Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2023 13:17 Berglind Hermannssdóttir og Baldvin Logi Einarsson segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í frístundaverkefni á vegum borgarinnar. Aðsent/Vilhelm Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. Þann 10. ágúst hefst verkefni um aðlögun barna sem eru að ljúka leikskóla og hefja grunnskólagöngu að skóla og frístundaheimilum í Reykjavíkurborg. Verkefnið nær frá sumarlokun leikskóla fram að skólasetningu grunnskóla og fer fram í þremur grunnskólum í Reykjavík, þar á meðal Rimaskóla. Dóttir Berglindar Hermannsdóttur og Baldvins Loga Einarssonar lauk leikskólagöngu úr Laufásborg í miðbænum og er á leið í Rimaskóla í Grafarvoginum. Af því hún kemur úr leikskóla utan hverfisins þá fær hún ekki að taka þátt í frístundaaðlöguninni. Aðlögun fyrir börnin en ekki vistun til að redda foreldrum Með ákvörðuninni finnst þeim hjónum verið að veikja félagslega stöðu dóttur þeirra enn frekar. Hún þekki fáa fyrir og missi í þokkabót af því þegar hópurinn verður hristur saman í aðlöguninni. „Þetta snýst aðallega um að þetta úrræði er ekki bara einhver vistun til að redda þeim sem hafa ekki pláss fyrir börn sín heldur er þetta úrræði sem snýst um aðlögun að grunnskólanum. Það sést bæði í skýrslu starfshóps um þetta verkefni og í nágrannasveitarfélögum sem hafa öll gert þetta,“ segir Baldvin. Dóttir þeirra Berglindar og Baldvins þekkir fáa í Rimahverfinu. Hún þyrfti því í raun meira á aðlöguninni að halda en börn sem hafa verið í leikskóla í hverfinu.Vísir/Vilhelm Í verkefninu sé verið að hrista saman börnin sem eru að byrja í skólanum og þau fá að kynnast starfsfólki grunnskólanna og frístundarinnar. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ segir hann. „Hún sem sagt fær ekki að vera með af því hún kemur úr leikskóla utan hverfis. Skóla- og frístundasvið sinnir henni á þeim grundvelli, þetta sé bara verkefni sem þessir þrír leikskólar eru aðilar að,“ segir Berglind. „En fyrir okkur snýr þetta þannig að það er frístundin hennar og grunnskólinn hennar sem eru í þessu verkefni.“ Verkefnið unnið í flýti og með stuttum fyrirvara Þau hjónin segja að flestir sem þau hafa talað við séu sammála um að verkefnið sé ekki nógu vel heppnað og hafi verið unnið í flýti. Skóla- og frístundasvið sýni þeim hins vegar lítinn skilning. Hvaða svör hafið þið fengið? „Flestir virðast vera sammála um að þetta hafi verið gert hratt, með stuttum fyrirvara og erfitt væri að framkvæma þetta. Allir sem við tölum við utan skóla- og frístundasviðs virðast vera sammála um að þessi börn ættu að vera með,“ segir Baldvin. „Hjá skóla- og frístundasviði er alltaf bara höfnun. Við höfum fengið einhver svör um mönnun og fjármagn en formlega svarið er að hún komi ekki frá leikskóla sem er formlegur aðili að verkefninu og þá sé ekki hægt að veita þetta.“ Þar sem Laufásborg var ekki hluti af verkefninu kemst dóttir þeirra ekki að í frístundaaðlögunina.Reykjavíkurborg „Það heldur auðvitað engu vatni, hún er bæði í frístundinni og grunnskólanum. Við vitum til þess að börn sem eru bara í leikskóla í verkefninu en eru að fara í skóla utan hverfis fá samt að vera með,“ segir Baldvin. „Það er kannski rétt að geta þess að upphaflega átti það ekki að vera þannig. Fyrst áttu þau að sitja eftir í leikskólanum, eitt eða tvö börn. Svo var ákveðið að það gengi ekki. Það gekk líka á afturfótunum,“ segir Berglind. „Svo er ákveðið vandamál að það eru allir í sumarfrí. Ég er búin að vera í tíu daga að reyna að fá að tala við rétta fólkið en frístundin byrjar 10. ágúst,“ segir Berglind. Þeir sem svara vita því lítið um málið og hefur þeim hjónum ítrekað verið vísað á nýjan og nýjan aðila en samt viti enginn neitt. „Eftir dúk og disk fáum við formlega stjórnvaldsákvörðun um þessa synjun og okkur bent á að við gætum kært,“ segir Baldvin. „Hún getur alveg farið aftur í leikskólann“ Hjónin segja að það virðist sem Skóla- og frístundasvið skilji ekki markmiðið með verkefninu. „Fyrir þeim snýst þetta um að við getum alveg vistað barnið einhvers staðar annars staðar. Þau eru búin að tala við hennar leikskóla og segja „Fær hún ekki aftur inn hjá ykkur?“ og fá staðfestingu á því. Sem er samt ekki lenskan, börnum er ekki boðið að koma aftur eftir sumarfrí,“ segir Berglind. „Þau segja við okkur „Hún getur alveg farið aftur í leikskólann eða þá þú getur sótt um eitthvað námskeið fyrir hana“ en málið fyrir okkur er að okkur vantar ekki geymslustað. Okkur vantar þessa aðlögun og þessa þjónustu sem önnur börn í hverfinu eru að fá,“ bætir hún við. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar. Ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar.Vísir „Okkur finnst Skóla- og frístundasvið vera algjörlega að misskilja þetta verkefni. Þau líta á þetta sem vistunarúrræði en það sést strax í tillögunni til Borgarráðs frá borgarfulltrúa og í skýrslu starfshóps að það er ekkert það sem það snýst um,“ segir Baldvin. „Þau eru rosamikið að nefna mönnunina en það er ekki vandamál þessara barna. Það er vandamál þeirra að leysa,“ segir Berglind. „Þarna er ljóst í upprunalegu tillögunni að það er bagalegt að börn séu að útskrifast af leikskóla, fara í sumarfrí og koma síðan aftur,“ segir Baldvin en það á einmitt við um þeirra dóttur eins og staðan er núna. Verkefnið setji dótturina í enn verri stöðu Skóla- og frístundasvið hefur bent þeim hjónum að kæra málið til ráðuneytisins en þau segja að það muni ekkert hjálpa þeim. „Hún væri jafnvel betur sett ef verkefnið væri ekki. Okkur finnst þetta frábært verkefni en það setur okkar barn í enn þá verri stöðu en ef verkefnið væri ekki,“ segir Baldvin. „Að þekkja engan fyrir en svo er búið að hrista alla aðra saman,“ bætir Berglind við. Dóttir þeirra hjóna er að fara í Rimaskóla í haust.Vísir/Vilhelm „Þau benda okkur á að kæra til ráðuneytisins en það hjálpar okkur ekki neitt af því þegar kæran yrði tekin fyrir væri frístundin löngu búin. Það þarf að kippa þessu í lag strax áður en frístundin byrjar og það er minna en mánuður í þetta,“ segir hún. Berglind greindi frá málinu á Facebook í morgun og segist strax hafa fengið mikil viðbrögð. „Eftir að ég póstaði þessu þá hafði stjórnandi frístundaheimilis í Kópavogi samband við mig og sagði „Þetta er algjörlega í andstöðu við það sem við erum að vinna eftir. Okkar skilningur er að þetta er aðlögun barnanna sem eru að koma í fyrsta bekk og við reynum sérstaklega að ná í börn sem hafa ekki verið í leikskóla innan hverfis“,“ segir Berglind. „Önnur mamma sagði við mig að það væri hringt sérstaklega í þetta fólk af því auðvitað skiptir þetta miklu máli fyrir þau börn.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Réttindi barna Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Þann 10. ágúst hefst verkefni um aðlögun barna sem eru að ljúka leikskóla og hefja grunnskólagöngu að skóla og frístundaheimilum í Reykjavíkurborg. Verkefnið nær frá sumarlokun leikskóla fram að skólasetningu grunnskóla og fer fram í þremur grunnskólum í Reykjavík, þar á meðal Rimaskóla. Dóttir Berglindar Hermannsdóttur og Baldvins Loga Einarssonar lauk leikskólagöngu úr Laufásborg í miðbænum og er á leið í Rimaskóla í Grafarvoginum. Af því hún kemur úr leikskóla utan hverfisins þá fær hún ekki að taka þátt í frístundaaðlöguninni. Aðlögun fyrir börnin en ekki vistun til að redda foreldrum Með ákvörðuninni finnst þeim hjónum verið að veikja félagslega stöðu dóttur þeirra enn frekar. Hún þekki fáa fyrir og missi í þokkabót af því þegar hópurinn verður hristur saman í aðlöguninni. „Þetta snýst aðallega um að þetta úrræði er ekki bara einhver vistun til að redda þeim sem hafa ekki pláss fyrir börn sín heldur er þetta úrræði sem snýst um aðlögun að grunnskólanum. Það sést bæði í skýrslu starfshóps um þetta verkefni og í nágrannasveitarfélögum sem hafa öll gert þetta,“ segir Baldvin. Dóttir þeirra Berglindar og Baldvins þekkir fáa í Rimahverfinu. Hún þyrfti því í raun meira á aðlöguninni að halda en börn sem hafa verið í leikskóla í hverfinu.Vísir/Vilhelm Í verkefninu sé verið að hrista saman börnin sem eru að byrja í skólanum og þau fá að kynnast starfsfólki grunnskólanna og frístundarinnar. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ segir hann. „Hún sem sagt fær ekki að vera með af því hún kemur úr leikskóla utan hverfis. Skóla- og frístundasvið sinnir henni á þeim grundvelli, þetta sé bara verkefni sem þessir þrír leikskólar eru aðilar að,“ segir Berglind. „En fyrir okkur snýr þetta þannig að það er frístundin hennar og grunnskólinn hennar sem eru í þessu verkefni.“ Verkefnið unnið í flýti og með stuttum fyrirvara Þau hjónin segja að flestir sem þau hafa talað við séu sammála um að verkefnið sé ekki nógu vel heppnað og hafi verið unnið í flýti. Skóla- og frístundasvið sýni þeim hins vegar lítinn skilning. Hvaða svör hafið þið fengið? „Flestir virðast vera sammála um að þetta hafi verið gert hratt, með stuttum fyrirvara og erfitt væri að framkvæma þetta. Allir sem við tölum við utan skóla- og frístundasviðs virðast vera sammála um að þessi börn ættu að vera með,“ segir Baldvin. „Hjá skóla- og frístundasviði er alltaf bara höfnun. Við höfum fengið einhver svör um mönnun og fjármagn en formlega svarið er að hún komi ekki frá leikskóla sem er formlegur aðili að verkefninu og þá sé ekki hægt að veita þetta.“ Þar sem Laufásborg var ekki hluti af verkefninu kemst dóttir þeirra ekki að í frístundaaðlögunina.Reykjavíkurborg „Það heldur auðvitað engu vatni, hún er bæði í frístundinni og grunnskólanum. Við vitum til þess að börn sem eru bara í leikskóla í verkefninu en eru að fara í skóla utan hverfis fá samt að vera með,“ segir Baldvin. „Það er kannski rétt að geta þess að upphaflega átti það ekki að vera þannig. Fyrst áttu þau að sitja eftir í leikskólanum, eitt eða tvö börn. Svo var ákveðið að það gengi ekki. Það gekk líka á afturfótunum,“ segir Berglind. „Svo er ákveðið vandamál