Verður pláss fyrir börnin? Hörður Svavarsson skrifar 11. júlí 2023 10:30 Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Börn búa við þrengsli í leikskólum. Vandi barnanna er að þau eru of mörg í rýminu, en íslensk börn eru lengur í leikskólanum en börn í öðrum löndum. Þrengslin valda álagi á börnin, en líka á starfsfólkið. Og valkostir starfsfólksins umfram börnin eru að fullorðna fólkið getur forðað sér. Margir kennarar hafa fært sig úr leikskólanum yfir í grunnskólana þar sem vinnuumhverfi er með öðrum hætti. Ástandið í mörgum leikskólum hefur verið þannig undanfarin ár, að deildum er lokað fyrirvaralaust vegna manneklu og sumar deildir er ekki hægt að opna allan ársins hring vegna starfsmannaskorts. Við þessu ástandi reyna nú sum sveitarfélög að bregðast - og gera það án aðkomu ríkisins, sem er einhvern veginn alltaf stikkfrí hvað varðar leikskólann. Sveitarfélögin teikna upp plön um mismunandi aðgerðir og kalla það leiðir. Leiðir sem þau kenna svo við sveitarfélagið sitt af því þau eru stolt af því að vera lögð af stað í ferðalag með leikskólana sína. Einkenni þessara leiða er, að í fyrstu lotu er ekki farið alla leið. En það er verið að stíga skref um þessar mundir. Í Kópavogi hefur nú verið kynntur leiðarvísir til betri leikskóla í þrettán liðum. Mesta athygli hefur vakið ákvörðum bæjarins um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla. Þar er stigið skref sem mögulega getur stytt langan skóladag sumra barna. Sumum fjölskyldum kann að henta svona fyrirkomulag vel. Fjölskyldur sem eiga fæðingarorlof, þar sem foreldri er ekki á vinnumarkaði og foreldrar sem hafa sveigjanlegan vinnutíma eða vinna ekki langan vinnudag, geta að líkindum nýtt sér þetta fyrirkomulag. Gjaldfrelsi í leikskólanum nær með þessu yfir lengri tíma en gjaldfrelsi í fyrstu bekkjum grunnskóla. Skólagjald í leikskólanum umfram sex klukkutímana er svo með svipuðu sniði og í Frístund grunnskólanna. Kópavogsbær, eða íbúar bæjarins, niðurgreiða áfram leikskólann sem nemur 86% af kostnaði við hann. Eðlilegt ákall ætti að vera til ríkisins, um að greiða fyrir þetta skólastig eins og grunnskólann. Ein af þeim aðgerðum sem Kópavogsbær ætlar í, hefur fengið minni umræðu en sumar aðrar. Bærinn ætlar að vinna áætlun til framtíðar um viðmið um húsnæði (leik- og heildarrými) og aðbúnað barna og starfsfólks í leikskólum. Áætlun á að vera tilbúin vorið 2024, eftir tæpt ár og gert er ráð fyrir aðgerðum í skrefum til ársins 2030. Þarna er auðvitað ekki stigið stórt skref og ekki farið alla leið, en það er búið að ákveða að gera það. Það eru sannarlega tímamót fyrir börnin í bænum. Í stórri rannsókn Kennarasambandsins kom fram að fagfólk, kennarar, skólastjórar og fræðslustjórar telja að hvert barn þurfi um sex fermetra í leikrými innan leikskóladeildar sinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hvert barn hefur innan við tvo fermetra í leikrými á deildinni sinni. En á leikskóladeildinni sjálfri dvelja börnin stærstan hluta skóladagsins og þau eru lengur í leikskólum en börn í öðrum löndum. Þetta eru þrengsli, sem samfélaginu er ekki sæmandi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur verið lögfestur á Íslandi. Í honum segir meðal annars að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Þar segir jafnframt að aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón. Samkvæmt ofangreindum ákvæðum í Barnasáttmálanum, en samningurinn gengur undir því nafni í daglegu tali, ættu hagsmunir barna að víkja öðrum hagsmunum úr vegi, eða vera ofar öðrum hagsmunum, í öllu starfi og skipulagi leikskóla. Fjárhagslegar aðstæður sveitarfélaga kunna að vera margskonar. Þarfir foreldra og atvinnulífs eru líka mismunandi. Pólitísk sjónarmið eru allavega. Starfsfólk gerir að líkindum kröfur til kjara og aðstöðu. En ofar öllum þessum hagsmunum ber að setja hagsmuni barnsins. Það er því ánægjulegt að Kópavogsbær hefur ákveðið að ljúka áætlun um rými leikskólabarna fyrir næsta vor - og framkvæma þá áætlun ekki seinna en árið 2030. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Börn búa við þrengsli í leikskólum. Vandi barnanna er að þau eru of mörg í rýminu, en íslensk börn eru lengur í leikskólanum en börn í öðrum löndum. Þrengslin valda álagi á börnin, en líka á starfsfólkið. Og valkostir starfsfólksins umfram börnin eru að fullorðna fólkið getur forðað sér. Margir kennarar hafa fært sig úr leikskólanum yfir í grunnskólana þar sem vinnuumhverfi er með öðrum hætti. Ástandið í mörgum leikskólum hefur verið þannig undanfarin ár, að deildum er lokað fyrirvaralaust vegna manneklu og sumar deildir er ekki hægt að opna allan ársins hring vegna starfsmannaskorts. Við þessu ástandi reyna nú sum sveitarfélög að bregðast - og gera það án aðkomu ríkisins, sem er einhvern veginn alltaf stikkfrí hvað varðar leikskólann. Sveitarfélögin teikna upp plön um mismunandi aðgerðir og kalla það leiðir. Leiðir sem þau kenna svo við sveitarfélagið sitt af því þau eru stolt af því að vera lögð af stað í ferðalag með leikskólana sína. Einkenni þessara leiða er, að í fyrstu lotu er ekki farið alla leið. En það er verið að stíga skref um þessar mundir. Í Kópavogi hefur nú verið kynntur leiðarvísir til betri leikskóla í þrettán liðum. Mesta athygli hefur vakið ákvörðum bæjarins um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla. Þar er stigið skref sem mögulega getur stytt langan skóladag sumra barna. Sumum fjölskyldum kann að henta svona fyrirkomulag vel. Fjölskyldur sem eiga fæðingarorlof, þar sem foreldri er ekki á vinnumarkaði og foreldrar sem hafa sveigjanlegan vinnutíma eða vinna ekki langan vinnudag, geta að líkindum nýtt sér þetta fyrirkomulag. Gjaldfrelsi í leikskólanum nær með þessu yfir lengri tíma en gjaldfrelsi í fyrstu bekkjum grunnskóla. Skólagjald í leikskólanum umfram sex klukkutímana er svo með svipuðu sniði og í Frístund grunnskólanna. Kópavogsbær, eða íbúar bæjarins, niðurgreiða áfram leikskólann sem nemur 86% af kostnaði við hann. Eðlilegt ákall ætti að vera til ríkisins, um að greiða fyrir þetta skólastig eins og grunnskólann. Ein af þeim aðgerðum sem Kópavogsbær ætlar í, hefur fengið minni umræðu en sumar aðrar. Bærinn ætlar að vinna áætlun til framtíðar um viðmið um húsnæði (leik- og heildarrými) og aðbúnað barna og starfsfólks í leikskólum. Áætlun á að vera tilbúin vorið 2024, eftir tæpt ár og gert er ráð fyrir aðgerðum í skrefum til ársins 2030. Þarna er auðvitað ekki stigið stórt skref og ekki farið alla leið, en það er búið að ákveða að gera það. Það eru sannarlega tímamót fyrir börnin í bænum. Í stórri rannsókn Kennarasambandsins kom fram að fagfólk, kennarar, skólastjórar og fræðslustjórar telja að hvert barn þurfi um sex fermetra í leikrými innan leikskóladeildar sinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hvert barn hefur innan við tvo fermetra í leikrými á deildinni sinni. En á leikskóladeildinni sjálfri dvelja börnin stærstan hluta skóladagsins og þau eru lengur í leikskólum en börn í öðrum löndum. Þetta eru þrengsli, sem samfélaginu er ekki sæmandi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur verið lögfestur á Íslandi. Í honum segir meðal annars að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Þar segir jafnframt að aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón. Samkvæmt ofangreindum ákvæðum í Barnasáttmálanum, en samningurinn gengur undir því nafni í daglegu tali, ættu hagsmunir barna að víkja öðrum hagsmunum úr vegi, eða vera ofar öðrum hagsmunum, í öllu starfi og skipulagi leikskóla. Fjárhagslegar aðstæður sveitarfélaga kunna að vera margskonar. Þarfir foreldra og atvinnulífs eru líka mismunandi. Pólitísk sjónarmið eru allavega. Starfsfólk gerir að líkindum kröfur til kjara og aðstöðu. En ofar öllum þessum hagsmunum ber að setja hagsmuni barnsins. Það er því ánægjulegt að Kópavogsbær hefur ákveðið að ljúka áætlun um rými leikskólabarna fyrir næsta vor - og framkvæma þá áætlun ekki seinna en árið 2030. Höfundur er skólastjóri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar