Móðir segir starfsbrautina mæta afgangi og illa sé staðið að innritunarferli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:10 Svanur fær ekki að skoða Borgarholtsskóla fyrr en nokkrum dögum fyrir skólabyrjun. Harpa Þórisdóttir Móðir drengs sem var gert að bíða til dagsins í dag eftir boði um skólavist á starfsbraut segir illa að inntökuferlinu staðið. Hún gagnrýnir Menntamálastofnun fyrir að hafa haldið fjölskyldunni í óvissu fram að síðasta degi fyrir sumarfrí framhaldsskólastarfsmanna. Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51
Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04