að það eru allir í sumarfrí. Ég er búin að vera í tíu daga að reyna að fá að tala við rétta fólkið en frístundin byrjar 10. ágúst,“ segir Berglind. Þeir sem svara vita því lítið um málið og hefur þeim hjónum ítrekað verið vísað á nýjan og nýjan aðila en samt viti enginn neitt. „Eftir dúk og disk fáum við formlega stjórnvaldsákvörðun um þessa synjun og okkur bent á að við gætum kært,“ segir Baldvin. „Hún getur alveg farið aftur í leikskólann“ Hjónin segja að það virðist sem Skóla- og frístundasvið skilji ekki markmiðið með verkefninu. „Fyrir þeim snýst þetta um að við getum alveg vistað barnið einhvers staðar annars staðar. Þau eru búin að tala við hennar leikskóla og segja „Fær hún ekki aftur inn hjá ykkur?“ og fá staðfestingu á því. Sem er samt ekki lenskan, börnum er ekki boðið að koma aftur eftir sumarfrí,“ segir Berglind. „Þau segja við okkur „Hún getur alveg farið aftur í leikskólann eða þá þú getur sótt um eitthvað námskeið fyrir hana“ en málið fyrir okkur er að okkur vantar ekki geymslustað. Okkur vantar þessa aðlögun og þessa þjónustu sem önnur börn í hverfinu eru að fá,“ bætir hún við. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar. Ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar.Vísir „Okkur finnst Skóla- og frístundasvið vera algjörlega að misskilja þetta verkefni. Þau líta á þetta sem vistunarúrræði en það sést strax í tillögunni til Borgarráðs frá borgarfulltrúa og í skýrslu starfshóps að það er ekkert það sem það snýst um,“ segir Baldvin. „Þau eru rosamikið að nefna mönnunina en það er ekki vandamál þessara barna. Það er vandamál þeirra að leysa,“ segir Berglind. „Þarna er ljóst í upprunalegu tillögunni að það er bagalegt að börn séu að útskrifast af leikskóla, fara í sumarfrí og koma síðan aftur,“ segir Baldvin en það á einmitt við um þeirra dóttur eins og staðan er núna. Verkefnið setji dótturina í enn verri stöðu Skóla- og frístundasvið hefur bent þeim hjónum að kæra málið til ráðuneytisins en þau segja að það muni ekkert hjálpa þeim. „Hún væri jafnvel betur sett ef verkefnið væri ekki. Okkur finnst þetta frábært verkefni en það setur okkar barn í enn þá verri stöðu en ef verkefnið væri ekki,“ segir Baldvin. „Að þekkja engan fyrir en svo er búið að hrista alla aðra saman,“ bætir Berglind við. Dóttir þeirra hjóna er að fara í Rimaskóla í haust.Vísir/Vilhelm „Þau benda okkur á að kæra til ráðuneytisins en það hjálpar okkur ekki neitt af því þegar kæran yrði tekin fyrir væri frístundin löngu búin. Það þarf að kippa þessu í lag strax áður en frístundin byrjar og það er minna en mánuður í þetta,“ segir hún. Berglind greindi frá málinu á Facebook í morgun og segist strax hafa fengið mikil viðbrögð. „Eftir að ég póstaði þessu þá hafði stjórnandi frístundaheimilis í Kópavogi samband við mig og sagði „Þetta er algjörlega í andstöðu við það sem við erum að vinna eftir. Okkar skilningur er að þetta er aðlögun barnanna sem eru að koma í fyrsta bekk og við reynum sérstaklega að ná í börn sem hafa ekki verið í leikskóla innan hverfis“,“ segir Berglind. „Önnur mamma sagði við mig að það væri hringt sérstaklega í þetta fólk af því auðvitað skiptir þetta miklu máli fyrir þau börn.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Réttindi barna Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira