Neistinn er kveiktur! Íris Róbertsdóttir skrifar 22. júní 2023 13:01 Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem náði til um 500 nemenda. Þar var niðurstaðan að 53% nemenda við lok 2. bekkjar teljast læs samkvæmt þessum sömu viðmiðum. Við erum sem sagt að ná frábærum árangri! Stöðumat í lestri er notað frá fyrsta mánuði í skólanum, sem tryggir góða eftirfylgni. Þess er vandlega gætt að áskorun hvers nemenda sé í samræmi við færni hans, sem er grundvallaratriði. Upplifun og líðan nemenda í skólanum hefur mikil áhrif á árangur og tækfæri þeirra til að blómstra. Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Verkefnið er með heildstæða nálgun á skólastarfið og byggir á vísindalegum niðurstöðum helstu fræðimanna á þessu sviði. Yfirmarkmið verkefnis er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt nemenda. Sem þýðir að gefa nemendum jöfn tækfæri og mæta þeim þar sem þeir eru staddir svo að þeir vaxi og dafni í námi. Kveikjum neistann er verkefni sem stýrt er af Hermundi Sigmundssyni, hann kom með það til Vestmannaeyjabæjar árið 2021 og í framhaldinu var gerður samstarfsamningur um rannsóknar- og þróunarverkefnið milli Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins. Tækifæri til að „vera“ breytingin Þótt margt sé jákvætt í íslenskum skólum má alltaf gera betur. Það vantar fleiri tól og tæki fyrir skóla og kennara til að vinna með. Kveikjum neistann er leið til þess að gera betur án þess að segja að allt annað sé ómögulegt. Ef skólinn getur unnið í því að skapa öllum nemendum aðstæður til að efla grunnfærni og bæta líðan þeirra, gefum við mun fleirum tækfæri til þess að nýta sína styrkleika. Það mun einnig hafa jákvæða fjárhagslega hvata á seinni skólastigum hvað varðar kostnað við sérúrræði. Ef hægt er að lyfta öllum þá skilar það sér margfalt til baka til nemenda og samfélagsins alls. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sveitarfélög að skapa umgjörð fyrir þróun á skólastarfi hjá sínum skólum og starfsfólki þeirra. Einnig að virkja samfélagið með. Menntun barna á öllum skólastigum er jú sameiginlegt verkefni okkar allra. Mikilvægt er að kennaranámið fylgi með í þessari þróun til að búa kennaranema enn betur undir þær skemmtilegu, krefjandi og gefandi áskoranir sem felast í kennarastarfinu. Undirbúningsvinnan fyrir verkefnið tók um hálft ár áður en verkefnið sjálft hófst haustið 2021. Náin samvinna var við skólastjórnendur, kennara og pólitíkina við undirbúninginn enda ekki hægt að fara af stað í svo viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni án þess. Nú er komin tveggja ára reynsla á verkefnið. Það hafa verið margar áskoranir fyrir þá sem hafa unnið að verkefninu. Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum. Yfirmarkmiðið var að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt. Eftir þessi tvö ár er óhætt að segja að það hafi tekist með tilstilli og mikilli vinnu margra aðila. Árangurinn í lestri er frábær og framar mínum björtustu vonum. Samfélagið er mjög jákvætt gagnvart verkefninu og kemur það fram með margvíslegum hætti. Bókasafn Vestmannaeyja hefur verið virkur þátttakandi ásamt skólasöfnunum og hefur það stækkað verkefnið. Kennararnir sem eru í verkefninu hafa staðið sig frábærlega og það smitast út í samfélagið og til foreldra og nemenda. „Af litlum neista verður oft mikið bál“ Ég get ekki verið annað en ánægð fyrir hönd Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla Vestmannaeyja, foreldra, nemenda og síðast en ekki síst kennaranna sem eru þátttakendur í verkefninu með þessi fyrstu ár og árangurinn. Hermundur og hans fólk ásamt samstarfsaðilum eru að gera góð hluti og samfélagið hrífst með. Við hér í Eyjum erum stolt af verkefninu og að hafa verið fyrst sveitarfélaga til að taka þátt. Við erum að ná árangri. Nú horfum við fram á veginn og höldum áfram að þróa og bæta okkar góðu skóla okkur öllum til hagsbóta! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem náði til um 500 nemenda. Þar var niðurstaðan að 53% nemenda við lok 2. bekkjar teljast læs samkvæmt þessum sömu viðmiðum. Við erum sem sagt að ná frábærum árangri! Stöðumat í lestri er notað frá fyrsta mánuði í skólanum, sem tryggir góða eftirfylgni. Þess er vandlega gætt að áskorun hvers nemenda sé í samræmi við færni hans, sem er grundvallaratriði. Upplifun og líðan nemenda í skólanum hefur mikil áhrif á árangur og tækfæri þeirra til að blómstra. Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Verkefnið er með heildstæða nálgun á skólastarfið og byggir á vísindalegum niðurstöðum helstu fræðimanna á þessu sviði. Yfirmarkmið verkefnis er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt nemenda. Sem þýðir að gefa nemendum jöfn tækfæri og mæta þeim þar sem þeir eru staddir svo að þeir vaxi og dafni í námi. Kveikjum neistann er verkefni sem stýrt er af Hermundi Sigmundssyni, hann kom með það til Vestmannaeyjabæjar árið 2021 og í framhaldinu var gerður samstarfsamningur um rannsóknar- og þróunarverkefnið milli Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins. Tækifæri til að „vera“ breytingin Þótt margt sé jákvætt í íslenskum skólum má alltaf gera betur. Það vantar fleiri tól og tæki fyrir skóla og kennara til að vinna með. Kveikjum neistann er leið til þess að gera betur án þess að segja að allt annað sé ómögulegt. Ef skólinn getur unnið í því að skapa öllum nemendum aðstæður til að efla grunnfærni og bæta líðan þeirra, gefum við mun fleirum tækfæri til þess að nýta sína styrkleika. Það mun einnig hafa jákvæða fjárhagslega hvata á seinni skólastigum hvað varðar kostnað við sérúrræði. Ef hægt er að lyfta öllum þá skilar það sér margfalt til baka til nemenda og samfélagsins alls. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sveitarfélög að skapa umgjörð fyrir þróun á skólastarfi hjá sínum skólum og starfsfólki þeirra. Einnig að virkja samfélagið með. Menntun barna á öllum skólastigum er jú sameiginlegt verkefni okkar allra. Mikilvægt er að kennaranámið fylgi með í þessari þróun til að búa kennaranema enn betur undir þær skemmtilegu, krefjandi og gefandi áskoranir sem felast í kennarastarfinu. Undirbúningsvinnan fyrir verkefnið tók um hálft ár áður en verkefnið sjálft hófst haustið 2021. Náin samvinna var við skólastjórnendur, kennara og pólitíkina við undirbúninginn enda ekki hægt að fara af stað í svo viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni án þess. Nú er komin tveggja ára reynsla á verkefnið. Það hafa verið margar áskoranir fyrir þá sem hafa unnið að verkefninu. Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum. Yfirmarkmiðið var að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt. Eftir þessi tvö ár er óhætt að segja að það hafi tekist með tilstilli og mikilli vinnu margra aðila. Árangurinn í lestri er frábær og framar mínum björtustu vonum. Samfélagið er mjög jákvætt gagnvart verkefninu og kemur það fram með margvíslegum hætti. Bókasafn Vestmannaeyja hefur verið virkur þátttakandi ásamt skólasöfnunum og hefur það stækkað verkefnið. Kennararnir sem eru í verkefninu hafa staðið sig frábærlega og það smitast út í samfélagið og til foreldra og nemenda. „Af litlum neista verður oft mikið bál“ Ég get ekki verið annað en ánægð fyrir hönd Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla Vestmannaeyja, foreldra, nemenda og síðast en ekki síst kennaranna sem eru þátttakendur í verkefninu með þessi fyrstu ár og árangurinn. Hermundur og hans fólk ásamt samstarfsaðilum eru að gera góð hluti og samfélagið hrífst með. Við hér í Eyjum erum stolt af verkefninu og að hafa verið fyrst sveitarfélaga til að taka þátt. Við erum að ná árangri. Nú horfum við fram á veginn og höldum áfram að þróa og bæta okkar góðu skóla okkur öllum til hagsbóta! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun