fimm dagar eru frá síðustu uppfærslu líkansins og þar sem færri dagar eru til kosninga minnkar óvissan í líkaninu og vægi skoðanakannana eykst í spánni en vægi sögulegra gagna minnkar á móti. Helstu tíðindin í nýjustu uppfærslunni eru þau að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er spáð mestu fylgi, með 18% fylgi að miðgildi. Fylgi Viðreisnar gefur aðeins eftir, en þau mælast þó með 16% fylgi í miðgildisspánni. Flokkur fólksins heldur áfram að sækja aukið fylgi og er með 14% að miðgildi.“ Þingsætaspá.metill Líklegast að sjö flokkar nái þingmönnum inn Mesta spennan sé tengd 5% þröskuldinum, en flokkar sem ná því fylgi á landsvísu eiga rétt á jöfnunarþingmönnum. „Bæði Píratar og Sósíalistar hafa aukið líkur sínar á því að ná yfir þröskuldinn frá síðustu uppfærslu. Þó hvorugur flokkurinn mælist yfir 5% í miðgildisspánni (miðgildisspá Pírata er 5% eftir námundun) eru nokkrar líkur á að annar eða báðir flokkar nái þingmönnum. Líklegasta útkoman samkvæmt nýjustu spá er að sjö flokkar nái þingmönnum, en á því eru um það bil helmings líkur samkvæmt tölfræðilíkaninu okkar,“ segir á vef Metils. Mögulegar ríkisstjórnir.metill Helstu óvissuatriðin í líkaninu á lokametrunum tengist Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. „Sósíalistaflokkurinn hefur aðeins boðið fram til þings einu sinni áður og því hefur líkanið minni upplýsingar um sögulegar mælingar á fylgi flokksins. Fylgi Miðflokksins hefur sveiflast mikið allt kjörtímabilið og því er vítt óvissubil um miðgildisspá flokksins. Sú óvissa kann að tengjast þeim fjölda kjósenda sem er að gera upp hug sinn milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þessar fylgissveiflur hafa auðvitað áhrif á þingmannafjölda og möguleg stjórnarmynstur líkt og sjá má neðar á síðunni. Alþingiskosningarnar 2024 verða æsispennandi og alls óvíst hver stendur uppi með pálmann í höndunum. Við stefnum að lokauppfærslu á kosningaspá Metils annað kvöld, þegar síðustu fylgiskannanir hafa verið birtar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02 Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Kosningaspá Metils hefur vakið nokkurra athygli. Líkan Metils byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Nýjustu kannanir í spánni eru kannanir Maskínu og Prósent sem birtust í dag.metill Á vef Metils segir að nýjustu kannanir hafi áhrif á kosningaspána. „Sömuleiðis hefur áhrif að fimm dagar eru frá síðustu uppfærslu líkansins og þar sem færri dagar eru til kosninga minnkar óvissan í líkaninu og vægi skoðanakannana eykst í spánni en vægi sögulegra gagna minnkar á móti. Helstu tíðindin í nýjustu uppfærslunni eru þau að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er spáð mestu fylgi, með 18% fylgi að miðgildi. Fylgi Viðreisnar gefur aðeins eftir, en þau mælast þó með 16% fylgi í miðgildisspánni. Flokkur fólksins heldur áfram að sækja aukið fylgi og er með 14% að miðgildi.“ Þingsætaspá.metill Líklegast að sjö flokkar nái þingmönnum inn Mesta spennan sé tengd 5% þröskuldinum, en flokkar sem ná því fylgi á landsvísu eiga rétt á jöfnunarþingmönnum. „Bæði Píratar og Sósíalistar hafa aukið líkur sínar á því að ná yfir þröskuldinn frá síðustu uppfærslu. Þó hvorugur flokkurinn mælist yfir 5% í miðgildisspánni (miðgildisspá Pírata er 5% eftir námundun) eru nokkrar líkur á að annar eða báðir flokkar nái þingmönnum. Líklegasta útkoman samkvæmt nýjustu spá er að sjö flokkar nái þingmönnum, en á því eru um það bil helmings líkur samkvæmt tölfræðilíkaninu okkar,“ segir á vef Metils. Mögulegar ríkisstjórnir.metill Helstu óvissuatriðin í líkaninu á lokametrunum tengist Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. „Sósíalistaflokkurinn hefur aðeins boðið fram til þings einu sinni áður og því hefur líkanið minni upplýsingar um sögulegar mælingar á fylgi flokksins. Fylgi Miðflokksins hefur sveiflast mikið allt kjörtímabilið og því er vítt óvissubil um miðgildisspá flokksins. Sú óvissa kann að tengjast þeim fjölda kjósenda sem er að gera upp hug sinn milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þessar fylgissveiflur hafa auðvitað áhrif á þingmannafjölda og möguleg stjórnarmynstur líkt og sjá má neðar á síðunni. Alþingiskosningarnar 2024 verða æsispennandi og alls óvíst hver stendur uppi með pálmann í höndunum. Við stefnum að lokauppfærslu á kosningaspá Metils annað kvöld, þegar síðustu fylgiskannanir hafa verið birtar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02 Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent