Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 10:58 Skólastjóri Laugarnesskóla og fleira starfsfólk í skólanum hefur þurft að hætta vegna myglu. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. „Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“ Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Þetta er grátlegt,“ segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri sem stýrir nú Laugarnesskóla tímabundið eftir að Sigríður Heiða Bragadóttir tilkynnti foreldrum að hún hafi lokið störfum sem skólastjóri skólans. Björn segir þetta hafa komið á óvart og að starfsfólki skólans þyki þetta mjög leitt. Mikið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðis skólans í fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári sendi starfsfólk skólans til að mynda borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem úrbóta var krafist. Þar kom fram að starfsfólk hafi þurft að hætta vegna veikinda tengdum myglu. Starfsfólk hafi farið í aðra skóla Nokkrum dögum síðar var fjallað um Árna Kristjánsson sem starfaði sem kennari við skólann í einn vetur. Hann sagðist hafa upplifað margvíslega heilsubresti á þeim tíma sem hann var í skólanum, marga daga hafi hann verið óvinnufær. „Ég þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa fyrir utan íbúðina vegna þess að hversu menguð þau voru af rakaskemmdum og óheilnæmum loftgæðum,“ sagði Árni. „Fólk hefur bara þurft að fá sér vinnu annars staðar, fólk hefur farið frá okkur í aðra skóla út af þessu ástandi,“ segir Björn. Það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif mygla og rakaskemmdir hefur á fólk. Hann segir að dæmi séu um að starfsfólk geti ekki unnið í húsinu og þurfi því að vinna einungis í færanlegum kennslueiningum á lóð skólans. „En svo eru aðrir sem geta starfað hvar sem er og finna ekki fyrir neinu.“ Viðgerðir taki alltof langan tíma Björn segir að verið sé að vinna í að laga húsnæðið. „Það er bara að taka alltof langan tíma,“ segir hann og bætir við að það sé flókið þar sem húsið er friðað. Árið 2017 var farið í miklar endurbætur á húsnæði skólans. Björn segir að þá hafi verið mælt með því að skipt yrði um alla glugga í húsinu svo viðgerðirnar myndu endast betur. Það hafi þó þótt vera bruðl á þeim tíma. „Þess vegna erum við hér sex árum síðar, hver einasti gluggi í húsinu míglekur og þetta er orðið grasserandi aftur.“ Björn segir að það sé mikið verið að laga í húsinu í sumar. „En það eru ekki langtímaaðgerðir. Það eru bráðabirgðaaðgerðir til þess að halda áhrifunum á starfsfólki og nemendum niðri þangað til hægt verður að fara gagngerar endurbætur á húsinu“ Upphaflega hafi þeim verið sagt að þær aðgerðir ættu að hefjast í vor á þessu ári. „Það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta almanaksári.“
Mygla Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira