Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Fatlað fólk ber ekki á­byrgð á vel­ferð sam­fé­lagsins

Jafnræði er ein mikilvægasta forsenda hvers lýðræðissamfélags. Jafnræði og jafnrétti okkar sem borgara er hornsteinn þess að við fáum öll notið sömu tækifæra og eigum sömu möguleika í samfélaginu, þar með talið réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi.

Skoðun
Fréttamynd

„Mamma, ég gat þetta“

Magnús Orri Arnarson er handhafi Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Reykjavík Grand í dag.

Lífið
Fréttamynd

Einn heitasti lista­maður landsins heldur þræði

Kærleikskúlan hefur í 22 ár verið órjúfanlegur hluti af jólahefð margra en í byrjun desember á hverju ári er staðið að útgáfu til styrktar Gló stuðningsfélagi. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals sem félagið á og rekur.

Menning
Fréttamynd

Fela ein­hverfu til að passa inn

„Þetta er í rauninni svolítið vonlaus staða því þó að ég geti unnið vinnuna sem til er ætlast og gert það vel, þá fitta ég ekki inn í neina vinnustaðamenningu,” segir íslensk kona sem fékk einhverfugreiningu á fullorðnisaldri en hún brann út eftir þrjú ár í starfi og hefur að eigin sögn gefist upp á íslenska vinnumarkaðnum.

Lífið
Fréttamynd

Kemur málinu ekki við

Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri ýjaði að því í grein á Vísi að það væri mér og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að kenna að ekki sé til fjármagn til að gera samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjörutíu og tvo einstaklinga í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ári. Við lögfestingu samningsins hefði átt að framkvæma fjárhagsmat skv. 129. gr. sveitarstjórnarlaga. Þetta er rangt.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir barna á „al­ræmdum“ bið­listum í brotnu kerfi

Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjör­vað“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. 

Innlent
Fréttamynd

Enn ein út­tektin sýnir al­var­lega stöðu fatlaðra: „Sláandi"

Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra.

Innlent
Fréttamynd

„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“

Ný sólgleraugu tæknirisans Meta eru óvænt bragarbót fyrir sjónskerta, þrátt fyrir að hafa ekki verið hönnuð fyrir þá. Blindur maður, sem hefur notað gleraugun í tvær vikur, segir þau byltingu. Honum líði eins og persónu í James Bond mynd.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar fá nú síður gjaf­sókn

Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkulífeyri er nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Til hamingju Ís­land

Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. 

Skoðun
Fréttamynd

Verði að tryggja að á ís­lensku megi alltaf finna svar

Almannarómur safnar nú gögnum frá fyrirtækjum til að efla tungutak tengt ákveðnum atvinnugreinum. Halldór Benjamín Þorbergsson, stjórnarformaður Almannaróms, og Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segja ekki sjálfsagt að þau tól sem við notum og tæknin tali íslensku en það sé mikilvægt að svo sé.

Innlent
Fréttamynd

Þau eru nýir tals­menn fatlaðs fólks á þingi

Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Oln­boga­börn ríkisins góðan dag

Íslensk stjórnvöld hafa árum saman lofað að stytta bið barna eftir greiningu og þjónustu. Samt bíða þúsundir barna enn eftir lögbundnum réttindum og þegar börn bíða árum saman eftir greiningu, ráðgjöf eða íhlutun er það brot á réttindum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Til­finningar í þing­sal og Inga brosir hringinn

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í dag með atkvæðum þingmanna allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins sem sátu hjá. Margir þingmenn stigu í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu fulltrúar úr röðum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks fjölmenntu á þingpallana til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og fögnuðu þegar frumvarpið varð að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um af­greiðslu velferðarnefndar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Innlent
Fréttamynd

Rífandi stemning í Reykjadal

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur tekið upp nýtt nafn og heitir í dag Gló stuðningsfélag. Félagið fagnaði nýju nafni og nýrri ásýnd í Reykjadal í Mosfellsdal síðastliðinn laugardag.

Lífið
Fréttamynd

For­eldrar lang­veikra barna ein­angruð og endi jafn­vel sem ör­yrkjar

Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin.

Innlent
Fréttamynd

Vel­komin á fjórðu vaktina

Var ég búin að gefa morgunlyfin? Verð að vera dugleg að skrá lyfjagjafirnar niður, ég gleymi öllu þessa dagana. Hvað segirðu, er stuðningsaðilinn í leikskólanum veikur? Ókei, ég verð þá heima í dag. Aftur.

Skoðun