Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 10:30 Vinnan er einn mikilvægasti lykillinn að þátttöku í samfélaginu. Samt hefur vinnumarkaðurinn ekki veitt fötluðu fólki þau tækifæri sem það á rétt á. Þegar fólk er útilokað frá vinnu er það ekki aðeins svipt tekjum, heldur einnig félagslegri þátttöku, sjálfsmynd og sýnileika í samfélaginu. Við sjáum fatlað fólk alltof sjaldan í daglegu lífi: á vinnustöðum, í þjónustu, í umræðunni. Þegar við mætum fólki með fötlun verður margt fólk óöruggt eða feimið, eins og það viti ekki hvernig eigi að umgangast það. Líkt og fatlað fólk sé ekki venjulegt fólk eins og hver annar. Þessi viðbrögð spretta ekki endilega af illvilja, heldur þekkingarleysi og skorti á samskiptum. Fötlun er ekki það sama og veikindi. Einstaklingur með fötlun getur verið mjög heilbrigður og fullfær um að leggja sitt af mörkum. Tökum sem dæmi einstakling með lágan mænuskaða. Hann notar hjólastól sem kemur í stað fótanna, en að öðru leyti er hann fullfær í störfum sínum, með getu til ábyrgðar, útsjónarsemi og vinnu eins og aðrir. Það sem stendur oft í vegi fyrir atvinnuþátttöku hans eru ekki takmarkanir hans sjálfs, heldur hindranir að aðgengi, skipulag og vanþekking. Sama á við um fólk með þroskahamlanir. Þeir einstaklingar þurfa, rétt eins og við öll, að fá að reyna á sig, fá verkefni við hæfi og finna að þeir séu að gera gagn. Við þurfum nefnilega öll að finna tilgang. Við þurfum öll að hafa eitthvað til að vakna fyrir á morgnana, óháð því hvort við erum með fötlun eða ekki. Vinnan er þar lykilatriði þar sem hún veitir félagsleg tengsl, styrkir sjálfsmynd og gefur tilfinningu fyrir þátttöku. Það er ekki jöfnuður að halda að maður sé góður með því að gera allt fyrir annað fólk vegna þess að við höldum, af vanþekkingu, að það geti ekki sjálft. Það er ekki virðing. Jöfnuður felst í því að skoða styrkleika hvers og eins og skapa raunveruleg tækifæri út frá þeim. Jöfnuður felst í því að styðja fólk til sjálfstæðis, ekki að festa það í hlutverki vanmáttar. Sem iðjuþjálfi hef ég ítrekað séð hversu mikil áhrif iðja og tilgangur hafa á líðan fólks. Sem dóttir manns sem fór á örorku mjög ungur sá ég einnig með eigin augum hvernig hann blómstraði þegar honum voru falin verkefni við hæfi. Þegar hann fékk tækifæri til að vinna á eigin hraða lyftist hann allur við og ég fann svo sterkt fyrir því hvað hann var ánægður með að honum var treyst fyrir þessu verkefni. Hann fékk tilgang og sjálfsvirðingin jókst. Ég þekki einnig unga konu með Downs heilkenni sem elskar vinnuna sína meira en flestir sem ég þekki. Hún finnur þar fyrir gleði, stolti og tilfinningu fyrir því að vera hluti af samfélaginu. Í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg sé ég hins vegar dæmi um ungt fólk, ekki endilega með fötlun heldur einhverskonar raskanir, sem fær aðstoð heim vegna þess að það á erfitt með að halda utan um heimili sitt. Það hefur aldrei verið reynt að hæfa þessa einstaklinga til þeirra hluta sem þau eiga erfiðast með. Þeir fá því ekki þá aðstoð sem raunverulega styður sjálfstæði þeirra. Enginn er betur settur með því að hlutirnir séu einfaldlega gerðir fyrir fólk í stað þess að veita því verkfæri til að gera sjálft. Það er skaðlegt fyrir andlega líðan að telja sig ekki geta. Við getum öll. Stundum þarf bara að endurhugsa hvernig við framkvæmum hlutina og finna nýjar leiðir að markmiðum okkar. Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki sérmál. Það er prófsteinn á hvort samfélagið okkar standi undir hugmyndum um jöfnuð, virðingu og mannréttindi. Með þessa iðjuþjálfa- og jafnaðarmannasýn mína á samfélagið hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 4. til 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég geri það í þeirri trú að við getum skapað samfélag þar sem allir fá raunveruleg tækifæri til þátttöku. Allir þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna og búa í Reykjavík geta kosið þann 24. janúar næstkomandi. Höfundur er iðjuþjálfi, teymisstjóri heilabilunarteymis Reykjavíkurborgar og teymisstjóri hjá heimastuðningi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Vinnan