Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Segir far­aldurinn hafa breytt við­horfi til fjar­náms

Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Verður gervigreind banabiti heimalærdóms?

Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Verzló verður grár

Viðamiklar endurbætur standa nú yfir á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands. Húsið verður endursteinað með gráum tónum og gluggum skipt út.

Innlent
Fréttamynd

Heim­greiðslur fyrir hafn­firska for­eldra

Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar bíða svara: Segja Safamýrina eins og lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum

Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að foreldrum barna í leikskólanum Hlíð var tilkynnt að flytja þyrfti starfsemina vegna myglu. Foreldrafélag leikskólans líkir leikskólaplássi í Safamýri, þar sem hluta barnanna var komið fyrir, við kalda lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum. Foreldrar óska eftir fundi með skóla- og frístundasviði ásamt eignaskrifstofu borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vefnaður kenndur á Hallormsstað

Vefnaður er eitt af því, sem nemendur Hallormsstaðaskóla á Hallormsstað læra til að koma í veg fyrir að þetta gamla handverk glatist ekki. Skólameistarinn segir nauðsynlegt að viðhalda þessum gamla menningararfi, sem vefnaður er.

Innlent
Fréttamynd

Er ekki tilefni til að skammast sín og biðjast afsökunar?

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann.

Skoðun
Fréttamynd

Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 

Innlent
Fréttamynd

Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar".

Innlent
Fréttamynd

„Léttir þegar maður hættir að dæma aðra“

Þau Hekla, Alex Darri, Arnór Flóki og Harpa eru ungt þenkjandi fólk. Þau eiga það sameiginlegt að hafa sótt námskeið hjá Dale Carnegie og segja það hafi gagnast þeim á ólíkan hátt, einkunnir hafi til dæmis hækkað, hugrekkið aukist og þau séu víðsýnni en áður.

Samstarf
Fréttamynd

Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við

Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna.

Innlent
Fréttamynd

„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“

Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að leyfa kerfinu að fá aðeins að anda“

Mannekla er helsta áskorunin þegar kemur að uppbyggingu leikskólakerfisins í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Samfylkingarinnar en fjölmargir leikskólakennarar hafa flutt sig yfir í grunnskólana. Formaður Félags leikskólakennara segir leikskólastigið ekki ráða við mikið meira og að kerfið hafi stækkað allt of hratt. Jafna þurfi starfsaðstæður, til að mynda með styttingu vinnuvikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ár uppbyggingar og mikilla áskorana

Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu.

Skoðun
Fréttamynd

Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu

Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi.

Innlent