er einn mikilvægasti lykillinn að þátttöku í samfélaginu. Samt hefur vinnumarkaðurinn ekki veitt fötluðu fólki þau tækifæri sem það á rétt á. Þegar fólk er útilokað frá vinnu er það ekki aðeins svipt tekjum, heldur einnig félagslegri þátttöku, sjálfsmynd og sýnileika í samfélaginu. Við sjáum fatlað fólk alltof sjaldan í daglegu lífi: á vinnustöðum, í þjónustu, í umræðunni. Þegar við mætum fólki með fötlun verður margt fólk óöruggt eða feimið, eins og það viti ekki hvernig eigi að umgangast það. Líkt og fatlað fólk sé ekki venjulegt fólk eins og hver annar. Þessi viðbrögð spretta ekki endilega af illvilja, heldur þekkingarleysi og skorti á samskiptum. Fötlun er ekki það sama og veikindi. Einstaklingur með fötlun getur verið mjög heilbrigður og fullfær um að leggja sitt af mörkum. Tökum sem dæmi einstakling með lágan mænuskaða. Hann notar hjólastól sem kemur í stað fótanna, en að öðru leyti er hann fullfær í störfum sínum, með getu til ábyrgðar, útsjónarsemi og vinnu eins og aðrir. Það sem stendur oft í vegi fyrir atvinnuþátttöku hans eru ekki takmarkanir hans sjálfs, heldur hindranir að aðgengi, skipulag og vanþekking. Sama á við um fólk með þroskahamlanir. Þeir einstaklingar þurfa, rétt eins og við öll, að fá að reyna á sig, fá verkefni við hæfi og finna að þeir séu að gera gagn. Við þurfum nefnilega öll að finna tilgang. Við þurfum öll að hafa eitthvað til að vakna fyrir á morgnana, óháð því hvort við erum með fötlun eða ekki. Vinnan er þar lykilatriði þar sem hún veitir félagsleg tengsl, styrkir sjálfsmynd og gefur tilfinningu fyrir þátttöku. Það er ekki jöfnuður að halda að maður sé góður með því að gera allt fyrir annað fólk vegna þess að við höldum, af vanþekkingu, að það geti ekki sjálft. Það er ekki virðing. Jöfnuður felst í því að skoða styrkleika hvers og eins og skapa raunveruleg tækifæri út frá þeim. Jöfnuður felst í því að styðja fólk til sjálfstæðis, ekki að festa það í hlutverki vanmáttar. Sem iðjuþjálfi hef ég ítrekað séð hversu mikil áhrif iðja og tilgangur hafa á líðan fólks. Sem dóttir manns sem fór á örorku mjög ungur sá ég einnig með eigin augum hvernig hann blómstraði þegar honum voru falin verkefni við hæfi. Þegar hann fékk tækifæri til að vinna á eigin hraða lyftist hann allur við og ég fann svo sterkt fyrir því hvað hann var ánægður með að honum var treyst fyrir þessu verkefni. Hann fékk tilgang og sjálfsvirðingin jókst. Ég þekki einnig unga konu með Downs heilkenni sem elskar vinnuna sína meira en flestir sem ég þekki. Hún finnur þar fyrir gleði, stolti og tilfinningu fyrir því að vera hluti af samfélaginu. Í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg sé ég hins vegar dæmi um ungt fólk, ekki endilega með fötlun heldur einhverskonar raskanir, sem fær aðstoð heim vegna þess að það á erfitt með að halda utan um heimili sitt. Það hefur aldrei verið reynt að hæfa þessa einstaklinga til þeirra hluta sem þau eiga erfiðast með. Þeir fá því ekki þá aðstoð sem raunverulega styður sjálfstæði þeirra. Enginn er betur settur með því að hlutirnir séu einfaldlega gerðir fyrir fólk í stað þess að veita því verkfæri til að gera sjálft. Það er skaðlegt fyrir andlega líðan að telja sig ekki geta. Við getum öll. Stundum þarf bara að endurhugsa hvernig við framkvæmum hlutina og finna nýjar leiðir að markmiðum okkar. Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki sérmál. Það er prófsteinn á hvort samfélagið okkar standi undir hugmyndum um jöfnuð, virðingu og mannréttindi. Með þessa iðjuþjálfa- og jafnaðarmannasýn mína á samfélagið hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 4. til 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég geri það í þeirri trú að við getum skapað samfélag þar sem allir fá raunveruleg tækifæri til þátttöku. Allir þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna og búa í Reykjavík geta kosið þann 24. janúar næstkomandi. Höfundur er iðjuþjálfi, teymisstjóri heilabilunarteymis Reykjavíkurborgar og teymisstjóri hjá heimastuðningi í Reykjavík.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun